Fréttablaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 14
MARKAÐURINN
ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051
Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is
Ly f jaf y r ir t æk ið Cor ipharma, sem var stofnað árið 2018 til þess að kaupa og reka lyf javerksmiðju Actavis í Hafnarfirði, hefur lokið
hlutafjáraukningu upp á samanlagt
fimmtán miljónir evra, jafnvirði
ríf lega tveggja milljarða króna.
Fjármögnunin verður nýtt til þess
að standa straum af kostnaði við
þróun á eigin samheitalyfjum á
næstu árum, að sögn Bjarna K. Þor
varðarsonar, forstjóra og eins af
stærstu eigendum Coripharma.
„Við erum með í pípunum að þróa
þrettán samheitalyf sem stefnt er
á að verði komin á markað innan
þriggja ára,“ segir Bjarni í samtali
við Markaðinn.
Fyrri hluthafar Coripharma
komu með um þriðjung fjármagns
ins en aðrir fjárfestar, tuttugu tals
ins, tryggðu sér tvo þriðju hluta af
nýja hlutafénu. Er þar einkum um
innlenda einkafjárfesta að ræða,
að sögn Bjarna. Fyrirtækjaráðgjöf
Kviku banka hafði umsjón með
hlutafjáraukningunni.
Miðað við gengið í hlutafjárút
boðinu er heildarvirði Coripharma
liðlega fimm milljarðar króna.
„Við hófum hlutafjársöfnun í
nóvember og settum okkur metn
aðarfull markmið um að klára hana
í febrúar,“ útskýrir Bjarni. Það hafi
gengið vonum framar.
„Þó svo að maður hafi auðvitað
tröllatrú á verkefninu var áhuginn
jafnvel meiri en við þorðum að
vona. Flestir fjárfestar hér á Íslandi
þekkja þá vegferð sem við erum á
og fylgdust vel með forvera okkar,
Actavis, og uppgangi þess fyrir
tækis. Leiðin sem við erum að fara
til þróunar og framleiðslu sam
heitalyfja er vel vörðuð. Fjárfestum
líður þannig vel með þá stöðu
töku sem verið er að taka og skilja
áhættuna vel. Það skiptir miklu
máli þegar farið er út í fjárfestingar
sem þessar,“ nefnir hann.
Coripharma hóf undirbúning að
verktökuframleiðslu á lyfjum fyrir
alþjóðleg lyfjafyrirtæki með kaup
um á verksmiðju Actavis af lyfja
risanum Teva um mitt ár 2018. Við
kaup þess á lyfjaþróun Actavis í maí
í fyrra eignaðist Coripharma allar
þróunar og framleiðslueiningar
Actavis á Íslandi og starfa þar nú um
110 manns. Áætlanir gera ráð fyrir
að tekjur félagsins verði um þrettán
milljónir evra í ár.
Um er að ræða aðra hlutafjár
aukningu lyfjafyrirtækisins en
hlutafé þess var aukið um tíu millj
ónir evra við kaupin á lyfjaþróunar
sviði Actavis í fyrra.
Síðar á þessu ári, útskýrir Bjarni,
hyggst félagið sækja sér um tutt
ugu milljónir evra til viðbótar. Er
þá meðal annars horft til stofnana
fjárfesta.
„Viðskiptamódel okkar kallar á
slíka fjármögnun á næstu tveimur
til þremur árum. Við þurfum ekk
ert að huga að henni strax en það
er nú líklegt að við viljum samt sem
áður klára þá fjármögnun og verða
fullfjármögnuð fyrir árslok. Það er
afar mikilvægt þegar lyf eru boðin
til sölu á stórum og þróuðum mörk
uðum eins og í Evrópu að félagið
geti sýnt fram á að það sé vel fjár
magnað og í raun fullfjármagnað,“
segir hann.
Bjarni nefnir auk þess að ein af
ástæðum þess að félagið hafi ekki
leitað til lífeyrissjóða eða annarra
stofnanafjárfesta um fjármögnun
sé tímaáætlunin sem það hafi sett
sér í ferlinu.
„Fjárfestar eins og lífeyrissjóðir
þurfa að fylgja ferlum og tímaáætl
unum sem eru lengri en hentuðu
okkur. Þannig að við ákváðum
að ræða nú við einkafjárfesta um
þessar fimmtán milljónir evra og
getum þá rætt við lífeyrissjóði og
aðra stofnanafjárfesta í meiri róleg
heitum um stærri upphæðir,“ segir
Bjarni.
Stærstu hluthafar Coripharma
eru framtakssjóðurinn TFII, sem
er í stýringu Íslenskra verðbréfa,
félagið BKP Invest, sem er í jafnri
eigu Bjarna og Kenneths Peterson,
stofnanda Norðuráls, trygginga
félagið VÍS og Eignarhaldsfélagið
Hof í eigu bræðranna Sigurðar Gísla
og Jóns Pálmasona.
kristinningi@frettabladid.is
Coripharma sækir sér
tvo milljarða í hlutafé
Lyfjafyrirtækið Coripharma hefur sótt sér tvo milljarða í nýtt hlutafé. Nýir
fjárfestar bættust í hluthafahópinn. Fjármögnunin verður nýtt til að kosta
þróun á samheitalyfjum. Stefna að 2,8 milljarða fjármögnun til viðbótar.
Bjarni K. Þorvarðarson, forstjóri og einn af stærstu eigendum lyfjafyrirtækisins Coripharma. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
1,8
milljarðar króna eru áætl-
aðar tekjur Coripharma í ár.
GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR
588 80 40
www.scanver.is
RAFMÓTORAR
Skilyrði samkeppnislaga um að úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála þur f i að
liggja fyrir áður en höfða megi mál
til ógildingar á ákvörðunum Sam
keppniseftirlitsins verður fellt brott
samkvæmt frumvarpi Þórdísar
Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur,
ferðamála, iðnaðar og nýsköp
unarráðherra, til breytinga á sam
keppnislögum sem ríkisstjórnin
samþykkti á fundi sínum í gær.
Ekki er lagt til í frumvarpinu að
málskotsheimild Samkeppniseftir
litsins, það er heimild eftirlitsins til
þess að skjóta úrskurðum áfrýj
unarnefndar samkeppnismála til
dómstóla, verði afnumin, eins og
gert var ráð fyrir í drögum að frum
varpinu sem birt voru í samráðsgátt
stjórnvalda síðasta haust.
Aðrar veigamiklar breytingar á
samkeppnislögum sem lagðar voru
til í drögunum haldast hins vegar
óbreyttar í frumvarpinu sem ríkis
stjórnin hefur nú samþykkt. Má þar
meðal annars nefna að áfram er gert
ráð fyrir að heimild Samkeppnis
eftirlitsins til íhlutunar án
brots verði felld brott,
auk þess sem komið er
á sjálfsmati fyrirtækja
á því hvort skilyrði
fyrir undanþágu frá
bannákvæðum sam
keppnislaga séu upp
fyllt, líkt og tíðkast í
framkvæmd annars
staðar á Evrópska
efnahagssvæðinu.
Þá er einnig lagt
til í frumvarpinu
að forstjóri Sam
keppniseftirlits
ins verði skipaður
t ímabu nd ið t il
fimm ára í senn
og að aðeins verði
heimilt að skipa
sama manninn
tvisvar í emb
ætti.
Enn fremur er gert ráð fyrir því
í frumvarpinu að veltumörk til
kynningarskyldra samruna verði
hækkuð í þrjá milljarða króna
heildarveltu samrunaaðila og að
ársvelta að minnsta kosti tveggja
samrunaaðila verði 300 milljónir
króna eða meiri. Veltumörkin hafa
ekki verið hækkuð í tólf ár.
Hvað varðar fyrri áform ráðherr
ans um afnám málskotsheimildar
Samkeppniseftirlitsins er tekið
fram í greinargerðinni að í ljósi
athugasemda sem fram hafi komið
í samráði um áformin, meðal ann
ars um að slíkt fyrirkomulag kunni
að brjóta gegn skuldbindingum
Íslands samkvæmt EESsamningn
um, hafi verið ákveðið að hverfa frá
þeim.
Þess í stað er lagt til að skilyrðið
um að úrskurður áfrýjunarnefndar
samkeppnismála þurfi að liggja
fyrir áður en mál er höfðað fyrir
dómstólum falli brott.
„Með þeirri breytingu verður
aðila máls frjálst að meta það með
tilliti til þeirra hagsmuna sem
hann kann að hafa af málinu hvort
ákvörðun Samkeppniseftirlits
ins verði kærð til áfrýjunar
nefndar samkeppnismála
eða hvort leitað verði beint
til dómstóla.
Me ð þv í að f æk k a
endurskoðunarstigum í
áfrýjunarferli ákvarðana
Samkeppniseftirlitsins er
möguleiki á að máls
meðferð þeir ra
mála þar sem
leitað er beint
til dómstóla
verði styttri,“
segir meðal
a n n a r s í
g r e i n a r
g e r ð i n n i
sem fylgir
f r u m
va r pinu .
– kij
Vill heimila fyrirtækjum
að leita beint til dómstóla
Höskuldur Ólafs-
son, fyrrverandi
bankastjóri
Arion banka.
Þórdís Kolbrún Reykfjörð
Gylfadóttir, ráðherra.
Höskuldur Ólafsson, fyrrverandi bankastjóri Arion banka, hefur hætt við fram
boð sitt í stjórn Skeljungs á aðal
fundi 5. mars næstkomandi, sam
kvæmt heimildum Markaðarins.
Höskuldur var í hópi átta manns
sem gáfu kost á sér í stjórnina.
Hann var hins vegar ekki á meðal
þeirra fimm frambjóðenda sem til
nefningarnefnd félagsins lagði til að
yrðu kjörnir í stjórnina.
Samkvæmt heimildum Mark
aðarins hafði Höskuldur fengið
vilyrði fyrir stuðningi frá Gildi líf
eyrissjóði, næststærsta hluthafa
félagsins með 9,2 prósenta eignar
hlut, en sjóðurinn hafði þannig
áformað að leggja fram tillögu fyrir
aðalfund um margfeldiskosningu.
Ekkert verður hins vegar af því eftir
að Höskuldur ákvað í gær að draga
framboð sitt til baka.
Tilnefningarnefnd Skeljungs
leggur til að þrír núverandi stjórn
armenn – þau Birna Ósk Einars
dóttir, Jón Ásgeir Jóhannesson og
Þórarinn Arnar Sævarsson – verði
endurkjörin. Hinir stjórnarmenn
irnir tveir – Ata Maria Bærentsen og
Jens Meinhard Rasmussen stjórnar
formaður – gefa ekki kost á sér til
endurkjörs. Þá mælir nefndin með
þeim Dagnýju Halldórsdóttur, fyrr
verandi stjórnarmanni í Skiptum,
Mílu og ISB Holding, og Elínu Jóns
dóttur, stjórnarformanni Borgunar.
Auk Gildis eru stærstu hluthafar
Skeljungs hjónin Ingibjörg Pálma
dóttir og Jón Ásgeir, en þau eiga
samanlagt yfir ellefu prósenta hlut
í gegnum félagið 365 og framvirka
samninga, og félög tengd Sigurði
Bollasyni fjárfesti en hann fer með
yfir átta prósenta hlut. Þá eiga við
skiptafélagarnir Gunnar Sverrir
Harðarson og Þórarinn Örn, eig
endur fasteignasölunnar RE/MAX,
einnig um átta prósenta hlut. – hae
Hættur við framboð í stjórn Skeljungs
2 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN