Fréttablaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 4
Ný tvöföld virkni sem
veitir hraða og langvarandi
vörn gegn tannkuli.
HEILBRIGÐISMÁL Sóttvarnalæknir
ráðlagði í gær gegn „ónauðsynleg-
um ferðum“ til Lombardíu, Venetó,
Emilía Rómanja og Píemonte á
Ítalíu. Sjö Íslendingar eru í sóttkví á
Tenerife vegna gruns um að ítalskur
gestur á hóteli þeirra sé smitaður af
COVID-19 kórónaveirunni. Ekki er
varað við ferðum til Tenerife.
Íslendingarnir sem um ræðir á
Tenerife dveljast á vegum ferðaskrif-
stofunnar Vita á Hótel Costa Adeje
Palace við La Enramada ströndina
í Costa Adeje. Ítalskur læknir frá
Lombardíu sem dvalið hafði á
hótelinu í viku veiktist og leitaði
aðstoðar. Fyrsta greining leiddi í ljós
að hann væri með COVID-19 kórón-
aveiruna en það hafði þó ekki verið
endanlega staðfest er Fréttablaðið
fór í prentun í gær. Vegna þessa var
ákveðið að setja alla gesti hótelsins
í sóttkví uns annað verður ákveðið.
Sóttvarnalæknir af laði í gær
upplýsinga um hvort og þá hverjir
hefðu dvalið á Costa Adeje Palace
og séu nú komnir til landsins eða á
heimleið. „Er þeim sem hafa dvalið
á hótelinu undanfarnar tvær vikur
ráðlagt að halda sig heima í fjórtán
daga í varúðarskyni. Enn sem komið
er er engin þörf á að aðrir ferðamenn
en þeir sem hafa bein tengsl við
umrætt hótel fari í sóttkví við heim-
komu til Íslands,“ segir í tilkynningu
Landlæknis.
Ekki mun væsa um Íslendingana
á Hótel Costa Adeje Palace sem lýst
er sem einstaklega glæsilegu fjög-
urra stjörnu hóteli. Var þeim í gær
að minnsta kost frjálst að fara um
hótelsvæðið og voru þeir því ekki
bundnir herbergjum sínum.
„Enn sem komið er, eru ekki vís-
bendingar um að tilfellin séu fleiri
og veiran hafi breiðst út. Að sinni
er því ekki mælt gegn ferðum til
Fólk sem gisti á Costa Adeje
haldi sig heima í fjórtán daga
Sjö Íslendingar ásamt um eitt þúsund öðrum gestum eru í sóttkví á hóteli á Tenerife vegna gruns um að
Ítali sem dvaldi á hótelinu sé smitaður af COVID-19 kórónaveirunni. Landlæknir varar við ferðum til
Ítalíu en ekki til Tenerife. Þeir sem komnir séu heim til Íslands af hótelinu haldi sig heima í fjórtán daga.
n Fylgjast vel með ferðatakmörk
unum og fjöldasamkomutak
mörkunum sem Kínverjar, Ítalir
og mögulega aðrir hafa gert
innanlands og aðlaga ferða
áætlanir eins og þurfa þykir.
n Gæta vel að almennu hreinlæti,
sérstaklega handþvotti með
sápu og vatni.
n Handspritt má nota ef ekki er
hægt að þvo hendur. Þó skyldi
alltaf þvo hendur með sápu
og vatni ef þær eru sýnilega
óhreinar.
n Forðast náið samneyti við ein
staklinga sem eru með almenn
kvefeinkenni/hósta.
n Ekki snerta munn, nef eða augu
með óþvegnum höndum.
n Nota pappír fyrir vit við hnerra
og hósta og þvo hendur reglu
lega.
n Henda skal pappír eftir notkun.
n Forðast samneyti við villt dýr
eða dýr á almennum mörk
uðum.
Costa Adeje hótelsins á La Enramada ströndinni er gætt af lögreglumönn-
um sem sjá til þess að engir yfirgefi hótelið eða fari þangað inn. MYND/AFP
Eru ekki vísbend-
ingar um að tilfellin
séu fleiri og veiran hafi
breiðst út.
Af vef Landlæknis
✿ Leiðbeiningar til fólks á ferðalögum erlendis:
sérstaklega þar sem COVID19 hefur verið staðfest
H
ei
m
ild
: S
ót
tv
ar
na
læ
kn
ir
Tenerife. Hins vegar er brýnt að þeir
sem annaðhvort eru á svæðinu eða
hyggja á ferðalög þangað hugi vel
að persónulegu hreinlæti og fylgi
fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda
á svæðinu,“ segir á vef Landlæknis.
Sem fyrr segir varar sóttvarna-
læknir við ferðalögum til fjögurra
héraða á Ítalíu. „Þeim sem dvalið
hafa á þessum svæðum á undan-
förnum dögum og eru komnir til
landsins eða eru að koma til lands-
ins er ráðlagt að halda sig heima í
fjórtán daga í varúðarskyni.“
Þetta eigi þó ekki við um þá sem
ferðast frá Ítalíu til Íslands í gegnum
alþjóðaf lugvelli á Norður-Ítalíu
en hafa dvalið á öðrum svæðum.
„Brýnt er að þeir sem annaðhvort
eru á svæðinu hugi vel að persónu-
legu hreinlæti og fylgi fyrirmælum
heilbrigðisyfirvalda,“ segir á vef
Landlæknis.
Íslendingar sem ferðast til Norð-
ur-Ítalíu á þessum árstíma sækja
einna helst í skíðasvæði þar. Þau
eru að sögn Landlæknis enn sem
stendur utan áhættusvæða. Engin
tilfelli um kórónaveiruna hafi verið
tilkynnt þaðan.
Þá segir að staðan sé stöðugt
metin. „Litlar líkur eru á að veiran
verði lýðheilsuógn í löndum Evrópu
sem beita einangrunar- og sóttkví-
araðgerðum. Sýkingin getur hins
vegar orðið íþyngjandi fyrir þá ein-
staklinga sem sýkjast,“ segir á vef
Landlæknis. gar@frettabladid.is
Allar nýjustu fréttir og blað
dagsins eru fáanleg á
www.frettabladid.is
1 Við búnaður vegna veikinda í vél Icelandair Í fyrstu var
grunur um að um væri að ræða
kórónaveirusmit en við nánari at
hugun kom í ljós að svo var ekki.
2 Árni í trekað spurður út í Kína og kóróna veiruna Árni, sem
ólst upp í Mos fells bæ, segist slá
slíkum spurningum upp í létt grín.
3 Ströng gæsla og fjöl miðla fár fyrir utan smit hótelið: „Eins
og sirkus“ Mikil lög reglu gæsla er
við hótel á Tenerife þar sem um
þúsund manns eru í sótt kví vegna
CO VID19 veirunnar, þar á meðal 7
Íslendingar.
4 Ís lendingur mætti vopnaður í apó tek og bað um hjálp
Ís lenskur karl maður, vopnaður
byssu, var hand tekinn í Amster
dam um helgina.
5 Breytingar hjá Torgi Jón Þórisson verður aðalritstjóri
og Kristjón Kormákur Guðjónsson
einn ritstjóri frettabladid.is og
hringbraut.is.
VERKFALL Guðmundur Óli Scheving
meindýraeyðir segir að fuglar og
kettir séu þau dýr sem helst þurfi að
varast þegar kemur að uppsöfnuðu
sorpi. Vegna verkfalls Eflingar eru
sorptunnur víða yfirfullar. Vegna
árstímans og kuldans þurfi fólk
ekki að hafa áhyggjur af músum og
flugum.
„Það er rosalega mikil mús á
höfuðborgarsvæðinu en á þessum
árstíma eru þær inni við og lítið
virkar. Rottur fara ekki á stjá nema
það opnist niðurföll eða lagnir,“ segir
hann. „Flest hús í dag eru orðin mús-
held, en það getur komið fyrir að þær
skjótist inn. Kettirnir eru vandræða-
dýrin hvað þetta varðar, bæði heim-
iliskettir og villikettir.“
Lyktin er það sem trekkir dýr að
sorpi, helst matarleifar, og bendir
Guðmundur á að gott sé að loka leif-
arnar inni í svörtum og þykkum
pokum. Fuglar, svo sem starrar og
þrestir, geta þó kroppað göt á pok-
ana með tilfallandi sóðaskap. Þessir
fuglar geta borið með sér lús, þó að
hún sé að mestu bundin við hreiðrin.
„Þetta lendir á ágætistíma því það
er kalt og engin fluga. Þær eru ekki
farnar að skríða úr eggjunum enn
þá. Ef það væri sumar væri allt svart
í húsflugu,“ segir Guðmundur. – khg
Meindýraeyðir segir fugla og ketti sækja í sorpið
Þetta lendir á
ágætistíma því það
er kalt og engin fluga.
Guðmundur Óli
Scheving, mein
dýraeyðir
STJÓRNSÝSLA Aðalsteinn Leifsson,
framkvæmdastjóri hjá EFTA, hefur
verið skipaður nýr ríkissáttasemj-
ari. Mun hann taka formlega við
embættinu 1. apríl næstkomandi.
Helga Jónsdóttir, settur ríkissátta-
semjari, mun starfa til þess tíma.
Sex umsækjendur voru um stöð-
una en einn þeirra dró umsókn sína
til baka. Það var mat ráðgefandi
nefndar sem félags- og barnamála-
ráðherra skipaði að þrír umsækj-
endur væru jafnhæfir. Ráðherra
ákvað, meðal annars eftir samráð
við aðila vinnumarkaðar, að velja
Aðalstein.
Þá hefur Aðalsteinn verið einn
af aðstoðarríkissáttasemjurum frá
byrjun síðasta árs. Hann hefur bæði
lokið MBA-námi frá Edinburgh
Business School og MSc-námi frá
London School of Economics. Þess
utan stundaði Aðalsteinn doktors-
nám í samningatækni hjá Grenoble
Ecole de Management. – sar
Aðalsteinn nýr
sáttasemjari
ALÞINGI Þorsteinn Víglundsson,
þingmaður Viðreisnar, lýsti eftir rík-
isstjórninni í störfum þingsins við
upphaf þingfundar í gær. „Ég vildi
nú gjarnan nýta þessar tvær mínút-
ur til að lýsa eftir ríkisstjórninni og
kannski spyrja hæstvirtan forseta
hvort ríkisstjórnin hafi nokkuð lagt
niður störf eða farið í langt vetrarfrí
og gleymt að láta þingið vita af því,“
sagði Þorsteinn í ræðu sinni.
Hann rifjaði svo upp gagnrýni á
ríkisstjórnina fyrir áramót vegna
þess hve seint mál komu fram frá
stjórninni og hve fá mál hún hefði
lagt fram fyrir áramót. Ríkisstjórnin
hafi endurskoðað þingmálaskrá
sína í janúar með áformum um að
leggja fram alls 48 mál í janúar og
febrúar. Aðeins fimm mál eru þó
komin frá stjórninni samkvæmt
talningu Þorsteins, eða rúm 10 pró-
sent.
Í ræðu sinni gagnrýndi hann líka
að ásamt hægagangi í framlagningu
mála nái ríkisstjórnin heldur ekki
að svara þeim fyrirspurnum sem til
hennar er beint, á tilsettum tíma og
tók dæmi um tveggja mánaða gamla
fyrirspurn sína um fjölda nefnda og
ráða sem ríkisstjórnin hafi sett á fót
á kjörtímabilinu.
„Þess vegna held ég að það sé til-
efni til að spyrja það: Er þessi ríkis-
stjórn hætt störfum eða eigum við
að bíða? Hún er greinilega ekki í
vinnunni því að alla vega bólar ekk-
ert á þeim málum sem hún boðaði
að kæmu fyrir þingið og enn eina
ferðina virðist ætla að verða raunin
að við fáum þessi mál seint.“ – aá
Þorsteinn lýsti eftir ríkisstjórninni
Þorsteinn spurði hvort ríkisstjórnin væri í vetrarfríi. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
2 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð