Fréttablaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 10
2 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
FÓTB O LTI Manchester United
kynnti í gær að nettó skuldir félags
ins hefðu farið úr 73,6 milljónum
punda í 391,3 milljónir á einum árs
fjórðungi. Sjónvarpstekjur drógust
saman um 39 milljónir punda og
heildartekjur félagsins drógust
saman um 19,3 prósent eða um 40,2
milljónir punda. Ársfjórðungurinn
sem um ræðir nær til 31. desember
og eru því kaupin á Bruno Fern
andes ekki inni í þessum tölum.
Manchesterliðið er í f immta
sæti deildarinnar sem hugsanlega,
mögulega, kannski ætti að gefa sæti
í Meistaradeildinni verði grann
arnir í Manchester City dæmdir í
sitt tveggja ára bann frá þeirri deild.
„Þrátt fyrir að vera orðað við um
111 leikmenn í janúar keyptum við
aðeins einn leikmann, Bruno Fern
andes, sem er mikilvægur þáttur
í því að bæta við liðið. Við viljum
reynslumikla og heimsklassa leik
menn til að blómstra við hliðina á
okkar uppöldu leikmönnum og við
munum taka sama skref í sumar,“
sagði Ed Woodward, framkvæmd
arstjóri félagsins.
Auglýsingatekjur halda þó áfram
að vaxa og jukust þær um sjö pró
sent og eru nú 70,6 milljónir. Þá
minnkaði launakostnaður um sjö
milljónir punda en liðið greiðir
um 71 milljón punda í laun. Er það
skortur á Meistaradeildarbónusum
en liðið spilar nú í Evrópudeildinni.
„Við ætlum okkur að enda vel í
deildinni, Evrópudeildinni og í FA
bikarnum nú þegar síðasti þriðj
ungur er hafinn. Grunnurinn er
til staðar til að ná árangri til lengri
tíma og við erum að vinna í áætlun
og fótboltahugmyndafræði okkar
með Ole,“ bætti Woodward við og
átti þar við knattspyrnustjórann
Ole Gunnar Solskjær. – bb
Nettóskuldir
Manchester
United jukust
Woodward er ekki ýkja vinsæll í
Manchester. MYND/GETTY
FÓTBOLTI Íslenska fyrirtækið OZ
hefur hannað sína útgáfu af VAR
kerfinu og vonast til að fá staðfest
ingu frá FIFA f ljótlega. Kostnaður
við kerfið er aðeins brotabrot af því
sem nú þekkist. Öll vinna við kerfið
fór fram hér á Íslandi.
Hjá OZ vinnur einn besti knatt
spyrnudómari landsins, Vilhjálmur
Alvar Þórarinsson, og hefur hann
unnið að gerð hins nýja kerfis sem
hefur verið í þróun í töluverðan
tíma og er sprottið af því að OZ
hefur verið að hanna framleiðslu
kerfi fyrir íþróttaviðburði með
lægri tilkostnaði. „Við erum að
nálgast þetta á nýjan máta.
Þetta verkefni sameinar námið,
áhugamálið, dómgæslu na og
íþróttaáhuga. Þetta er búið að vera
mjög skemmtilegt og spennandi
verkefni,“ segir Vilhjálmur.
KSÍ fékk kynningu á kerfinu
Samþykki FIFA kerfið frá OZ er
auðveldara fyrir Knattspyrnu
samband Íslands að taka upp VAR
hér á landi – sem og fyrir öll önnur
knattspyrnusambönd, stór sem
smá. Þóroddur Hjaltalín, formaður
dómaranefndar KSÍ, kynnti stjórn
KSÍ einmitt möguleika hins nýja
kerfis á síðasta fundi stjórnar. OZ
fer með nýja kerfið til Hollands í
næstu viku og vonast eftir sam
þykki FIFA. „Verði það samþykkt
getur hver sem er tekið þetta upp.
Við teljum okkur vera með lausn
sem er aðgengileg fyrir f lest knatt
spyrnusambönd, stór sem smá. Við
erum að þróa þetta þannig að það
þarf ekki jafn mikinn tilkostnað við
að koma þessu á laggirnar. Það er í
raun hægt að hafa VARmiðstöðina
hvar sem er. Í dag er þetta þannig á
Englandi að miðstöðin er í Stockley
Park. Þá hafa þeir ljósleiðara inn og
fá merki frá öllum völlum inn í þá
miðstöð.
Hin leiðin er að hafa þetta í bíl
fyrir utan völlinn, eins og verður
trúlega hér í umspilsleikjum. Við
erum í raun að fá merki frá mynda
vélunum en notum okkar sérþekk
ingu til að koma því til skila á skil
virkari máta sem hægt er að gera
yfir netið.“ Vilhjálmur hefur verið
í námi til að verða myndbands
dómari og segir að það nám hafi
hjálpað við að þróa kerfið.
„Við vitum hvað er gott og hvað
ekki. Þannig getum við gert okkar
búnað eins góðan og hægt er.
FIFA er með vinnustofu fyrir VAR í
Hollandi og þar verður kynnt hvern
ig fólk sér framtíðina varðandi VAR.“
benediktboas@frettabladid.is
OZ hefur hannað nýtt
og mun ódýrara VAR-kerfi
Stjórn KSÍ fékk kynningu frá dómaranefnd sambandsins á nýju VAR-kerfi sem er gert af OZ. Fyrirtækið
stefnir á að sýna kerfið í næstu viku í Hollandi og fá samþykki FIFA. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson milli-
ríkjadómari vinnur hjá OZ og vann að hönnun þess. Þar sameinaði hann menntun og áhugamál.
Stuðningsmenn á Englandi hafa ekki verið hrifnir af því hvernig VAR hefur verið notað í vetur. Þessir mótmæltu um helgina. MYND/GETTY
Vilhjálmur Alvar við skyldustörf úti í Evrópu. Hann er einn af bestu dómurum landsins. MYND/GETTY
Verði það sam-
þykkt getur hver
sem er tekið þetta upp. Við
teljum okkur vera með
lausn sem er aðgengileg fyrir
flest knattspyrnusambönd,
stór sem smá.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson
FÓTBOLTI Hinn eftirsótti Hörður
Ingi Gunnarsson, leikmaður ÍA, er
þessa dagana til reynslu hjá norska
úrvalsdeildarliðinu Start, sem
Jóhannes Þór Harðarson stýrir.
Hörður Ingi á 28 leiki í efstu deild.
Hann mun verða við æfingar hjá
Start næstu vikuna.
Hörður er uppalinn FHingur
og vilja Hafnfirðingar fá guttann
aftur í heimahagana en Skagamenn
vilja ekki selja. Hefur FH boðið gull
og græna skóga fyrir piltinn sem
umboðsmaður hans sagði að ætti
inni bónusgreiðslur frá Skaga
mönnum.
Cesare Marchetti, umboðsmað
ur Harðar, sagði frá samskiptum
sínum við Skagamenn og ástæðunni
fyrir að hann vildi fara aftur heim í
FH í útvarpsþættinum fótbolti.net á
Xinu á laugardag. Þar kom fram að
foreldrar hans hefðu reynt að miðla
málum sem og Hörður sjálfur en
ekkert gengið. – bb
Start fær Hörð
Inga á reynslu