Fréttablaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 9
Kjarninn er að samnýta þau gæði sem til eru og minnka óþörf umsvif, þar með talið notkun farartækja og vinnu- véla. Hrund Gunnsteins-d ó t t i r , f r a m -k v æ m d a s t j ó r i Festu, birti áhuga-ve r ð a a ð s e n d a grein á Vísi nýlega þar sem hún vitnaði meðal annars til þeirra orða Ellen MacArthur, sem stýrir hugveitu um hringrásar- hagkerfið. Þar segir meðal annars: „Úrgangur og mengun eru ekki slys, heldur afleiðingar ákvarðana okkar.“ Reykjavíkurborg óskaði í haust eftir tillögum frá íbúum og fyrir- tækjum um það hvernig borgin geti náð kolefnishlutleysi. Við hjá Sím- anum svöruðum kallinu og sendum inn tillögu til stýrihóps borgarinnar í loftslagsmálum. Síminn hefur frá upphafi verið þátttakandi í sam- starfsverkefni Reykjavíkurborgar og Festu, miðstöðvar um sam- félagsábyrgð fyrirtækja, um að ná mælanlegum árangri í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Í til- lögum sérfræðingahóps HR og HÍ til Reykjavíkurborgar kemur fram að orkuskipti ein og sér muni ekki duga til að ná markmiðum Parísar- samkomulagsins svokallaða í lofts- lagsmálum. Brynhildur Davíðsdóttir, pró- fessor í umhverfis- og auðlindafræði og stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, er einn höfunda til- lagnanna og bendir hún sérstaklega á þetta atriði. Óþarfa losun og rask Í Reykjavík hefur náðst sá góði árangur að nánast öll heimili og fyrirtæki eru tengd ljósleiðara. Stór hluti húsa á svæðinu er tengdur ljós- leiðara frá tveimur fyrirtækjum, Gagnaveitu Reykjavíkur (GR) og Mílu. Ljóst er að í þeim tilvikum liggja mikil verðmæti ónotuð í jörðu því vitað er að ein ljósleiðaraheimtaug dugar til háhraðaflutninga til og frá viðkomandi fasteign um fyrirsjáan- lega framtíð. Virku tækin nýta ljósleiðarann, en hann liggur ónýttur þar til hann er lýstur upp. Þessi búnaður þróast sífellt og nýtir þræðina fyrir sífellt meira gagnamagn. Eðlisfræðilega eru nær engin efri mörk á burðargetu ljósleiðarans sjálfs, virku tækin á hverjum tíma eru hinn takmarkandi þáttur. GR hefur tengt ljósleiðara að um það bil 30 þúsund f leiri heimilum á SV-horninu en Míla, sem er hluti af Símasamstæðunni. Tillaga Símans snýst um að Reykjavíkurborg opni fyrir leigu á svokölluðum svörtum ljósleiðara í eigu GR, en með því fyrirkomu- lagi er hægt að samnýta þessa grunninnviði. Þeir sem þess óska, greiða þá fyrir aðgang að lögn sem þegar er í jörðu, í stað þess að skurðgröfur verði ræstar og óþarfa skurðir verði grafnir í kílómetra- vís. Af leiðingin af slíku raski er sú ein, að annaðhvort liggur nýi ljós- leiðarinn ónotaður í jörð eða sá sem lá þar fyrir. Stórvirkar vinnuvélar Óþarfar framkvæmdir eru augljós- lega sóun á fjármagni, en eru einnig einstaklega óumhverfisvænar. Við gröftinn þarf meðal annars að fjar- lægja malbik, en við framleiðslu á nýju malbiki myndast losun upp á 39 kíló CO2 á hvert malbikstonn. Við bætast ótal ferðir f lutningabíla, förgun á gamla malbikinu, svif- ryk við framkvæmdirnar, óþarfar umferðartafir og fleira. Samnýting verndar umhverfið Orri Hauksson forstjóri Símans Tilgangur umstangsins er sá einn að tengja hús sem eru þegar tengd. Borgaryfirvöldum er reyndar vel kunnugt um áralangan áhuga Sím- ans á því að allir geti keypt aðgang að svörtum ljósleiðara af GR á við- skiptalegum forsendum. Slík viðskipti munu ekki aðeins færa borgarfyrirtækinu umtals- vert auknar tekjur heldur væri með þeim verið að sýna aukna ábyrgð gagnvart umhverfinu. Ákvörðun um að menga ekki Ef tillaga Símans kemst til fram- kvæmda dregur úr umhverfis- áhrifum og losun gróðurhúsaloft- tegunda. Kjarninn er að samnýta þau gæði sem til eru og minnka óþörf umsvif, þar með talið notkun farartækja og vinnuvéla. Með því að opna fyrir sam- nýtingu á f jarskiptainnviðum væri borgin að taka ákvörðun sem stuðlar að verulega minni mengun sem annars er óhjákvæmileg. Í þessu samhengi má benda á að yfir 100 fjarskiptafyrirtæki keppa um að veita virka þjónustu yfir svart ljósleiðaranet Stokab, gagnaveitu- fyrirtækisins sem er í eigu Stokk- hólmsborgar. Borgarfyrirtæki Stokkhólms hefur frá stofnun 1994 selt aðgang að svörtum ljósleiðara. Slík samnýt- ing er bæði skynsama og umhverfis- væna leiðin. Kringlan · Glerártorg · kunigund.is sérverslun með vandaðar gjafavörur vönduð matarstell í brúðargjöf Taktu daginn frá! Árlega brúðkaupskynningin okkar verður haldin 27. apríl.15% kaupauki til brúðhjóna sem stofna brúðargjafalista S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9M I Ð V I K U D A G U R 2 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.