Fréttablaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 32
Kórónaveiran skekur markaði Hlutabréf féllu í verði á mörkuðum um allan heim á mánudag vegna áhyggna fjárfesta af aukinni útbreiðslu COVID-19 kórónaveirunnar en nýsmitum og dauðsföllum af völdum veirunnar hefur fjölgað hratt utan Kína á síðustu dögum. Lækkanirnar hafa smitast hingað til lands en til marks um það hefur úrvalsvísitala Kauphallarinnar á Íslandi fallið um liðlega sex prósent á fyrstu tveimur dögum vikunnar. MYND/GETTY Tölvuleikir velta um 1.500 milljörðum króna ár hvert. Um 50 milljónir leikjatölva eru auk þess seldar en þrátt fyrir það sitja einungis þrír framleið- endur að því sem næst öllum mark- aðinum, Nintendo, Sony og Micro- soft. Eðlilega er næstu kynslóðar leikjatölva því beðið með mikilli eftirvæntingu, en von er á nýjum Xbox- og PlayStation-tölvum fyrir næstu jól. Fáir eru um hituna þó vinsældir leikjatölva virðist aldrei hafa verið jafn miklar og hagnaðarvonin sömuleiðis, en þannig hefur það raunar verið um langt árabil. Vin- sælir leikjatölvuframleiðendur gufa upp nær fyrirvaralaust þegar nýir ryðja sér til rúms og það virðist sjaldan pláss fyrir f leiri en tvo til þrjá í einu. En hvernig stendur á því að ítrekað sé fyrirtæki sem virtist hafa heiminn lagt að fótum sér nú aðeins að finna í minningunni? Einn þessara risa er Commodore. Jack Tramiel, stofnandi fyrirtækis- ins, var merkilegur maður sem vel er tímans virði að kynna sér. Hann setti fyrirtækið á fót í Bandaríkj- unum um miðjan sjötta áratuginn eftir að hafa f lust þangað í kjölfar nauðungarvistar í Auschwitz og síðar Ahlem í síðari heimsstyrjöld- inni. Hann hafði lært að gera við rit- vélar og þegar hann færði í sig inn á reiknivélamarkaðinn og síðar í borðtölvur var leikjatölvubransinn rétt að fæðast í þeirri mynd sem við þekkjum í dag og leikirnir að færast í auknum mæli úr spilasölum heim í stofu. Þó deila megi um hvort flagg- skip Tramiel, 8 bita dýrgripurinn Commodore 64 frá árinu 1982, skuli f lokkaður með leikjatölvum eða borðtölvum, seldist tölvan í stærra upplagi en nokkur önnur borðtölva sögunnar. Hagnaður af hverri seldri tölvu var takmarkaður í upphafi en jókst svo jafnt og þétt og ljóst er að tölvusala skilaði fyrirtækinu umtalsverðum hagnaði þegar best lét. En leikjatölvuiðnaðurinn er miskunnarlaus og það þarf raunar bara ein mistök til að ljósin séu kveikt og samkeppnisaðili mæti með kústinn og biðji okkur vinsam- legast um að yfirgefa partíið. Nin- tendo rétt lafði eftir útgáfu Game- Cube-tölvunnar. Sega lagði upp laupana í kjölfar Dreamcast, Jaguar og Lynx gerðu út af við Atari og svo fór að Commodore, þrátt fyrir C64 og hinar vinsælu Amiga-tölvur, gat ekki skilað hagnaði þegar komið var fram á tíunda áratuginn og varð gjaldþrota árið 1994, tólf árum eftir að hafa sett vinsælustu borðtölvu sögunnar á markað. Það er ekki þar með sagt að allt sé undir hjá Sony og Microsoft í haust, en það má þó gefa sögunni gaum við þetta tækifæri. Margt veltur á Xbox og PlayStation Björn Berg Gunnarsson deildarstjóri greiningar og fræðslu hjá Íslandsbanka Við upphaf árs reikn-uðu margir með því að heimsbúskapur-inn myndi spyrna við fótum samhliða því sem hægja myndi á bandaríska hagkerfinu, draga úr styrk bandaríska dollarsins og að langtímavextir tækju að hækka á ný. Annað hefur komið á daginn og spilar þar útbreiðsla COVID- 19 veirunnar stórt hlutverk, sem hefur nú tekið að breiða úr sér út fyrir fyrir utan Kína. Greinendur og stefnusmiðir höfðu margir von- ast eftir svokallaðri „V-laga“ (þ.e. snöggri) viðspyrnu í kjölfar þess að faraldurinn myndi ganga yfir en skuldabréfamarkaðir hafa verið ósannfærðir og langtímavextir lækkað verulega á nýju ári, einkum nú eftir að veiran kom til Evrópu. Áhrifin hafa verið sterkust á banda- ríska langtímavexti – fjármagn flýr í skjól dollarsins og í hæstu langtíma- vexti þróaðra ríkja. Með miklu fjár- magnsinnstreymi inn í Bandaríkin hefur dollarinn styrkst verulega á árinu og langtímavextir lækkað. Áhugavert er að 10 ára raunvextir í Bandaríkjunum hafa orðið nei- kvæðir á árinu og er þar seinasta jákvæða raunvaxtaskjól þróaðra ríkja fokið um koll, nema ef vera skyldi Ísland. Raunvaxtalækkunin í Bandaríkjunum og á Íslandi er reyndar næstum sú sama horft til seinustu tólf mánaða, eða um 1% í báðum tilvikum. Svikalognið sem varað var við í íslensku efnahagslífi síðla seinasta sumars náði að vara furðu lengi og gerðu flestar efnahagsspár ráð fyrir tímabundinni stöðnun áður en hlutirnir færu í gang á ný. Á vaxta- ákvörðunarfundi Seðlabankans í desember var bankinn furðulega brattur á horfurnar en óhætt er að segja að tjöldin hafi fallið við útgáfu Peningamála í byrjun febrúar þegar Seðlabankinn málaði mun svartari mynd en áður af horfum í hagkerf- inu. Með vaxandi útbreiðslu COVID- 19 vírussins er hætta á að höggið fyrir hagkerfið geti orðið mun þyngra í ljósi þess að áhrif á ferða- lög gætu orðið mikil, en ferða- þjónusta á Íslandi er efnahagslega mikilvægari hér en í f lestum öðrum ríkjum í heiminum. Í Frakklandi er óttast að heimsóknir ferðamanna hafi nú þegar dregist saman um 30-40%. Spurningin er ekki hvort heldur hversu mikil áhrifin verða á íslenska hagkerfið. Hvaðan kemur viðspyrnan? Oft hefur verið rætt um að aðgengi að fjármagni hjá innlendum lána- stofnunum sé lítið, vaxtaálögur hafi hækkað og vaxtalækkanir Seðlabankans því skilað sér minna en ella. Hækkun vaxtaálags til fyrirtækja snýst ekki einungis um útlánagetu banka og rekstrar- kostnað heldur ekki síður um mat á áhættu við ný útlán. Nýbirtar tölur um útlán til atvinnufyrirtækja í krónum sýna hreinan samdrátt bæði horft til þriggja og sex mán- aða, og sterkrar leitni niður á við, sem gefur ekki tilefni til bjartsýni. Það er líklegt að atburðir síðustu daga munu ýta enn frekar undir ofangreinda þróun, fjárfestingar- vilji verður minni og þar með eftir- spurn eftir lánsfé sem og útlánavilji bankanna til fyrirtækja í ljósi þess að lánveitendur telja meiri líkur á útlánatapi. Íslenskt hagkerfi hefur þó eitt tromp á hendi sem er umtalsvert hærra vaxtastig en í öllum öðrum þróuðum ríkjum á sama tíma og verðbólga og verðbólguvæntingar eru lágar. Þrátt fyrir hægfara veik- ingu krónunnar og kostnaðar- sama kjarasamninga, leita megin- undirliðir vísitölunnar niður á við og verðbólguþrýstingur er lítill – hækkun samræmdrar neyslu- verðsvísitölu er ein sú allra minnsta í Evrópu seinasta árið. Þótt opin- berir starfsmenn láti sér hins vegar fátt um finnast og undirbúi sitt eigið höfrungahlaup á vinnumarkaði, eru laun á almennum vinnumark- aði botnfrosin og ljóst að mörg fyrirtæki munu einfaldlega hætta rekstri, hækki laun frekar. Grunnvextir fyrirtækjalána og í hratt vaxandi mæli íbúðalána, fylgja vöxtum Seðlabankans að mestu og minnkandi vaxtamunur getur ýtt undir veikari krónu sem væri kærkomið fyrir útf lutnings- greinar sem eiga undir högg að sækja. Það kom því á óvart að lesa þá skoðun eins meðlims peninga- stefnunefndar Seðlabankans, að tímabundin aukning á súrefni inn í hagkerfið í formi frekari vaxta- lækkana væri til þess fallin að hamla ávöxtun lífeyrissjóðskerfis- ins og færa fjármuni milli kynslóða að ósekju. Þróun skammtímavaxta Seðlabankans hefur ekki úrslita- áhrif um þróun langtímavaxta, heldur ætti hraustleg örvun pen- ingastefnunnar á hagkerfinu nú að auka líkur á að vaxtastig geti risið á ný síðar, öllum til hagsældar. Tjaldið fellur   Agnar Tómas Möller forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpiter Skotsilfur Sýnir þor Það er ekki á hverjum degi sem stjórnmála- menn sýna kjark og þor á hann hátt sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttur nýsköp- unarráðherra sýndi í gær þegar hún kynnti áform sín um að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands og endurskipuleggja frá grunni opinberan stuðning við nýsköpun þannig að hann nýtist nýsköpun- arumhverfinu sem best. Það er kunnara en frá þurfi að segja að umhverfið hefur gjörbreyst á undanförnum árum og er því ekki nema eðlilegt að stofnanir breytist í takt við það. Ráðherrann á hrós skilið fyrir að átta sig á því og taka til hendinni. Ekki neytendur Markaðurinn tók vel í fjórðungs- uppgjör Símans, sem Orri Hauks- son forstjóri kynnti í síðustu viku, eins og sást á liðlega fjögurra pró- senta gengishækkun hlutabréfa í fjarskiptafélaginu á föstudag. Sala félagsins var meiri en greinendur gerðu ráð fyrir og var hún raunar það mikil að greinendur Lands- bankans sáu sérstaka ástæðu til þess að lýsa ánægju sinni með „að áframhaldandi merki eru um að verðþrýstingur sé á undanhaldi á einstaklingsmarkaði“. Enn ein áminningin um að hlutabréfa- greinendur eru ekki neytendur. Vildu ekki Gylfa Val félagsmála- ráðherra á nýjum ríkissáttasemjara kom sumum á óvart enda var almennt talið að valið hefði fyrst og fremst staðið á milli Gylfa Arn- björnssonar, fyrrverandi forseta Alþýðusambands Íslands, og Rann- veigar Sigurðardóttur varaseðla- bankastjóra en bæði hafa þau mikla reynslu af vinnumarkaðs- málum og tengsl við verkalýðs- hreyfinguna. Það hjálpaði Gylfa hins vegar ekki í skipunarferlinu, að sögn þeirra sem þekkja til mála, að forystusveit hans gamla félags hafi alls ekki viljað styðja hann í embættið, enda þarf ríkissátta- semjari að njóta trausts allra aðila vinnumarkaðarins. Þar andar köldu á milli. Íslenskt hagkerfi hefur eitt tromp á hendi sem er talsvert hærra vaxtastig en í öllum öðrum þróuðum ríkjum á sama tíma og verðbólga og verð- bólguvæntingar eru lágar 2 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R16 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.