Fréttablaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 6
Í stuttu máli þá eru
samúðarverkföll
lögleg
Viðar Þorsteinsson, framkvæmda-
stjóri Eflingar
1,7
milljónir króna voru Elínu
Sigfúsdóttur dæmdar í
bætur auk málskostnaðar.
Sigurjón Árnason og Elín Sigfúsdóttir sjást hér í héraðsdómi Reykjavíkur í september 2014. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
DÓMSMÁL Sjö Íslendingar bíða
niðurstöðu Mannréttindadóm-
stóls Evrópu (MDE) í sex málum um
sambærileg umkvörtunarefni sem
leidd voru til lykta í máli Sigríðar
Elínar Sigfúsdóttur í gær. Málin sex
varða alls sex dómara við Hæsta-
rétt og sakfellingar fyrir markaðs-
misnotkun í öllum þremur föllnu
bönkunum.
Í dómi MDE er talið að aðeins
hlutafjáreign Viðars Más Matthí-
assonar hafi gefið tilefni til að meta
hæfi hans sérstaklega og hlutleysi
dómsins því ekki verið hafið yfir
allan vafa.
Í kæru Elínar var einnig vísað til
hlutafjáreignar Eiríks Tómassonar
og Markúsar Sigurbjörnssonar
en MDE taldi hlutafjáreign Eiríks
Tómassonar í Landsbankanum
ekki nægilega til að tap hans á falli
bankans væri það mikið að það
drægi í efa hæfi hans til að dæma í
máli hennar. Þá hafi Markús Sigur-
björnsson átt hlutafé í Glitni en ekki
Landsbankanum fyrir hrun og hæfi
hans í máli Elínar verði því ekki
dregið í efa.
Var niðurstaða MDE að með vafa
um hæfi Viðars Más hafi hlutleysi
dómsins ekki verið hafið yfir vafa.
Því sé um brot á 1. mgr. 6. gr. Mann-
réttindasáttmálans að ræða.
Af niðurstöðu MDE má draga
nokkrar ályktanir um þau mál sem
bíða enn niðurstöðu í Strassborg.
Í fyrsta lagi að dómarar verði ekki
taldir vanhæfir í málum sem vörð-
uðu aðra banka en þá sem þeir áttu
fjárhagslega hagsmuni í og í öðru
lagi að þeir hagsmunir hafi þurft
að vera umtalsverðir og meiri en
sem nemur tapi Eiríks Tómassonar
á falli Landsbankans, sem nam
rúmum 1,7 milljónum króna.
Ekki er ljóst hvort og hve mikil
áhrif það hafði fyrir niðurstöðu
MDE að Elín hafði verið sýknuð í
héraði en Hæstiréttur sneri dómi
héraðsdóms við og sakfelldi hana.
Um slíkan viðsnúning var að ræða í
fjórum af þeim sex málum sem bíða
dóms í Strassborg.
Þrjú Landsbankamál
Beðið er niðurstöðu MDE í þremur
Landsbankamálum, þeirra Stein-
þórs Gunnarssonar, Sindra Sveins-
sonar og Sigurjóns Árnasonar. Þeir
voru sýknaðir í heild eða hluta í hér-
aði en allir sakfelldir fyrir markaðs-
misnotkun í Hæstarétti. Mál þeirra
varðar hlutafjáreign Eiríks Tómas-
sonar, Viðars Más Matthíassonar og
einnig Markúsar Sigurbjörnssonar
í máli Sigurjóns Árnasonar. Málin
stafa af sama sakamáli og Elín var
dæmd í og varða sömu dómara.
Líkur eru því á svipaðri niðurstöðu.
Ólafur ekki líklegur
Aðeins eitt mál tengt Kaupþingi
hefur fengið meðferðarhæfi hjá
MDE vegna hlutafjáreignar dómara;
mál Ólafs Ólafssonar. Hann var sak-
felldur fyrir markaðsmisnotkun
í Hæstarétti 12. febrúar 2015 og í
kæru sinni vísar hann til hlutafjár-
eignar dómaranna Markúsar Sigur-
björnssonar og Árna Kolbeinssonar.
Hvorugur þeirra átti hins vegar
hlutafé í Kaupþingi svo vitað sé.
Tap þeirra á falli hinna bankanna
verður því varla talið hafa áhrif á
hæfi þeirra til að dæma mál Glitnis-
manna, samanber niðurstöðu í máli
Elínar.
Eini dómarinn sem átti hluti í
Kaupþingi var Gréta Baldursdóttir
og hún dæmdi ekki mál Ólafs.
Stórt tap Markúsar
Tvö mál fyrrverandi starfsmanna
Glitnis bíða niðurstöðu MDE.
Jóhannes Baldursson var sakfelldur
bæði í héraði og Hæstarétti fyrir
markaðsmisnotkun í Glitni. Mál
hans varðar hlutafjáreign Markúsar
Sigurbjörnssonar og Ólafs Barkar
Þorvaldssonar. Hlutafjáreign Ólafs
Barkar í Glitni var einnig umtals-
verð. Verðmæti bréfa hans nam
tæpum 15 milljónum á árinu 2007
en hann seldi þau í desember það ár
og fjárfesti í Sjóði 9, hlutabréfasjóði
Glitnis. Hann mun hafa leyst það út
á vormánuðum 2008. Markús átti
umtalsvert fé í sjóðum Glitnis en í
dómi MDE kemur fram að tap hans
hafi numið tæpum átta milljónum
króna, sem er litlu minna en tap
Viðars Más á falli Landsbankans.
Birkir Kristinsson, þáverandi
starfsmaður Glitnis og eigandi
félagsins BK-44 ehf., var sakfelldur
bæði í héraði og Hæstarétti fyrir
umboðssvik og markaðsmisnotk-
un. Mál hans er mjög sambærilegt
máli Jóhannesar og varðar bæði
hlutafjáreign Markúsar og Ólafs
Barkar. Hann vísar hins vegar einn-
ig til hlutafjáreignar Grétu Baldurs-
dóttur í sinni kæru til MDE. Gréta
Baldursdóttir átti hlutafé í Kaup-
þingi og Landsbankanum en ekki
í Glitni. Hennar tap við fall bank-
anna verður varla talið hafa áhrif á
hæfi til að dæma mál Glitnismanna,
samanber niðurstöðu í máli Elínar.
Óvíst um tap Ólafs Barkar
Karl Wernersson, hluthaf i og
stjórnarmaður í Milestone, var
sýknaður í héraði en sakfelldur í
Hæstarétti fyrir umboðssvik. Málið
varðaði stóra lánveitingu Glitnis til
Milestone á fyrri hluta árs 2008. Í
kæru sinni vísar hann til hlutafjár-
eignar Grétu Baldursdóttur, Ólafs
Barkar Þorvaldssonar og Viðars
Más Matthíassonar. Hlutafjáreign
Ólafs Barkar í Glitni var umtalsverð
í aðdraganda hrunsins en hvorki
Gréta né Viðar Már áttu hlut í Glitni
í aðdraganda hrunsins. Ætla má að
niðurstaða málsins ráðist af því
hvort hlutafjáreign Ólafs Barkar í
Glitni hafi verið nægileg til að draga
hæfi hans til að dæma mál um fall
Glitnis í efa og hvort slíkt vanhæfi
eigi einnig við um stjórnanda Mile-
stone.
adalheidur@frettabladid.is
Dómurinn í Strassborg gefur
tóninn fyrir sex mál sem bíða
Mannréttindadómstóll
Evrópu komst að þeirri
niðurstöðu að hlutleysi
Viðars Más Matthíassonar
hæstaréttardómara í máli
Elínar Sigfúsdóttir væri ekki
hafið yfir allan vafa vegna
hlutafjáreignar hans í
Landsbankanum fyrir hrun.
Bítillinn George Harrison.
BRETLAND Borgarstjórnin í Liver-
pool og bú George Harrison til-
kynntu í gær að skóglendi í borgar-
landinu yrði tileinkað minningu
Bítilsins sem lést árið 2001. Hann
hefði orðið 77 ára í gær.
Um verður að ræða sérstakan
skógargöngustíg á 12 ekra svæði
nærri fæðingar- og uppvaxtarstað
Harrisons. „Svæðið verður mótað
þannig að það verði aðgengilegt og
sameina skrúðgarð og skóglendi
með listaverkum sem sækja munu
innblástur í líf og texta George,“
segir á Facebook-síðu Bítlanna.
Ekkja Harrisons, Olivia Harr-
ison, lætur hafa eftir sér að hann
hafi verið áhugasamur garðyrkju-
maður. „Ég held ekki að það sé til
önnur betri leið til að heiðra minn-
ingu hans í Liverpool en með garði
sem getur orðið staður rósemi og
hugleiðingar fyrir alla.“ – gar
Bítill fær skóg
í afmælisgjöf
Niðurstaðan í máli Elín-
ar Sigfúsdóttur hjá MDE
bendir til þess að öll
þrjú Landsbankamálin
sem bíða dóms fari á
sama veg. Áfellisdómur
gæti fallið í Glitnismál-
um vegna taps Mark-
úsar Sigurbjörnssonar.
Ekki góð fyrirheit fyrir
mál Ólafs Ólafssonar.
Gréta Baldursdóttir er
dómarinn sem átti hlut í
Kaupþingi. Hún dæmdi
ekki hans mál.
EGYPTALAND Hosni Mubarak, fyrr-
verandi forseti Egyptalands, lést í
gær en hann var 91 árs. Hann hafði
verið á gjörgæslu um nokkurra
vikna skeið eftir læknisaðgerð.
Mubarak, sem var yfirmaður í
egypska f lughernum, varð vara-
forseti landsins árið 1975 og forseti
í október 1981. Því embætti gegndi
hann í tæp 20 ár en honum var
steypt af stóli í febrúar 2011 eftir
mikil mótmæli í landinu sem voru
hluti af arabíska vorinu.
Fljótlega eftir að Mubarak var
hrakinn úr embætti var hann hand-
tekinn og eyddi hann nokkrum
árum í fangelsi og á hersjúkra-
húsum. Hann var dæmdur í lífs-
tíðarfangelsi fyrir að bera ábyrgð á
dauða 239 mótmælenda í mótmæl-
unum árið 2011. Þeim dómi var hins
vegar snúið við 2017.
Þriggja daga þjóðarsorg var lýst
yfir í Egyptalandi en Mubarak, sem
öðlaðist frægð í stríðinu við Ísrael
1973, verður jarðsettur með hern-
aðarviðhöfn. – sar
Mubarak látinn
Hosni Mubarrak. MYND/GETTY
KJARAMÁL Sam tök at vinnu lífsins
(SA) mót mæla til lögu Ef lingar
um sam úðar verk fall starfs manna
einka rekinna skóla. Ef ling boðaði
til at kvæða greiðslu um málið
síðast liðinn föstu dag og hófst hún
á há degi í gær. Í bréfi SA til Eflingar
kemur fram að samtökin telji
boðun verk fallsins, sem er ætlað að
styðja við verk fall Eflingar gagn vart
Reykja víkur borg, vera ó lög mæta.
„Að mati SA verður sam úðar-
verk fall ekki lög lega boðað ef það
hefur á hrif á skipan kjara mála
hjá þeim aðila sem sam úðar verk-
fallið beinist að,“ segir í bréfi SA
til Ef lingar og er vitnað til dóms
Fé lags dóms þar sem kemur fram
að skil yrði sam úðar verk falls sé
að því sé ekki ætlað að hafa á hrif
á samnings bundna skipan mála
milli þess aðila sem að verk fallinu
stendur og hins sem það verður að
þola.
SA telja að með sam úðar verk falli
séu starfs menn orðnir beinir þátt-
tak endur með það að mark miði
að bæta eigin kjör. „Komi til þess
að sam úðar verk fall verði boðað
munu Sam tök at vinnu lífsins, f.h.
SSSK [Sam tök sjálf stæðra skóla],
höfða mál fyrir Fé lags dómi til að fá
verk falls boðun hnekkt,“ segir að
lokum í bréfinu.
„Það er gömul saga og ný að það
sé látið reyna á málin fyrir Fé lags-
dómi og það er bara eðli legur hluti
af þessu. Við erum vel undir það
búin,“ segir Viðar Þor steins son,
fram kvæmda stjóri Ef lingar, en
hann segir mót mæli SA ekki hafa
komið þeim á ó vart. „Við gerðum í
rauninni ráð fyrir því.“
Ef verk falls boðunin verður sam-
þykkt er gert ráð fyrir að verk föllin
komi til með að hefjast 9. mars
næst komandi og ná til allt að 500
manns en at kvæða greiðslu lýkur á
laugar daginn.
„Í stuttu máli þá eru sam úðar-
verk föll lög leg og mörg for dæmi
fyrir því og við höfum ekki trú
á öðru en að Fé lags dómur muni
stað festa það, eins og hann hefur
áður gert,“ segir Viðar og bætir við
að hann hafi fundið fyrir miklum
stuðningi.
Ríkis sátta semjari hefur boðað
til fundar milli samninga nefndar
Reykja víkur borgar og Ef lingar
klukkan 13 í dag. Efnt hefur verið til
bar áttu- og stuðnings fundar í Iðnó
og eru fé lagar í Ef lingu, for eldrar
leik skóla barna og aðrir stuðnings-
menn hvattir til að mæta. – fbl
Telur að Félagsdómur muni dæma Eflingu í hag
2 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð