Fréttablaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 18
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
tfh@frettabladid.is
Fy r r vera nd i forst jór i og einn af stofnendum tískuvöruvefsíðunnar Moda Operandi, Áslaug Mag núsdóttir, hef ur komið á fót kvenfata-
línunni Kötlu sem hefur sjálf bærni
að leiðarljósi. Íslenski fjárfestinga-
sjóðurinn Crowberry Capital leiddi
fyrstu fjármögnunarumferðina.
„Hugmyndin á bak við Kötlu
grundvallast á því að byggja upp
merki sem hefur eins jákvæð áhrif
og hægt er á umhverfi, fólk og dýr.
Þrátt fyrir að fjölmargar konur láti
sig þessi mál varða hefur tísku-
heimurinn ekki boðið upp á marga
valkosti,“ segir Áslaug í samtali við
Markaðinn.
Áslaug hefur unnið í tískubrans-
anum í meira en fimmtán ár og
2010 stofnaði hún Moda Operandi
sem sérhæfir sig í netsölu á hönnun
frægustu tískuhönnuða heims.
Áslaug var jafnframt forstjóri fyrir-
tækisins fram til 2013 en þá hætti
hún afskiptum af rekstrinum.
Moda Operandi hefur vaxið ört
frá stofnun og í hlutafjáraukningu
félagsins árið 2017 var fyrirtækið
verðmetið á 650 milljónir Banda-
ríkjadala, jafnvirði um 84 milljarða
króna. Ætla má að verðmiðinn hafi
hækkað töluvert síðan þá en Moda
gekk frá 100 milljóna dollara hluta-
fjáraukningu fyrir um mánuði.
Netverslun Kötlu fór í loftið í
lok janúar eftir að gengið hafði
verið frá fjármögnun. Áslaug segir
að markaðssetning fyrirtækisins
muni meðal annars snúast um að
halda viðburði með konum þar
sem hönnunin er sýnd og rætt er um
sjálf bærni í tískubransanum.
„Það eru margir sem gera sér ekki
grein fyrir því hversu mikil áhrif
tískubransinn hefur á umhverfið.
Þetta er annar mest vatnsmengandi
iðnaður heims og hann er sekur um
tíu prósent af heildarlosun kolefnis.
Síðan eru mörg vandamál sem til
dæmis tengjast vinnuaðstæðum
fólks í framleiðslunni,“ segir Áslaug.
Katla gerir skýrar kröfur um
velferð dýra og verkafólks í fram-
leiðsluferlinu. Ekki er notast við
leður, feld eða silki. Lögð er áhersla
á umhverfisvæn og lífræn fataefni,
og gerviefnin sem notuð eru hafa
verið endurunnin. Þannig selur
Katla leikfimisbuxur sem eru búin
til úr fiskinetum úr sjó.
„Við erum síðan með sérstaka
endurvinnslustefnu sem snýst um
að þegar þú hættir að nota f líkina
geturðu skilað henni til okkar, við
greiðum sendingarkostnaðinn og
þú færð afslátt af næstu kaupum
sem samsvarar 20 prósentum af
verðinu sem þú borgaðir fyrir
f líkina sem þú endursendir. Flíkin
er síðan annaðhvort endurseld
eða endurunnin eftir því hvernig
ástandi hún er í,“ segir Áslaug. Þá
er hver einasta f lík með einstakt
númer sem hægt að að slá inn á síð-
una til að fá upplýsingar um fram-
leiðanda, efnið og vottanir.
„Með því viljum við varpa ljósi á
þá framleiðendur sem eru að gera
jákvæða hluti út frá umhverfissjón-
armiðum,“ segir Áslaug og bætir við
að sjálf bærni snúist einnig um að
lágmarka offramleiðslu og sóun.
„Eitt af vandamálunum sem ein-
kennir tískubransann er að það er
mun meiri framleiðsla en eftirspurn
sem má rekja til þess hvernig föt eru
seld. Verslanir eiga það til að panta
of mikið af fötum frá fatamerkjum
sem aftur eiga það til að framleiða of
mikið af fötum,“ segir Áslaug.
„Við vildum komast hjá þessu
með því að vera með það sem
kallast á ensku on-demand manu-
facturing sem þýðir að við látum
framleiða fötin í takt við pantanir.
Við getum beðið eftir að viðskipta-
vinurinn panti og þá fyrst látið
framleiða vöruna sem tekur ekki
nema tvo til þrjá daga.“
Ætluðu aldrei í fatabransann
Fjárfestingasjóðurinn Crowberry
Capital, sem hefur verið starfandi
frá 2017, leiddi fyrstu fjármögnun-
ar umferðina. Ásamt íslenska
sjóðnum eru nokkrir bandarískir
fjárfestar, þar á meðal Craig Cogut,
stofnandi og forstjóri sjóðastýr-
ingarfyrirtækisins Pegasus Capital
Advisors, sem er með einn og hálfan
milljarð Bandaríkjadala í stýringu.
Helga Valfells, einn af stofn-
endum Crowberry Capital, segir
að gengið hafi verið frá fjárfestingu
í Kötlu rétt fyrir áramót.
„Við ætluðum aldrei að fjárfesta
í fatabransanum vegna þess að
hann er mjög erfiður og það hefur
farið illa fyrir mörgum íslenskum
fyrirtækjum og fjárfestum á þessu
sviði. En það var þrennt sem kveikti
áhuga okkar á að fjárfesta í Kötlu.
Í fyrsta lagi hrifumst við af þessari
umhverfisvænu nálgun sem breytir
virðiskeðjunni í fatabransanum,“
segir Helga.
„Í öðru lagi eru framleiðsluað-
ferðirnar þannig að fyrirtækið þarf
ekki að vera með lager. Það getur
verið erfitt að stjórna og fjármagna
stóran lager. Og í þriðja lagi er
Áslaug einn af þeim íslensku frum-
kvöðlum sem hafa náð hvað lengst
á alþjóðlegum vettvangi. Hún hefur
gríðarlega reynslu af því að sameina
tækni og tísku,“ bætir hún við.
Áslaug fer af stað með nýja fatalínu
Áslaug Magnúsdóttir, stofnandi Moda Operandi, hefur komið á fót kvenfatalínunni Kötlu. Áhersla lögð á sjálfbærni og velferð á öllum
stigum virðiskeðjunnar. Sjóðurinn Crowberry Capital leiddi fyrstu fjármögnunarumferð. Moda metið á meira en 84 milljarða króna.
Félag í eigu Þórhalls Arnar Hin-rikssonar, stjórnarformanns ALM verðbréfa, sem hefur á
síðustu árum reynt að kaupa eignir
Dalabyggðar á Laugum í Sælingsdal,
hefur höfðað mál á hendur sveitar-
félaginu til heimtu skaðabóta. Málið
verður tekið fyrir í Héraðsdómi
Vesturlands í næsta mánuði.
Málshöfðun félagsins, Arnarlóns,
byggir á því að það hafi orðið fyrir
tjóni vegna meintra vanefnda og
riftunar af hálfu Dalabyggðar á sam-
þykktu tilboði félagsins í viðkom-
andi eignir, eftir því sem heimildir
Markaðarins herma.
Sveitarstjórn Dalabyggðar sam-
þykkti í lok árs 2017 tilboð Arnar-
lóns í eignirnar upp á samanlagt
460 milljónir króna en hugmyndir
félagsins gengu meðal annars út á að
efla rekstur hótels á svæðinu.
Illa gekk hins vegar að ljúka við-
skiptunum og fór það svo að sveitar-
stjórnin sleit viðræðum við Arnarlón
í apríl árið 2018 en hún sætti sig ekki
við hvernig hluta fjármögnunar
kaupanna væri háttað. Salan olli líka
ólgu innan sveitarfélagsins en sem
dæmi skrifuðu yfir tvö hundruð íbúar
undir ályktun þar sem seljenda láni til
félagsins var mótmælt.
Tilraunir Arnarlóns til að miðla
málum, svo sem með breyttu tilboði,
báru ekki árangur og voru eignirnar
aftur settar á sölu upp úr miðju ári
2018. Eru þær enn óseldar.
Í fyrra krafðist lögmaður Arnar-
lóns þess að Dalabyggð greiddi félag-
inu um 13,6 milljóna króna skaða-
bætur, auk virðisaukaskatts, vegna
beins tjóns sem félagið taldi að leitt
hefði af meintum vanefndum sveit-
arfélagsins. Var þeirri kröfu hafnað
af sveitarstjórninni. – kij
Krefur Dalabyggð um skaðabætur
Arctic Adventures, stærsta f e r ð aþjónu s t u f y r i r t æ k i landsins á sviði afþreyingar,
hefur keypt hluti sex hluthafa í
Raufarhóli, félagi sem býður upp á
skipulagðar ferðir um Raufarhóls-
helli í Leitarhrauni í Ölfusi. Í kjölfar
kaupanna fer ferðaþjónustufyrir-
tækið með ríflega 90 prósenta hlut
í Raufarhóli.
Arctic Adventures festi sem kunn-
ugt er kaup á hlutum framtakssjóðs-
ins Icelandic Tourism Fund, sem er
í rekstri Landsbréfa, í fimm ferða-
þjónustufyrirtækjum í lok síðasta
árs og þar á meðal 37 prósenta hlut
sjóðsins í Raufarhóli.
Í kjölfarið bætti ferðaþjónustu-
risinn við sig 54 prósenta hlut í
Raufarhóli með því að kaupa út sex
hluthafa í félaginu. Samkeppniseftir-
litið lagði blessun sína yfir kaupin í
liðinni viku en á meðal seljenda eru
viðskiptafélagarnir Skúli Gunnar
Sigfússon, sem er oftast kenndur
við Subway, og Guðmundur Hjalta-
son og Hallgrímur Kristinsson en
sá síðastnefndi hefur starfað sem
framkvæmdastjóri Raufarhóls.
Allir hluthafar Raufarhóls seldu
Arctic Adventures hlut sinn að
undanskildum Kynnisferðum en
rútufyrirtækið fer áfram með 9,6
prósenta hlut í félaginu.
Fram kemur í ákvörðun Sam-
keppniseftirlitsins að gestir Raufar-
hólshellis hafi verið um það bil 60
þúsund á síðasta ári. Raufarhóll
hagnaðist um 43 milljónir árið 2018
og námu rekstrartekjur félagsins
nærri 270 milljónum á árinu. – kij
Kaupir út minni hluthafa
60
þúsund manns heimsóttu
Raufarhólshelli á síðasta ári.
Byggir lúxushótel nálægt Höfn
Áslaug er ein af þeim sem
stendur að baki fimm milljarða
króna uppbyggingu á lúxushóteli
á Svínhólum í Lónssveit sem er í
um 20 mínútna akstursfjarlægð
frá Höfn í Hornafirði. Þetta er
fyrsta fjárfestingarverkefni Ás-
laugar á Íslandi en á meðal ann-
arra fjárfesta sem koma að verk-
efninu eru Sean Parker, stofnandi
skráadeilingarforritsins Napster
og fyrrverandi stjórnarformaður
Facebook, og eiginkona hans
Alexandra Lenas. Hótelkeðjan Six
Senses Resorts Spas mun sjá um
rekstur lúxushótelsins.
Um er að ræða umfangsmikla
framkvæmd sem nær yfir 20
þúsund fermetra. Byggð verða
70 herbergi sem ýmist verða í
aðalbyggingu eða sérstökum
smáhýsum og gert er ráð fyrir
að hótelið geti hýst 203 gesti.
Til viðbótar verða byggð 20
einbýlishús sem verða seld en
eigendur geta fengið hótelið til
að leigja húsin út á meðan þau
eru ekki í notkun. Þá er áformuð
1.500 fermetra heilsulind með
gufuböðum og heitum og
köldum pottum.
Áslaug hefur unnið í tískubransanum í meira en fimmtán ár og átt góðu gengi að fagna. LJÓSMYND/KATLA
Það eru margir sem
gera sér ekki grein
fyrir því hversu mikil áhrif
tískubransinn hefur á
umhverfið.
Áslaug Magnúsdóttir,
stofnandi Kötlu
Hótel á vegum Hótels Eddu hefur verið rekið á Laugum. FRÉTTABLAÐIÐ/GAR
2 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN