Fréttablaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 36
20.02.2020 MARKAÐURINN Instagram@frettabladid Facebookfacebook.com/Frettabladid Miðvikudagur 26. febrúar 2020FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | Þorsteinn Friðrik Halldórsson SKOÐUN Ríkisstjórnin hefur haft eitt og hálft ár til að búa sig undir og bregðast við gjaldþroti WOW air. Haustið 2018 varð öllum ljóst að flugfélag sem stóð undir miklum straumi ferðamanna til landsins og fjölda starfa væri í verulegum fjárhagserfiðleikum. Nú, þegar ellefu mánuðir er liðnir frá falli WOW air, bíður atvinnu- lífið enn eftir aðgerðum sem sporna við frekari niðursveiflu svo nokkru muni. Atvinnuleysi þokast upp á við, óvissa er um loðnuveiðar, ferða- þjónustan glímir við samdrátt í eftirspurn, og róttækir verkalýðs- foringjar vilja setja lífskjarasamn- inginn í uppnám. Kórónaveiran veldur sívaxandi áhyggjum. Allt leggst þetta á eitt, á sama tíma og séríslenskt regluverk heftir útlána- getu bankanna. Staðan er vægast sagt viðkvæm. Versnandi horfur og lækkandi vextir hafa skapað kjöraðstæður fyrir stjórnvöld til að ráðast í innviðafjárfestingar sem örva hag- kerfið. Að því sögðu er vert að hafa tvennt í huga. Annars vegar mikil- vægi þess að innviðafjárfestingar sem ráðist verður í séu skynsam- legar og arðbærar. Hins vegar það að tímasetningar skipta öllu máli. Spurningin er hvenær hægt verður að hrinda verkefnum í framkvæmd og hvernig tímasetn- ingar munu ríma við hagsveifluna. Það er hætta á því að svifasein stjórnvöld geri illt verra með því að ráðast í fjárfestingar of seint þannig að áhrifin verði ekki þau að mýkja niðursveiflu heldur að ýkja næstu uppsveiflu. Lilja Alfreðsdóttir kallaði eftir átaki í uppbyggingu innviða í síð- ustu viku og það er kannski lýsandi fyrir kæruleysi annarra ráðherra að mennta- og menningarmálaráð- herra hafi fundið sig knúinn til að setja málið á dagskrá. Þegar Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var í kjölfarið innt eftir svörum sagðist hún hafa talað fyrir slíku átaki og vísaði til þess að á næstu vikum yrðu kynntar tillögur sem byggja á niðurstöðum átakshóps. Undarleg ummæli í ljósi þess að hópurinn tók til starfa í desember eftir ofsaveðrið sem hafði þá nýlega gengið yfir. Hópurinn var skipaður meira en átta mánuðum eftir fall WOW air, tillögurnar eiga að miða að öryggi innviða en ekki skil- virkri hagstjórn, og ólíklegt er að þær feli í sér nógu viðamiklar fjár- festingar. Og kannski er ekki síður undarlegt að síðustu tveir pistlar forsætisráðherra, sem birtust í víðlesnasta blaði landsins á meðan óveðurskýin hrönnuðust upp, hafi fjallað um kynferðislega friðhelgi og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í jafnréttismálum. Vonir um að ríkisstjórnin taki afgerandi og tímanlegar ákvarðan- ir til að koma til móts við atvinnu- lífið fara þverrandi. Hrópandi kæruleysi Hluthafar FoodCo og Gleðipinna eiga sameinað félag, sem tók nýverið til starfa í kjölfar samþykkis Sam- keppniseftirlitsins, til helminga. Eftirlitið lagði blessun sína yfir samein- ingu FoodCo og Gleðipinna en sameinað félag verður rekið undir nafni Gleðipinna. Veitingastaðirnir sem tilheyra sameinuðu félagi eru Hamborgarafabrikkan, Saffran, Keiluhöllin, Shake&Pizza, American Style, Blackbox, Roadhouse, Eldsmiðjan, Aktu Taktu, Pítan og Kaffivagninn. Eigendur FoodCo fara með helming hluta- fjár í sameinuðu félagi, samkvæmt upplýs- ingum Markaðarins, en feðgarnir Jóhann Örn Þórarinsson og Þórarinn Ragnarsson með 21,25 prósenta hlut hvor og Bjarni Stefán Gunnarsson heldur á 7,5 prósenta hlut. Þá á félag Guðmundar Auðunssonar og Guð- ríðar Maríu Jóhannesdóttur 28,35 prósenta hlut og er stærsti einstaki hluthafi þess og Jóhannes Ásbjörnsson fer með 21,65 prósent. Hjá sameinuðu félagi starfa um sjö hundruð manns á alls 26 veitingastöðum. – kij Eiga sameinað félag Gleðipinna til helminga Jóhannes Ásbjörnsson, einn eigenda Gleðipinna. PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar, endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn. Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar 2019 Jafnlaunavottun Sanngjörn laun fyrir jafn- verðmæt störf PwC býður upp á heildstæða þjónustu í launamálum og jafnlaunavottun. Við búum yfir áralangri reynslu og lausnum sem virka. Ég tel að við séum í dauðafæri til að koma með meiri innspýt- ingu, flýta framkvæmd- um sem eru tilbúnar og við eigum að nýta kjöraðstæður á markaði. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menn- ingarmálaráðherra

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.