Fréttablaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 8
Frá degi til dags
Halldór
Það ríkir
gríðarlegt
ósætti og
kjarasamn-
inga þarf að
taka til
gagngerrar
endurskoð-
unar, ekki
síst með tilliti
til ófaglærðra
sem nú
berjast fyrir
sanngjörnum
kjörum.
Hver vegferð
hefst með
einu skrefi.
Sunna Karen
Sigurþórsdóttir
sunna@frettabladid.is
Faxafeni 11 • Sími 534 0534
Finndu okkur á
Gleðilegan öskudag!
Tökum vel á móti syngjandi börnum í dag
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is,
Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Kristjón Kormákur Guðjónsson kristjon@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í
gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Heiftarleg verkfallshrina hefur gengið yfir landið undanfarin misseri. Síðasta ár var ár kjaraviðræðna en öldurnar tók að lægja um skamma stund þegar svokallaður Lífskjara-samningur var undirritaður. Lífs-
kjarasamningurinn var sagður marka tímamót á
almennum vinnumarkaði en hann snerist í grund-
vallaratriðum um hækkun lægstu launa.
Árið 2020 byrjaði sannarlega af krafti. Aukin
harka færðist í kjarabaráttuna og hátt í tvö þúsund
starfsmenn borgarinnar hafa lagt niður störf. Fáir
borgarbúar hafa farið varhluta af verkfallinu enda
hefur það mest áhrif á viðkvæmasta og mikil-
vægasta hóp samfélagsins; börn. Hjúkrunarheimili
hafa sömuleiðis farið á hliðina þar sem þjónusta við
aldraða og fatlaða hefur verið skert og sorphirða er
í ólestri vegna vinnustöðvunar sorphirðumanna.
Óhjákvæmilega hafa verkföllin haft áhrif á atvinnu-
lífið og munu áfram gera, því hátt í sextán þúsund
manns til viðbótar hafa samþykkt verkfall í næsta
mánuði, svo dæmi séu tekin.
Það er ljóst að staðan er grafalvarleg, hvaða hlið
sem á er litið. Þrátt fyrir það virðist verkalýðshreyf-
ingin ætla að ganga eins langt og hægt er við að leggja
samfélagið á hliðina og nýjasta útspil hennar var að
ögra viðsemjendum sínum með því að boða til svo-
kallaðra samúðarverkfalla hjá fimm sveitarfélögum
sem þegar hafa náð samningum við sína starfsmenn.
Það er hins vegar látið hjá líða að upplýsa um þær
kjaraskerðingar sem starfsfólk í samúðarverkfalli
tekur á sig meðan á slíku verkfalli stendur, á borð
við skerta veikindadaga, sumarfrísdaga og lífeyris-
greiðslur.
Sú alvarlega staða sem nú er uppi er snúnari en
krónutöluhækkanir. Það ríkir gríðarlegt ósætti og
kjarasamninga þarf að taka til gagngerrar endur-
skoðunar, ekki síst með tilliti til ófaglærðra sem nú
berjast fyrir sanngjörnum kjörum. Engin sanngirni
er fólgin í því að launum starfsmanns með tíu ára
reynslu að baki sé haldið niðri með þeim rökum
að sá hinn sami hafi ekki fetað menntaveginn.
Slík ákvæði hefði átt að setja um leið og stjórnvöld
ákváðu að breyta menntakerfinu þannig að 25 ára og
eldri var gert nær ómögulegt að sækja sér menntun.
Kjaradeilurnar sem nú eru uppi eru einhverjar þær
mestu sem sést hafa hér á landi síðustu ár, jafnvel
áratugi. Ábyrgð deiluaðila er mikil og ef ekki verður
brugðist við með fullnægjandi úrbótum er hætt við
að allt verði keyrt um koll – í það minnsta stefnir allt
í það. Verkfallstólið er gríðarlega mikilvægt baráttu-
tæki og launafólk og atvinnurekendur eiga að geta
treyst því að til þess verði ekki gripið nema í algjörri
neyð. Staðan virðist hins vegar sú að í stað þess að
takast á við vandann ganga ásakanir á víxl, frekari
verkföllum er hótað og þeir sem dirfast að gagnrýna
aðferðir þeirra eru úthrópaðir. Það mun seint teljast
vænlegt til árangurs.
Samúðin
Lilja
Alfreðsdóttir
mennta- og
menningar-
málaráðherra.
Allt frá aldamótum hafa úttektir og skýrslur verið gerðar um starfs- og tæknimenntun í landinu, þar sem niðurstaðan er sú sama.
Aðgerða er þörf, til að fjölga fólki á vinnumarkaði
með færni sem samfélagið kallar eftir. Allar eru
úttektirnar góðar og gagnlegar en duga ekki einar og
sér. Verkin verða að tala.
Þörfin á að rækta tiltekna færni í samfélaginu
er raunveruleg, því vöntun á henni hefur í för með
sér háan samfélagslegan kostnað. Efnahags- og
framfarastofnunin (e. OECD) segir þetta ójafnvægi
leiða til minni framleiðni, sem á endanum bitnar á
lífsgæðum í landinu. Stofnunin bendir líka á leiðir
til úrbóta, þar sem menntakerfið gegnir lykilhlut-
verki.
Stjórnvöld hafa þegar gripið til margvíslegra
aðgerða. Við höfum fjárfest ríkulega í framhalds-
skólamenntun og gjörbreytt rekstrarforsendum
starfsmenntaskólanna, sem hafa nú meiri burði til
að fjárfesta í búnaði og tækjum til kennslu. Undir-
búningur vegna fyrirhugaðra fjárfestinga í nýju
húsnæði er á f leygiferð. Ásókn í starfs- og tækninám
hefur þegar aukist, en það er mikilvægt að nýta
meðbyrinn og ráðast í aðgerðir sem munu brúa
færnibilið á vinnumarkaði. Einnig höfum við stuðl-
að að aukinni viðurkenningu á störfum kennara og
bent á samfélagslegt mikilvægi starfsins, gert áhuga-
sömum auðveldara að sækja sér kennaramenntun
og opnað fyrir f læði kennara milli skólastiga.
Margir eru um borð í bátnum sem rær á þessi mið;
atvinnulífið, stjórnvöld, samtök starfs- og iðngreina,
fulltrúar atvinnurekenda og skóla, svo nokkrir séu
nefndir. Við höfum sett okkur skýr og sameiginleg
markmið; að auka markvisst áhuga á starfs- og
tæknimenntun, tryggja að ungt fólk kynnist þeim
fjölbreyttu náms- og starfsmöguleikum sem bjóðast
og ryðja úr vegi kerfishindrunum. Við ætlum jafn-
framt að bæta aðgengi fólks með tækni- og starfs-
menntun að háskólamenntun.
Hver vegferð hefst með einu skrefi. Við höfum
þegar tekið mörg og erum komin á fulla ferð.
Það eru verkin sem tala
Hefnd MDE?
Íslenska ríkið tapaði enn einu
sinni í Strassborg í gær. Mann-
réttindadómstóll Evrópu dæmdi
ríkið brotlegt gegn ákvæðum
mannréttindasáttmálans um
réttláta málsmeðferð. Hæsta-
réttardómarar sem dæmdu í
hinum ýmsu hrunmálum reynd-
ust eiga hlutabréf í hinum föllnu
bönkum. Má því búast við enn
f leiri ósigrum þar sem f leiri
sambærileg mál bíða meðferðar
MDE. Nýlega hélt Hæstiréttur
upp á aldarafmæli sitt með kaffi-
samsæti í Þjóðleikhúsinu. Þar
voru f luttar nokkrar ræður en
ein þeirra vakti sérstaka athygli.
Þar var kominn umdeildur
danskur lagaprófessor sem
fannst samkoman prýðilegt
tækifæri til að gagnrýna MDE
harðlega.
F+M
Inga Sæland, formaður Flokks
fólksins, má eiga það að hún
er kona hinna frumlegu hug-
mynda. Í útvarpsviðtali í gær
lagði hún til að þeir Íslendingar
sem komi heim frá svæðum þar
sem Covid-19 veiran geisar yrðu
sendir í sóttkví í Egilshöll. Þá
ætti að loka landinu á meðan
faraldurinn geisar. Nú hljóta
Miðf lokksmenn að naga sig í
handarbökin yfir því að hafa
ekki verið fyrri til að hoppa
á þennan vagn. Draumurinn
um einangrun Íslands er innan
seilingar og sameining f lokk-
anna tveggja rökrétt næsta
skref. sighvatur@frettabladid.is
2 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN