Fréttablaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 27
Áhrifin ekki eins neikvæð Almennt má ætla að ávöxtun af fjár­ festingum áðurnefndra erlendra fjárfesta hafi í f lestum tilfellum verið lítil sem engin eða neikvæð. Þannig er verðlagning á íslenskum hlutabréfamarkaði – leiðrétt fyrir gengishækkunum Marels – að jafn­ aði á svipuðum slóðum nú og hún var árið 2017 þegar erlendu fjár­ festarnir fóru að sýna markaðinum áhuga. Íslensk hlutabréf höfðu þá hækkað í verði allt frá því að hluta­ bréfamarkaðurinn var endurreistur á árunum 2010 og 2011. Því til viðbótar má gera ráð fyrir að gengisáhrif krónunnar hafi almennt verið til lækkunar á virði innlendra eigna fjárfestanna en raungengi krónunnar náði sem kunnugt er sögulegum hæðum um mitt ár 2017 og hefur lækkað umtalsvert síðan þá. „Á heildina litið hefur þetta ekki gengið vel hjá þeim,“ segir Kjartan Smári og bætir við: „Flestir þeirra komu til lands­ ins fyrir tveimur til þremur árum og hafa því tekið út lækkanir á verði margra félaga auk þess sem þeir komu inn í sterkri krónu sem hefur gefið eftir síðan. Þeir hafa því almennt tapað á fjárfestingum sínum, tekið á sig tvöfalt högg ef svo má segja, en þó eru auðvitað ein­ hverjar undantekningar á því. Það sem er mjög jákvætt er að þrátt fyrir að þessir stóru erlendu fjárfestar hafi minnkað verulega við sig hefur markaðurinn tekið við flæðinu án þess að hökta. Það hefur verið töluverð innlend eftirspurn á móti og velta á markaðinum hefur verið með hraustlegra móti. Sem dæmi hafa einkafjárfestar komið sterkir inn á markaðinn, sérstak­ lega síðustu sex til níu mánuði. Áhrifin af þessari sölu erlendra fjárfesta eru því alls ekki eins nei­ kvæð og þau hefðu mögulega verið fyrir einu eða tveimur árum síðan. Það er mikið styrkleikamerki,“ nefnir Kjartan Smári. Valdimar Ármann, í markaðsvið­ skiptum hjá Arctica Finance, segir að ástæður fyrir sölu erlendra fjár­ festa undanfarið geti verið marg­ víslegar. Ekki sé þó víst að þeir séu endanlega farnir frá Íslandi, enda sé um að ræða alþjóðlega sjóði með stórt fjárfestingarmengi. „Núna gætir jafnvel mögulega áhrifa af innlausnum úr hlutabréfa­ sjóðum sem fjárfesta alþjóðlega, endurstillingu safna vegna mikilla hreyfinga á mörkuðum og hlutfalls­ legri verðlagningu þeirra vegna kórónavírussins,“ nefnir Valdimar sem tekur fram um erlendu sjóðina að þeir hafi verið gott mótvægi við áhugaleysi íslenskra fjárfesta á markaðinum á sínum tíma. Lítill áhugi erlendra fjárfesta sé vissulega mikið áhyggjuefni. Það, ásamt þeirri staðreynd að þeir hafi ekki fjárfest meira í ríkisskulda­ bréfum en raun beri vitni, sýni að einhverjar aðgangshindranir séu fyrir hendi inn á markaðinn. Veðjuðu á uppgang Aðspurður um mögulegar skýringar á því að erlendir fjárfestar hverfi af markaðinum á þessum tímapunkti segir Kjartan Smári það meðal ann­ ars skýrast af því að f lestir þeirra erlendu fjárfesta sem hafa komið inn í innlendu hlutabréfin síðustu ár séu meiri skuldabréfafjárfestar. Sumir hafi byrjað á kaupum á skuldabréfum og almennt veðjað á uppgang hagkerfisins og styrkingu krónu sem hafi ekki raungerst. Þá gæti það hafa haft áhrif að MSCI hafi ákveðið seint á síðasta ári að flokka ekki íslenska markaðinn sem vaxtarmarkað hjá sér að sinni. Hérlend félög séu þannig enn ekki gjaldgeng í vísitölur fyrirtækisins. „Hugsanlega höfðu einhverjir væntingar um að sú yrði raunin. Margir fjárfestingarsjóðir í heim­ inum sem eru með skýran fjárfest­ ingarramma fjárfesta eingöngu á þeim mörkuðum sem eru inni í vísi­ tölunni. Það voru því ákveðin von­ brigði að við skyldum ekki komast þarna inn en ég held hins vegar að það sé alveg ljóst að það mun gerast. Það er bara spurning um hvenær en ekki hvort. Og það verður örugg­ lega vendipunktur í eftirspurn á markaðinum,“ segir Kjartan Smári. Valdimar segir mikilvægt í stórum heimi fjárfestingarkosta að Ísland sé hluti af vísitölumengi. Það sé því góð byrjun að markaðurinn hér sé á athugunarlista MSCI þó svo að það hafi verið mikil vonbrigði að hann hafi ekki komist inn í vísitölur fyrirtækisins. „Meðal annars vakti athygli,“ nefnir Valdimar, „að svo virðist sem erlendum fjárfestum finnist aðgengi að íslenska markaðnum takmarkað sem þó vekur ákveðna furðu þar sem íslenski markaðurinn er í Nasdaq OMX Kauphöllinni. Það vekur furðu að það virðist vandkvæðum háð fyrir erlenda aðila að eiga viðskipti með íslensk skráð verðbréf vegna uppgjörs og vörslu en ég geri ráð fyrir að Kaup­ höllin, Seðlabankinn og aðrir hlut­ aðeigandi vinni hörðum höndum að því að leysa þessa agnúa,“ nefnir Valdimar. Brýnt sé að tryggja stöðlun og gagnsæi og sjá jafnframt til þess að uppgjörsferlið, ásamt vörslu skráðra bréfa, sé hnökralaust. „Leiðandi stórir aðilar á íslenska markaðnum þurfa að sjá sér hag í að tryggja hér gott og frjálst f læði erlends fjármagns inn á íslenskan markað, bæði hlutabréfa sem og skuldabréfa ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja,“ segir Valdimar. Sem dæmi þurfi að tryggja að „erlendir viðskiptavinir sem vilja eiga viðskipti á Íslandi séu beðnir um sömu eða svipaðar upplýsingar og þegar þeir eiga viðskipti í öðrum vestrænum ríkjum“. Upplýsinga­ beiðnirnar megi ekki vera sér­ íslenskar. Grái listinn meiriháttar mál Kjartan Smári tekur í svipaðan streng og segir að almennt séum Það var mjög jákvætt að fá erlenda fjárfesta á íslenska markaðinn og voru þeir gott mótvægi við áhugaleysi íslenskra fjárfesta á sínum tíma. Valdimar Ármann, í markaðsvið- skiptum hjá Arctica Finance Eaton Vance Lansdowne Miton Wellington Arion banki 0,4% ↓ 1,1% ↑ 1,4% ↓ Eik 0,7% ↓ Eimskip 2,5% ↑ 2,8% ↓ Festi 3,3% ↓ 4,1% ↓ 3,7% ↓ Hagar 0,8% ↓ Heimavellir 0,4% ↓ Kvika 0,4% ↓ Marel 0,6% ↑ Origo 8,8% ↓ Reginn 0,3% ↓ Reitir 1,6% ↓ Síminn 6,2% ↓ 2,5% ↓ 2,5% ↓ Sjóvá 5,5% ↓ 0,1% ↑ Sýn 8,5% ↓ TM 3,1% ↓ 5,3% ↓ 5,1% ↓ VÍS 0,9% ↓ 5,9% ↓ 1,0% ↑ ✿ Breytingar á eignarhaldi frá því í lok árs 2018 Erlendir fjárfestar áttu hlutabréf í Kauphöllinni fyrir liðlega 253 milljarða króna í lok síðasta mánaðar. Er það um fimmtungur af heildarmarkaðsvirði skráðra fyrirtækja. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Selt fyrir yfir tug milljarða Fjárfestarnir, sem hófu innreið sína á íslenskan hlutabréfamarkað á árunum 2017 og 2018, hófu flestir að selja sig niður síðla árs 2018 og á fyrri hluta síðasta árs. Hins vegar virðist sem aukinn kraftur hafi verið settur í söluna á síðari hluta árs 2019 og hefur sú þróun haldið áfram fram á þennan dag. Þannig hafa þeir selt íslensk hlutabréf fyrir meira en tíu milljarða króna það sem af er árinu. Sem dæmi seldu sjóðir í stýringu bresku eignastýringarinnar Miton Group allan 6,4 prósenta hlut sinn í TM fyrr í mánuðinum fyrir liðlega 1,6 milljarða króna en þeir hafa til viðbótar selt sig á síðustu mánuðum út úr Arion banka og Símanum. Sala breska vogunarsjóðsins Lansdowne Group nemur aukin­ heldur samanlagt meira en sjö millj­ örðum króna á fyrstu tveimur mán­ uðum þessa árs en sjóðurinn hefur á þeim tíma selt í Festi fyrir allt að 1,9 milljarða króna, í Arion banka fyrir 1,7 milljarða króna, í VÍS fyrir 1,6 milljarða króna, í TM fyrir 1,4 milljarða króna og loks í Sýn fyrir nokkur hundruð milljónir króna. Þá hafa sjóðir bandaríska eigna­ stýringarfélagsins Eaton Vance haldið áfram á undanförnum vikum að minnka við sig í öllum þeim félögum sem þeir fara með hlut í hér á landi að undanskildu Eimskip en það er eina hérlenda félagið sem sjóðirnir eiga yfir fimm prósenta hlut í. Sjóðirnir hófu að minnka með markvissum hætti við sig í íslenskum félögum síðla árs 2018 og seldu svo í fyrra síðustu bréf sín í Festi, Kviku, TM og VÍS. Þá eru þeir ekki lengur á lista yfir tutt­ ugu stærstu hluthafa Heimavalla og Sjóvár. Eaton Vance og Lansdowne vildu ekki tjá sig um ástæður sölunnar þegar eftir því var leitað. Þá svaraði Miton ekki fyrirspurn Markaðar­ ins. við ekki að auðvelda erlendum fjárfestum að eiga viðskipti hér á landi. Hann telur veruleg tæki­ færi fyrir hendi, áður en Ísland verði mögulega tekið inn í vísi­ tölumengi MSCI, til að auðvelda aðgengi fjárfesta að hlutabréfa­ markaðinum. „Til dæmis með því að gera hér­ lend bréf aftur tæk í viðskipti í stóru alþjóðlegu vörsluhúsunum og koma okkur jafnframt aftur af gráa listanum. Hann þvælist fyrir. Við sem stundum fjárfestingar erlendis höfum orðið vör við að jafnvel þótt vera Íslands á listan­ um valdi ekki daglegum vand­ ræðum þá er það engu að síður meiri háttar mál að stofna til nýrra viðskipta hjá erlendum fjármála­ stofnunum. Sú var ekki raunin áður en við fórum á listann. Það er algjör barnaskapur að halda því fram, eins og sumir stjórnmálamenn hafa meðal ann­ ars gefið í skyn, að þetta skipti engu máli erlendis. Það er bara ekki rétt. Það er mjög brýnt verk­ efni að koma okkur sem fyrst af þessum lista,“ segir Kjartan Smári. Valdimar nefnir að vera Íslands á gráa listanum hjálpi ekki til. Hún hafi hins vegar valdið mikilli vit­ undarvakningu hjá stjórnvöldum sem hafi gripið til aðgerða, auk þess að tryggja að íslenskir fjár­ festingarkostir séu gjaldgengir í uppgjörs kerfum og vörslu. Jákvætt samtal við stjórnvöld Aðspurður segist Magnús í Kaup­ höllinni bjartsýnn á að aðkoma erlendra fjárfesta að hlutabréfa­ markaðinum muni aukast, meðal annars í ljósi þeirra breytinga á markaðinum sem liggi nú þegar nær fyrir eða séu líklegar. „Í fyrsta lagi,“ bendir hann á, „tel ég að hin margauglýsta breyting á kerfi verðbréfamiðstöðvarinnar muni reynast mikilvæg, enda hafa uppgjörsmálin reynst þröskuldur inn á íslenska markaðinn. Það er lítill vafi í mínum huga að alþjóðlegt staðlað umhverfi mun ekki bara breyta hlutunum fyrir verðbréfamiðstöðina heldur gera okkur í Kauphöllinni auðveldara að laða að erlenda fjárfesta og erlenda kauphallaraðila sem munu þá eiga viðskipti beint á íslenska markað­ inum. Ég er jafnframt þokkalega bjart­ sýnn á kerfislægar breytingar í umgjörðinni. Við höfum til dæmis átt mjög jákvætt samtal við Seðla­ bankann. Okkur f innst enginn vafi á því að bankinn hafi skilning á þessum málum og áhuga á því að auka skilvirkni verðbréfamark­ aðarins. Þarna á ég til að mynda við þætti á borð við ferli við að til­ kynna gjaldeyrisviðskipti,“ segir Magnús. Jafnframt megi nefna stað­ greiðsluskyldu af söluhagnaði hlutabréfa sem geti f lækt málin fyrir erlenda fjárfesta. Magnús segir að ef það takist að bæta úr ýmsum þeirra mála sem nefnd hafi verið og Kauphöllinni verði ágengt við að selja erlendum fjármálastofnunum kauphallar­ aðild þá „erum við komin lang­ leiðina með að loka gatinu gagnvart MSCI og ættum að öllu óbreyttu að fara inn í þeirra flokkun. Ég lít þannig björtum augum fram á þetta ár.“ Magnús gerir sér einnig vonir um að í náinni framtíð muni breiddin í fjárfestahópnum á íslenska mark­ aðinum verða meiri. „Ég bind vonir við að þegar umhverfið verður orðið staðlaðra og betra munum við sjá meira af til dæmis hefðbundnum verðbréfa­ sjóðum og tryggingafélögum og öðrum langtímafjárfestum. Það eru einhverjir aðilar sem hafa ekki sett fyrrnefnd atriði fyrir sig, eins og við höfum séð, en það eru hins vegar mjög margir sem hafa sett þau fyrir sig. Það er mikilvægur hluti af okkar starfsemi að fjölga fjárfestum og auka skilvirkni á markaði til þess að stuðla að auknu aðgengi að fjár­ magni fyrir okkar félög.“ Ég bind vonir við að þegar umhverfið verður orðið staðlaðra og betra munum við sjá meira af til dæmis hefðbundnum verðbréfasjóðum og trygg- ingafélögum og öðrum langtímafjárfestum. Magnús Harðarson, forstjóri Kaup- hallarinnar MARKAÐURINN 11M I Ð V I K U D A G U R 2 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.