Fréttablaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 26.02.2020, Blaðsíða 20
Stjórnendur lúxusvöru- merkja búast við því að faraldurinn muni valda allt að 11 prósenta samdrætti í tekjum á þessu ári. Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is Erlend i r h lut abré f a-markaðir hafa haldið áfram að lækka vegna útbreiðslu COVID-19 kórónaveirunnar. Mikil óvissa ríkir um áfram- haldandi útbreiðslu veirunnar og efnahagslegu áhrifin sem heims- faraldur gæti haft í för með sér. Bandaríska vísitalan S&P 500 hafði lækkað um 1,3 prósent um miðjan gærdaginn eftir 3,4 prósenta lækkun í fyrradag. Stoxx Europe 600 lækkaði um 1,8 prósent í gær og hefur því lækkað um 5,5 prósent frá byrjun vikunnar. Smit af völdum kórónaveirunnar á heimsvísu eru nú orðin fleiri en 80 þúsund talsins og dauðsföllin um 2.700. Flest smit og dauðsföll hafa verið tilkynnt í Kína en tilfellum hefur fjölgað ört í Íran, Ítalíu og Suður-Kóreu. Þá voru fyrstu smitin í Austurríki og Króatíu tilkynnt í gær. Christina Lagarde, seðlabanka- stjóri Evrópu, sagði í vikunni að kórónaveiran bætti við „nýju lagi af óvissu“ sem myndi leggjast þungt á evrusvæði. Yfirvöld á Ítalíu greindu í gær frá því að sjö hefðu látist af völdum veirunnar og 283 hefðu smitast. Financial Times greinir frá því að hætt sé við frekari samdrætti í ítalska hagkerfinu sem dróst saman um 0,3 prósent á síðasta fjórðungi ársins 2019. „Skellurinn á fyrsta fjórðungi í Kína vegna kórónaveirunnar mun líklega ýta undir frekari veikleika í hinu framleiðslunæma hagkerfi Ítalíu,“ segir Nadia Gharbi, yfir- hagfræðingur hjá Pictet Wealth Management, í samtali við Fin- ancial Times. Flest smit hafa verið greind í héruðunum Lombardíu og Veneto sem standa undir þriðjungi af framleiðslu hagkerfisins. Í Míl- anóborg, sem er fjármálamiðstöð landsins, hefur skólum og skrif- stofum verið lokað, og mörg fyrir- tæki hafa hvatt starfsmenn til að vera heima hjá sér. Keðjuverkandi áhrif „Þar sem Kína er miðpunkturinn í mörgum framboðskeðjum mun faraldurinn hafa keðjuverkandi áhrif um allan heim,“ segir Neil Shearing, yfirhagfræðingur Capital Eco nomics, í samtali við Financial Times. Til að mynda hefur ítalski bílaframleiðandinn Fiat Chrysler varað við því að framleiðsla í einni verksmiðju fyrirtækisins geti stöðv- ast á næstunni og kaup Kínverja á kopar frá löndum á borð við Síle Mikil óvissa um hagrænu áhrifin Útbreiðsla COVID-19 kórónaveirunnar hefur valdið titringi á mörkuðum um allan heim. Mikil óvissa ríkir um hagrænu áhrifin. Hætta á röskun á milliríkjaviðskiptum og verulegum samdrætti í eftirspurn. Ferðaþjónusta og lúxusvörumerki orðið fyrir miklu höggi. og Nígeríu hafa dregist verulega saman. Viðmælendur bandaríska við- skiptaritsins segja að tímabundinn samdráttur í vöruviðskiptum verði smáræði í samanburði við samdrátt- inn í eftirspurn sem raungerist ef fólk ákveður að halda að sér höndum og bíða faraldurinn af sér. Smásala og ferðaþjónusta hefur nú þegar orðið fyrir miklu höggi í Kína og takmarkanir á ferðalögum Kínverja eru áhyggjuefni fyrir ferðaþjónustu og lúxusvörumerki um allan heim. Framleiðendur lúxusvara horfa fram á 5 þúsund milljarða króna samdrátt í tekjum af völdum veirunnar samkvæmt nýrri könn- un bandarísku ráðgjafarstofunnar Alliance Bernstein and Boston Con- sulting Group. Stjórnendur fram- leiðslufyrirtækjanna búast við því að faraldurinn muni valda allt að 11 prósenta samdrætti. „Sala í Kína er í lamasessi og skortur á kínverskum ferða- mönnum er að draga úr sölu í Asíu og Evrópu,“ sagði ráðgjafarstofan en kínverskir kaupendur standa undir rúmlega þriðjungi af tekjum lúxusvörumerkja. Vísitala MSCI fyrir lúxusmerki sýnir 12 pró- senta lækkun frá því um miðjan janúar. Robert Bergquist, yfirhagfræð- ingur hjá Nordic Bank SEB, segir að faraldurinn muni líklega koma niður á heimshagvexti. „Í saman- burði við aðrar tegundir af áhættu og krísum sem hafa komið upp á undanförnum árum hefur kóróna- veiran bein hagræn áhrif,“ segir hann. SARS ekki gott viðmið Financial Times rifjar upp að árið 2003 hafi SARS-veiran dregið hag- vöxt Kína niður um eitt prósentu- stig. Áhrifin utan Kína hafi aftur á móti verið hverfandi. Erik Nielsen, yfirhagfræðingur UniCredit, bendir á að árið 2003 hafi kínverska hagkerfið staðið undir 4,3 prósentum af heims- framleiðslunni en Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn áætlar að hlutfallið verði 16,9 prósent á þessu ári. Auk þess hafi kínverska hagkerfið vaxið um 10 prósent á ári um það leyti en í dag er vöxturinn nær 6 prósentum. „Við hættum á að vera of kærulaus ef við notum SARS sem viðmið,“ segir Nielsen. „Ef farsóttarfræðingar eru óviss- ir um hvernig atburðarásin verður skaltu vera tortrygginn í garð hag- fræðinga sem þykjast vita betur,“ segir áðurnefndur Neil Shearing. Yfirvöld á Ítalíu greindu í gær frá því að sjö hefðu látist af völdum veirunnar og 283 hefðu smitast. MYND/GETTY Faraldursbréfin lækka í verði Verð sérstakra skuldabréf sem voru hönnuð til að hjálpa þróunarlöndum að glíma við al- varlega sjúkdómsfaraldra hefur hríðlækkað í takt við minnkandi líkur á fullum heimtum. Skuldabréfin voru gefin út af Alþjóðabankanum árið 2017 og nema alls 320 milljónum dala. Skuldabréfaeigendur fá vaxta- greiðslur þangað til ákveðin skilyrði eru uppfyllt. Ef til þess kemur verða skuldabréfin ekki greidd upp heldur fer fjármagnið til sjúkdómshrjáðra landa. Í áhættumeiri flokknum er greitt út þegar faraldurinn fer yfir landamæri og dauðsföll í seinna landinu eru fleiri en 20. Þá þurfa tólf vikur að hafa liðið frá því að faraldurinn hófst en sá áfangi verður 23. mars. Verð þessara bréfa er nú um 57 pró- sent af nafnvirði samkvæmt frétt Financial Times. „Markaðurinn telur að það séu töluverðar líkur á því að skulda- bréfin tapi hluta af nafnvirði sínu,“ segir David Strasse hjá Plenum Investments sem fjár- festi í áhættuminni flokknum. „Skilyrðin eru of ströng og sýna að þetta er gagnslaust tól,“ segir Bodo Ellmers, fram- kvæmdastjóri hjá Global Policy Forum. „Maður vill koma í veg fyrir heimsfaraldur en það er einungis greitt út þegar þetta er orðið að heimsfaraldri. Það er grundvallargalli,“ bætir hann við. Breska f jártæknifyrirtækið Revolut hefur lokið við hluta-fjáraukningu upp á 500 millj- ónir Bandaríkjadala, jafnvirði um 64 milljarða króna. Fyrirtækið er nú metið á 5,5 milljarða Bandaríkja- dala, eða sem nemur 709 milljörð- um króna. Verðmatið þrefaldaðist frá síðustu hlutafjáraukningu árið 2018 og stendur Revolut nú jafnfætis hinu sænska Klarna sem verðmæt- asta fjártæknifyrirtæki Evrópu. Nikolay Storonsky, forstjóri Revolut, sagði við tilefnið að fjár- festingin sýndi fram á trú fjárfesta á viðskiptalíkaninu. Revolut býður upp á ýmiss konar bankaþjónustu, þar á meðal bankareikninga og fyrirframgreidd debetkort. Fjár- tæknifyrirtækið fékk bankaleyfi í Litháen í lok árs 2018 og hefur smám saman fært viðskiptavini sína, sem alls eru tíu milljónir, inn í fulla bankaþjónustu frá byrjun þessa árs. Sem stendur eru f lestir reikningar viðskiptavina í vörslu þriðja aðila og ekki tryggðir af innstæðutrygg- ingasjóði. „Horft fram á veginn munum við leggja áherslu á að koma á fót bankastarfsemi í Evrópu, fjölga þeim sem nota þjónustu Revolut daglega og stefna á arðsemi,“ sagði Storonosky. Þá áformar Revolut að hefja lánveitingar til að hvetja viðskiptavini til að færa öll sín við- skipti yfir. Bretland er orðið mjög sam- keppnishæft þegar kemur að fjártækni í bankaþjónustu. Við- skiptavinum hjá slíkum fjártækni- fyrirtækjum fjölgaði úr 7,7 í 19,6 milljónir á árinu 2019 samkvæmt úttekt Accenture. Áskorunin sem þau standa frammi fyrir er hins vegar notkun viðskiptavina. Meðal- staða á reikningum viðskiptavina lækkaði á seinni helmingi síðasta árs úr 350 pundum niður í 260. Bresk stjórnvöld gáfu út yfir- lýsingu þar sem hlutafjáraukning Revolut er sögð sýna grósku í fjár- tæknigeiranum. „Það er ljóst að breski f jártæknigeirinn heldur áfram að dafna og nú þegar við erum ganga úr Evrópusambandinu er tilkynning Revolut skýrt merki um að Bretland sé staður fyrir fjár- tæknifyrirtæki,“ sagði í yfirlýsing- unni. – þfh Fjártæknifélagið Revolut metið á meira en 700 milljarða króna Verðmat Revolut þrefaldaðist frá síðustu hlutafjáraukningu 2018. 2 6 . F E B R Ú A R 2 0 2 0 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.