Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.02.2020, Qupperneq 42

Fréttablaðið - 29.02.2020, Qupperneq 42
Uppskriftin sem Snædís gefur lesendum hér, er úr sömu hráefnum og kokkalands- liðið tefldi fram á Ólympíuleik- unum, íslensk bleikja með froðusósu sem nú er vinsæl. FRÉTTABLAÐIÐ/ANT- ON BRINK Mér þótti alltaf skemmtilegra að mæta í vinnuna og elda en að mæta í skólann. Ég hafði því fundið mína hillu þótt svo ég hefði verið blind á það lengi. Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@frettabladid.is www.kjarnafaedi.is Inspired by Iceland‘s best chefs Icelandic nature and chefs at its best! A PROUD SPONSOR OF THE ICELANDIC CULINARY TEAM Snædís Jónsdóttir er stoltur fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins. Hér á Mími þar sem hún vinnur. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Eftirlætismaturinn minn er íslensk kjötsúpa að hætti pabba míns á Dalvík,“ segir Snædís Jónsdóttir, fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins. Hún var ekki nema sjö ára þegar hún var farin að dunda sér við bakstur og eldamennsku heima á Dalvík. „Ég hef aldrei verið matvönd en hins vegar alltaf verið spennt fyrir því að smakka alls konar mat. Mamma mín er filippseysk og var ekkert of spennt fyrir íslenska matnum þegar ég var lítil en stjúppabbi minn, sem er íslenskur, vildi sinn íslenska mat og því var oft tvíréttað á borðum. Ég fékk að taka þátt í matseldinni og uppáhaldsmaturinn minn í þá daga var fiskur í raspi sem ég bar fram með kartöflum, hrísgrjónum og tómatsósu,“ segir Snædís, sællar minningar. Hún er fædd og uppalin fyrstu fjögur ár ævinnar á Filippseyjum þar sem hún á pabba og fjölskyldu sem hún heimsækir af og til. „Ég ætlaði mér aldrei að verða kokkur heldur fatahönnuður. Ég byrjaði að læra fatasaum á Akur- eyri og vann alltaf með skólanum á sushiveitingastað í bænum. Þar var ég dugleg að taka aukavaktir því mér fannst gaman að vinna í veitingabransanum. Svo kom að því að ég flutti suður til að fara í fatatækninám í Tækniskólanum og sótti þá um starf á Sushi Social að áeggjan vinnuveitanda míns á Kung Fu Sticks & Sushi á Akur- eyri. Ég sló til, fór í prufur og fékk vinnuna og endaði með að vinna þar í sex ár. Stemningin á Sushi Social er eins og allir vita ein- staklega skemmtileg og mér þótti alltaf gaman að mæta í vinnuna, fann mig flinka í því sem ég gerði, fékk stöðuhækkun og eigand- inn hvatti mig óspart til að fara í kokkinn. Ég þráaðist við, sagðist ekki geta hugsað mér að vinna við eldamennsku það sem eftir væri ævinnar og vann hörðum höndum að því að sækja um háskólanám í fatahönnun á Ítalíu,“ segir Snædís sem hikaði þó í þeim undirbúningi og ákvað að taka árspásu frá námi til að hugsa sinn gang. „Ég fór þá til fjölskyldunnar á Filippseyjum og í fjarlægðinni fann ég að það var eldamennskan sem togaði í mig. Mér hafði líka alltaf þótt skemmtilegra að mæta í vinnuna og elda en að mæta í skólann. Ég hlustaði því á minn innri mann og hafði auðvitað fyrir löngu fundið mína hillu, þótt ég hafi verið blind á það árum saman.“ Matarparadísin Ísland Snædís hafði heyrt ýmsar hryll- ingssögur um að kokkastarfið væri alls ekki fyrir kvenfólk. „Að sumu leyti er það rétt því starfið er líkamlega erfitt, að rogast um með 24 kílóa poka og stóra potta fulla af mat. Þá hentar vinnutíminn ekki öllum og þetta er karlaheimur, en sem betur fer er það að breytast og fleiri konur að læra til kokks. Mér var strax tekið opnum örmum og var hvött til þess að keppa að því að komast í landsliðið,“ segir Snædís sem byrjaði snemma í kokkalands- liðinu. „Þegar ég er vel undirbúin í keppni er ég full tilhlökkunar og aldrei kvíðin eða taugaóstyrk. Það skiptir líka máli að mæta til leiks fullur sjálfstrausts. Það var sam- Heppin að eiga kokk fyrir kærasta Snædís Jónsdóttir er fyrirliði íslenska kokkalandsliðsins sem lenti í þriðja sæti á Ólympíuleikum landsliða á dögunum. Hana dreymdi um að verða fatahönnuður en eldamennska togaði í hana. vinnan sem kom okkur alla leið í verðlaunasætið nú, en líka mikill metnaður og vilji. Landsliðið er ungt og meðalaldurinn 24,8 ár. Við fórum í keppnina til að búa til góðan mat og hafa eldhúsið hreint því það vegur stundum meira en maturinn. Við fengum 100 stig fyrir skipulag og það kom okkur langt að við unnum fumlaust og af ástríðu við matseld gómsætra rétta í hreinu eldhúsi,“ segir Snædís. Hún segir bragðið af matnum svo hafa fært landsliðinu bronsið. „Í keppnum sem þessum eru alls konar reglur. Það þarf að huga að árstíðabundnu hráefni, nútíma- tækni þarf að sjást á diskinum og rétturinn þarf að vera fínn og flottur en þó ekki of f lókinn því þá getur bragðið farið að klikka og eldhúsið orðið skítugra en ella. Því er í mörg horn að líta, en ef maður hannar rétt sem er fallegur, góður og meikar sens er hann eiginlega algjör negla,“ segir Snædís. Hún segir Ísland verða æ vin- sælla til matarferðamennsku. „Hér eru mjög flottir veitinga- staðir sem hafa hlotið mikla athygli, sem og margir áhugaverðir kokkar sem hafa búið til ótrúlega metnaðarfullan og flottan mat og matstaði. Íslenska hráefnið er líka einstakt og ferskt. Íslendingar eru snobbaðir þegar kemur að hráefni. Þeir vilja hágæða vörur, sætta sig ekki við neitt minna og ferðamenn njóta góðs af kröfum heima- manna. Þá eykur hróður lands- liðsins enn á orðspor Íslendinga þegar kemur að eldamennsku,“ segir landsliðskokkurinn Snædís, sem þó eldar aldrei heima. „Nei, það er það leiðinlegasta sem ég geri. Þegar ég á frí panta ég frekar mat eða fer út að borða. Ég er þó heppin að kærastinn minn, Sigurður Helgason, er mat- reiðslumaður líka og fyrrverandi landsliðskokkur og hefur stundum gaman af því að gleðja mig með góðum mat heima.“ Hægelduð bleikja með sítrussalati, fennel og fennelsósu. Uppskrift fyrir 4 í forréttastærð 400-500 g bleikja 100 g sykur 100 g salt 10 g fennelfræ Rifinn börkur af einni appelsínu Blandið saman salti, sykri, fræjum og appelsínuberki. Dreifið því vel yfir bleikjuna og látið ligga í 20 mínútur. Skolið af með vatni og eldið bleikjuna á 48°C í 10 mínútur. Fennelsósa 250 g fennelsafi 1stk. laukur 1stk. fennel 50 g fennelfræ 250 g rjómi Saxið lauk og fennel smátt og svitið í potti. Setjið safann út í og sjóðið smá niður. Bætið rjóma út í og sjóðið sósuna niður í 300 grömm. Maukið saman með töfra- sprota og sigtið í gegnum sigti. Borið fram með blóðappelsínu, appelsínulaufum og þunnt skornu fenneli. 4 KYNNINGARBLAÐ 2 9 . F E B R ÚA R 2 0 2 0 L AU G A R DAG U RKOKKALANDSLIÐIÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.