Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 13. tbl. 22. árg. 27. mars 2019 - kr. 750 í lausasölu arionbanki.is Arion appið Nú geta allir notað besta bankaappið* *MMR 2018 Gildir alla daga frá 1 1–16 ef þú sækir1.600 K R. Miðstærð af matse ðli 0,5 lítra g os Landnámssetrið Borgarnesi sími 437-1600 Njálssaga Bjarna Harðar Sunnudaginn 7. apríl kl. 16:00 Allra síðasta sýning Teddi lögga 6. apríl kl. 20:00 Auður djúpúðga Laugardagurinn 30. mars kl: 20:00 Sunnudagurinn 31. mars kl: 16:00 Nánar um dagskrá og miðasala á landnam.is/vidburdir UPPSELT NOKKUR SÆTI LAUS UPPSELT Hlökkum til að sjá þig, kæri nágranni! Dalbraut 1 Sími: 512 4090 www.apotekarinn.is Opið virka daga kl. 10–18 Lögreglan á Vesturlandi stöðvaði ræktun á kannabisplöntum í Borg- arfirði miðvikudaginn 20. mars síð- astliðinn. Plönturnar voru gerðar upptækar og málið er til rannsóknar. Í sömu leit fannst einnig dýnamít, sem sömuleiðis var gert upptækt. Kallað var eftir aðstoð sprengjusér- fræðinga Ríkislögreglustjóra sem í samvinnu við sprengjudeild Land- helgisgæslunnar tóku sprengiefnið og komu því í geymslu. Að sögn lög- reglu þarf vart að taka fram að dýna- mít getur verið stórhættulegt. „Dýnamít þolir tveggja ára geymslu við bestu skilyrði. Síðan fer það að leka. Ef dýnamít er til dæmis geymt í of miklum hita þá fer nítr- óglyserínið að leka úr því. Ef dropi af nítróglyseríni fellur úr eins met- ers hæð þá verður sprenging,“ seg- ir Ásmundur Kr. Ásmundsson að- stoðaryfirlögreglustjóri í samtali við Skessuhorn, en hann er jafnframt menntaður sprengjusérfræðingur. „Það er því ástæða til að vara fólk sérstaklega við að eiga alls ekki við dýnamít heldur hafa samband við lögreglu. Það getur verið svo að ekki megi einu sinni hreyfa við dýna- míti. Ef það er mjög illa farið get- ur þurft að gera sprengiefnið stöð- ugt á staðnum og jafnvel eyða því á staðnum.“ kgk/ Ljósm. tengist fréttinni ekki með beinum hætti. Dýnamít og dóp meðal verkefna lögreglu Félagar í Björgunarsveitinni Brák í Borgarnesi fögnuðu sjötugsafmæli sveitarinnar síðastliðinn föstudag. Til að halda upp á þau tímamót var tekin fyrsta skóflustungan að nýju húsnæði sveitarinnar að Fitjum 2 og síðan var boðið til hátíðardagskrár og afmælisveislu á Hótel Borgarnesi. Hér má sjá eldri félaga björgunarsveitarinnar taka fyrstu skóflustunguna með aðstoð Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Sjá nánar á bls. 18. Ljósm. kgk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.