Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 28

Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 28
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 201928 Sumarlesari vikunnar Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Vörur og þjónusta R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 H P Pípulagnir ehf. Alhliða pípulagnaþjónusta Hilmir 820-3722 Páll 699-4067 hppipulagnir@gmail.com SK ES SU H O R N 2 01 8 Fyrir alla vigtun Húsarafmagn Töflusmíði Iðnaðarrafmagn Bátarafmagn Bílarafmagn RAFMAGN vogir@vogir.is Sími 433-2202 VOGIR Bílavogir Kranavogir Skeifuvogir Pallvogir Aflestrarhausar Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is • Bílasprautun • Bílaréttingar • Framrúðuskipti BÍLASPRAUTUN VESTURLANDS S: 860-0708 • Smiðjuvellir 7, Akranesi • bv.sprautun@gmail.com Vinnum fyrir öll tryggingafélög Þriðjudaginn 2. apríl næstkomandi flytur Steinunn Kristjánsdóttir forn- leifafræðingur fyrirlestur í Bókhlöðu Snorrastofu um klausturhald, konur og pólitík. Kristnitakan um árið 1000 fól í sér nýja stjórnskipan í landinu, byggðri á reglugerðum frá höfuðstöðvum kaþólsku kirkjunnar í Róm. Í fyrstu gekk ágætlega að fylgja þeim eftir en eftir að Gregor páfi VII hóf að inn- leiða siðbætur sínar upp úr miðri 11. öld urðu um þetta deilur. Hérlendis var deilt um staðina, skipan í kirkju- leg embætti, refsingar og – síðast en ekki síst – ríkjandi sambúðarform. Eftir að deilunum lauk undir lok 13. aldar náði Rómarkirkja að koma sér í býsna vænlega stöðu hér á landi, m.a. í gegnum öflugt klausturhald. Í fyrirlestrinum verður farið yfir sögu klausturhalds í landinu á kaþólskum tíma og það hvernig konur og nýjar reglur um sambúðarmál fléttuðust í deilur kirkjuvalds og höfðingja. Fyr- irlesturinn hefst að venju kl. 20:30 og boðið verður til kaffiveitinga og umræðna. Aðgangseyrir er kr. 500. Steinunn fæddist í Barðastrandar- sýslu árið 1965. Hún stundaði m.a. nám við Héraðsskólann í Reykholti en lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Ísafirði 1986 og stundaði síðan nám í fornleifafræði við háskól- ann í Gautaborg. Þaðan lauk hún BA prófi í greininni árið 1993 og meist- araprófi ári síðar. Doktorsprófi lauk hún við sama skóla árið 2004. Stein- unn stjórnaði fornleifarannsóknum á Skriðuklaustri frá 2002 til 2012 og hefur sinnt rannsóknum á klaustur- haldi hérlendis síðan þá. Hún hóf störf sem lektor í fornleifafræði árið 2006, fékk framgang í stöðu dósents árið 2010 og síðan stöðu prófessors árið 2012. Steinunn er einnig deild- arforseti Sagnfræði- og heimspeki- deildar HÍ. Ýmislegt fleira á döfinni Vorið verður litað fjölbreytilegu menningarlífi í Reykholti. Auk fyr- irlesturs Steinunnar Kristjánsdótt- ur 2. apríl um klausturhald, konur og pólitík má nefna að síðasta nám- skeiðskvöld Ármanns Jakobssonar um Tolkien og íslenskar miðaldabók- menntir verður mánudaginn 1. apríl kl. 20 í Bókhlöðu Snorrastofu. Efni kvöldsins verður: Tolkien, ragna- rök og hetjuskapur – Snorra-Edda. Reynir Hauksson Flamenco-gítar- leikari heldur tónleika í Reykholts- kirkju mánudaginn 8. apríl kl. 20:30 og þann 30. apríl verður síðasti fyrir- lestur vetrarins í röðinni Fyrirlestrar í héraði, en hann flytur Trausti Jóns- son veðurfræðingur og áhugamað- ur um tónlist: „Var hún á leiðinni?“ Svipast um eftir upphafi íslenskrar dægurtónlistar – með fáeinum tón- dæmum. Barnamenningarhátíð Miðvikudaginn 8. maí blæs Snorra- stofa til barnamenningarhátíð- ar í Reykholti í annað sinn með miðstigsnemendum skóla úr hér- aðinu. Fyrsta hátíðin af þessu tagi var haldin vorið 2016. Dagur- inn hefst með því að börnin leggja fram eigin sköpun sem orðið hef- ur til í námi á miðstigi um miðald- ir Snorra Sturlusonar og eftir það verður þeim boðið að njóta mið- aldastemningar, sem reidd verður fram af öðrum handverks- og lista- mönnum. Má þar nefna leiksýn- inguna Gísla Súrsson frá Kome- díuleikhúsinu, ritstofu frá Stofnun Árna Magnússonar sem sett verð- ur upp á staðnum, tónlist hjá tón- listarhópnum Umbru, brauðgerð hjá Bryndísi Geirsdóttur og Hinu blómlega búi í Árdal og farið verð- ur í ratleik um staðinn með aðstoð hljóðleiðsagnar-appsins Snorra frá Locatify. Auk alls þessa má nefna Prjóna- bóka-kaffið í bókhlöðunni, kvæða- kvöld Kvæðamannafélagsins Snorra í Reykholti og að endingu fjölskyldudags við Reykholtsskóga 22. júní, Líf í lundi, á vegum skóg- arbænda á Vesturlandi, skógræktar- innar á Vesturlandi (Skorradal) og Skógræktarfélags Borgarfjarðar. Snorrastofa þakkar Uppbygg- ingarsjóði Vesturlands og sveitarfé- laginu Borgarbyggð þann stuðning, sem veittur hefur verið undanfarin ár til verkefna á borð við þau, sem að ofan greinir og tekur fagnandi á móti vori komanda. -fréttatilkynning Litríkt vor framundan í Snorrastofu Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur flytur erindi sem verður næst í röð viðburða í Snorrastofu. Hvers vegna hefur tafist hjá starfs- hópi um kjör eldri borgara, sem standa höllum fæti, sem ráðherra skipaði í vor og var ætlað að skila tillögum fyrir 1. nóvember 2018, að skila tillögum sínum og hvenær er von á tillögum frá hópnum? Þessa spurningu lagði Ellert B. Schram fyrir félagsmálaráðherra þegar hann tók sæti á Alþingi í nokkra daga fyrr á þessu ári, elsti þingmaðurinn til að setjast á þing í lýðveldissögunni. Hann lætur enn ekki deigan síga þrátt fyrir að vera kominn nokkuð við aldur. Bar- áttumál hans eru kjör eldri borg- ara landsins. Á þingi hófst hann þegar handa, flutti ræður, sendi skriflega fyrirspurn til félags- og barnamálaráðherra og spurði fjár- málaráðherra, Bjarna Benedikts- son, spjörunum úr. Einmitt þenn- an sama Bjarna sem hefur ýmist verið forsætisráðherra eða fjár- málaráðherra mörg undanfarin ár og hefur ítrekað, bæði skriflega og opinberlega, lofað eldri borgurum bættum hag, staðfastlega frá árinu 2013. Það þarf ekki að tíunda hér að íslenskt samfélag hefur búið við sögulegt góðæri allt þetta tímabil og efnahagslegt svigrúm því ver- ið umtalsvert. Engar efndir hafa hins vegar orðið og á íslensku máli heita þetta ekkert annað en svik. Í stjórnarsáttmála núverandi ríkis- stjórnar eru sömu loforðin gefin, að bæta hag þeirra eldri borgara sem höllustum fæti standa. Frekar en ekkert, þá skipaði fé- lags- og barnamálaráðherra einn starfshópinn enn fyrir ári síðan. Verkefnið var að afla sér þekkingar og upplýsinga um kjör aldraðra og jafnvel koma með tillögur um úr- bætur. þetta var hrein tímaeyðsla, því það lágu þegar fyrir ítarlegar upplýsingar um stöðu okkar lakast settu eldri borgara. Þetta er ein- faldlega sá hópur sem nýtur ein- göngu greiðslna almannatrygg- inga og engra eða lítilla greiðslna úr lífeyrissjóði, þeir sem búa í leiguhúsnæði og þeir sem hafa takmörkuð réttindi í almanna- tryggingakerfinu á Íslandi vegna búsetu erlendis. Í svari ráðherra við fyrirspurn Ellerts kom harla lítið fram annað en að Skýrsla starfshóps um kjör aldraðra lægi fyrir. Í skýrslunni er staðfest að hlutfall þeirra aldraðra á bilinu 65-74 ára sem eru undir lágtekjumörkum sé um 8% á Ís- landi. Alls eru því um 3000 ein- staklingar á landinu 65 ára og eldri sem hafa tekjur undir fátæktar- mörkum, sennilega þó mun fleiri. Í þessum hópi eru einstaklingar sem lifa við mikinn kvíða, vanlíð- an og skert lífsgæði, verða að neita sér um að leita heilbrigðisþjón- ustu, geta ekki leyst út lyf sín og eiga stundum ekki fyrir mat í lok mánaðar. Vandi þeirra sem búa í leiguhúsnæði á ótryggum og upp- sprengdum markaði kemur síðan í ofanálag. Við aðstæður þar sem vonleysið eitt blasir við er hætta á að andleg og líkamleg heilsa gefi eftir og að ótímabær og kostnað- arsöm úrræði verði þrautalend- ingin, þ.e. stofnanavistun. Fram hefur komið í samtölum við forráðamenn samtaka aldr- aðra að dæmi séu um algjöra upp- gjöf í hópi aldraðra. Engin merki sjást þó enn um frumkvæði ríkis- stjórnarinnar til þess að stíga ein- hver skref til móts við blásnautt, aldrað fólk á Íslandi. Er nema von að spurt sé hvaða áform fjár- málaráðherra og ríkisstjórnin hafi varðandi aldrað fólk sem er á von- arvöl og hvort ný fimm ára fjár- málaáætlun sem verður lögð fram á næstu dögum muni endurspegla áform um að kjörum allra eldri borgara verði þokað upp fyrir fá- tæktarmörk. Guðjón S: Brjánsson. Höf. er alþingismaður Samfylk- ingarinnar í NV-kjördæmi. Pennagrein Bláfátækt í boði Bjarna

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.