Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 201930
MT: Stefán Gísli með verðlauna-
gripinn síðastliðinn sunnudag.
Hvert langar þig
helst að ferðast?
Spurni g
vikunnar
(Spurt við úthlutunarathöfn
menningarstyrkja á Vesturlandi,
í Ólafsvík á föstudaginn)
Þórður Guðmundsson
Til Asíu.
Runólfur Guðmundsson
Um veröld víða.
Josefina Morell
Til Kautokeino í Norður Nor-
egi.
Ragnheiður Valdimarsdóttir
Um allan heim.
Sædís Björk Þórðardóttir
Bara erlendis í sól.
Aðalfundur Sundfélags Akraness var
haldinn þriðjudagin 19. mars síð-
astliðinn. Á dagskrá voru hefbund-
in aðalfundarstörf. Trausti Gylfa-
son, fráfarandi formaður félagsins,
flutti ársskýrslu ársins 2018. Sagði
hann starf félagsins afar blómlegt
og fór yfir árangur iðkenda á liðnu
ári.
Daníel Sigurðsson gjaldkeri lagði
fram ársreikning félagsins og var
hann samþykktur einróma. Heild-
artekjur félagsins voru um 21,5
milljónir og heildargjöld um 21,2
milljónir. Rekstur félagsins á síð-
asta ári var því jákvæður um sem
nemur 300 þús. krónum.
Þrír stjórnarmenn gáfu ekki kost
á sér til áframhaldandi setu í stjórn.
Það voru þau Trausti Gylfason for-
maður, Harpa Finnborgadóttir
varaformaður og Ingibjörg Júlíus-
dóttir meðstjórnandi. Í þeirra stað
komu inn í stjórnina Þórdís Guð-
mundsdóttir, Ruth Jörgensdóttir
Rauterberg og Ágúst Júlíusson sem
kjörinn var formaður. Auk þeirra
er stjórnin skipuð þeim Guðrúnu
Guðbjarnadóttur, Daníel Sigurðs-
syni, Kristínu Björgu Jónsdóttur og
Svövu Hrund Guðjónsdóttur.
kgk/ Ljósm. úr safni/ kgk.
Síðastliðinn laugardag fór fram
í Háskólanum á Akureyri fund-
ur um stöðu einkarekinna fjöl-
miðla og væntanlegt frumvarp til
stuðnings rekstri þeirra. Það var
Símenntun Háskólans á Akureyri
og Blaðamannafélag Íslands sem
buðu til fundarins. Rekstrarum-
hverfi einkarekinna fjölmiðla á Ís-
landi hefur löngum verið erfitt og
hefur þeim fækkað talsvert á liðn-
um árum. Sambærilegir miðlar í
grannlöndunum njóta ríkisstyrkja
til þess að stuðla að aukinni fjöl-
breytni og fjölræði bæði á landsvísu
og á staðbundnum svæðum. Frum-
varpi menntamálaráðherra er ætl-
að að auka líkur á áframhaldi tilurð
einkarekinna fjölmiðla hér á landi
að norrænni fyrirmynd.
Á fundinn mætti Lilja D Alfreðs-
dóttir mennta- og menningarmála-
ráðherra. Kynnti hún væntanlegt
frumvarp, vinnslu þess og áherslur
og hennar sýn á framtíð og mik-
ilvægi fjölmiðla. Ræddi hún við
fundargesti og kvaðst sjálf þakk-
lát fyrir þetta tækifæri, en hún hef-
ur ekki áður setið fund með útgef-
endum einkarekinna fjölmiðla og
kynnt sér sjónarmið þeirra. Á fund-
inum héldu talsmenn fjölmiðla er-
indi og kynntu starfsemi sína en
auk þess talaði Birgir Guðmunds-
son dósent við fjölmiðladeild HA.
Dr. Sigrún Stefánsdóttir fjölmiðla-
fræðingur stýrði fundinum.
mm
Fundað um einkarekna
fjölmiðla
Menntamálaráðherra ásamt nokkrum gestum á fundinum. Ljósm. bg.
Töluverðar breytingar á
stjórn Sundfélags Akraness
Ágúst Júlíusson tók við formennsku
af Trausta Gylfasyni
Meistaraflokkur Grundarfjarðar í
blaki hafnaði í öðru sæti á Íslands-
mótinu í blaki sem lauk á dögunum.
Þetta varð ljóst eftir síðustu keppn-
ishelgina en Grundarfjörður endaði
með 27 stig eftir veturinn en Ung-
mennafélagið Hjalti varð hlutskarp-
ara með 32 stig. Það er því ljóst að
Ungmennafélag Grundarfjarðar
mun leika í 1. deild að nýju eftir
smá hlé. Þar er leikjafyrirkomulag-
ið þannig að leikið er heima og að
heiman en ekki helgarmót eins og
er í neðri deildum. Þetta er gleðiefni
fyrir áhugasama Grundfirðinga sem
næsta vetur geta skellt sér á völlinn
og fylgst með heimaleikjum stelpn-
anna. tfk
Grundfirsku stelpurnar
upp um deild
Lið Grundarfjarðar en á myndina vantar Grétu Sigurðardóttir sem var fjarverandi
er ljósmyndari kíkti á æfingu.
Dagana 20. og 21. mars voru svo-
kallaðir Sólardagar í Fjölbrauta-
skóla Snæfellinga í Grundarfirði.
Þá var hefðbundið skólastarf brot-
ið upp og bryddað upp á ýms-
um nýjungum. Meðal annars var
kennsla í origami, jóga, leiklist,
prjóni og hekli og margt fleira gert.
Á fimmtudeginum var svo árshátíð
nemendafélagsins haldin í skólan-
um þar sem nemendur og kennarar
lyftu sér upp.
tfk
Sólardagar í FSN