Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019 15 Snorrastofa, menningar- og miðaldasetur í Reykholti Sími 433 8000 www.snorrastofa.is snorrastofa@snorrastofa.is Þriðjudagurinn 2. apríl 2019 kl. 20:30 í Bókhlöðu Snorrastofu Í fyrirlestrinum verður farið yfir sögu klausturhalds í landinu og hvernig konur og nýjar reglur um sambúðarmál fléttuðust í deilur kirkjuvalds og höfðingja. Kaffiveitingar og umræður Aðgangur kr. 500 Verið velkomin Snorrastofa í Reykholti Fyrirlestrar í héraði Klausturhald, konur og pólitík Steinunn Kristjánsdóttir fornleifafræðingur flytur Við höldum 1. vetrardag hátíðlegan og blásum til veislu í Kaupfélagi Borgfirðinga laugardaginn 25. október 2008 kl. 12-15 Flugger litir veita ráðgjöf og verða með tilboð Mjólka kynnir vörur sínar Kynning á hreinsiefnum frá Kemi Kynning og tilboð á Kerckhaert járningavörum, umboðsmaður á staðnum, býður upp á ís * Vetrarskeifurnar með breiða teininum komnar * Tískusýning á vetrarfatnaði, tilboð á fatnaði frá 66°N 10 - 50 % afsláttur af völdum vörum í versluninni Royal Canin, glaðningur fylgir öllum pokum af hunda-og kattamat. Umboðsmaður á staðnum Kaffi og rjómaterta SK ES SU H O R N 2 01 9 Íbúar í Hvalfjarðarsveit – Akranesi Deildarfundur Hvalfjarðardeildar Kaupfélags Borgfirðinga verður haldinn að Laxárbakka fimmtudaginn 28. mars 2019 kl. 20:30. Dagskrá: Rekstur KB 2018 og horfur á árinu 2019, 1. rekstrur og fjárfestingar Kosning deildarstjóra og fulltrúa á aðalfund KB 2. 2019 Félagið býður fundarmönnum upp á kaffi og með því! Deildarfundur Hvalfja ða deildar Kaupfélags Borgfirðinga VÍKURVAGNAR EHF. Víkurvagnar ehf. | Hyrjarhöfða 8 | 110 Reykjavík Sími 577 1090 | vikurvagnar.is | sala@vikurvagnar.is Setjum undir á staðnum Dráttarbeisli Í síðustu viku kom flutningaskipið Citadel með salt til Ólafsvíkurhafn- ar. Sökum veðurs var ekki hægt að hefja uppskipun fyrr en sólarhring eftir komu. Skipað var upp þúsund tonnum af salti og fóru 300 tonn í Valafell, 600 tonn í KG fiskverk- un en 100 tonn voru sett á lager á hafnarbakkanum. Til flutninganna voru notaðir þrír trailerar frá Ragn- ari og Ásgeiri. Þurfti fimm lyftara, þrjá í Ólafsvík og tvo í Rifi. Cita- del sem er frá Hollandi er skip af stærri gerðinni, rúmlega 110 metra langt og 14 metra breitt og um 4000 tonn. þa Með þúsund tonn af salti Á fimmtudagskvöld tók sveitar- félagið Borgarbyggð formlega við hugbúnaðinum OneLandRo- bot. Um er að ræða nýtt umsókna- og úttektarkerfi byggingafulltrúa sveitarfélagsins. Hugbúnaðinum er ætlað að gera byggingaleyfisum- sóknir skilvirkari og aðgengilegri fyrir húsbyggjendur, ásamt því að gera umsækjendum og öllum sem koma að verkinu kleift að fylgjast með stöðu mála í gegnum íbúagátt sveitarfélaganna. Borgarbyggð er með fyrstu sveitarfélögum lands- ins til að tölvuvæða þennan hluta stjórnsýslunnar. Vonir standa til að hugbúnaðarlausnin komi sér vel fyrir umsækjendur, auk þess sem hún geti eflt nauðsynlegt utanum- hald og eftirfylgni við umsóknir á sviði byggingafulltrúa. Með innleiðingu hugbúnaðar- ins munu allar umsóknir um bygg- ingaleyfi og tilkynningar um fram- kvæmdir fara fram rafrænt í gegn- um íbúagáttina. Byggingastjórar og iðnmeistarar skrá sig sömuleiðis rafrænt, svo ekki þarf lengur að skila inn undirskriftum til byggingafull- trúa á pappír. Þar með sparast ekki aðeins pappír heldur einnig tími, því með aðstoð tækninnar geta allir sem koma að tilteknu verki skilað inn undirskriftum með rafrænum skilríkjum hvar sem þeir eru staddir í heiminum, svo lengi sem þeir geta tengst internetinu. Fram kom í máli Ingimars Arn- dal og Hrafnkels Erlendssonar frá OneSystems, að með innleiðingu kerfisins mætti spara allt að 40% þess tíma sem í dag fer í pappírs- vinnu og afgreiðslu. Þeir fóru síðan yfir OneLandRobot hugbúnaðar- lausnina, sögðu frá því hvernig hún virkaði og sýndu hvernig á að nota hana. Jafnframt sýndu app sem beintengt er kerfinu og er hand- hægt við eftirlit og úttektir á verk- um. Það voru Gunnlaugur A. Júlíus- son sveitarstjóri og Þórólfur Ósk- arsson byggingafulltrúi sem tóku formlega við kerfinu fyrir hönd Borgarbyggðar. Töluverðar um- ræður spunnust um hugbúnaðinn og þeir sem mættir voru á kynn- inguna spurðu þá Ingimar og Hrafnkel spjörunum úr. Var ekki annað að heyra á þeim sem við- staddir voru en að þeim litist vel á nýja hugbúnaðinn og töldu að hann ætti eftir að koma sér vel í framtíð- inni. kgk F.v. Hrafnkell Erlendsson og Ingimar Arndal frá OneSystems, sem afhentu hugbúnaðinn og sýndu hvernig hann virkar, Þórólfur Óskarsson, byggingafulltrúi Borgarbyggðar og Gunnlaugur A. Júlíusson, sveitarstjóri Borgarbyggðar. Hluti viðstaddra fylgist náið með kynningu Hrafnkels og Ingimars á hugbúnaðarlausninni OneLandRobot. Tóku við nýjum hugbúnaði byggingafulltrúa Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.