Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 19

Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 19
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019 19 SKÓGARHLÍÐ 12 105 REYKJAVÍK SÍMI 520 4700 Strandabyggð óskar eftir að ráða byggingarfulltrúa til starfa með aðsetur á Hólmavík. Auk Strandabyggðar sinnir starfsmaðurinn verkefnum byggingarfulltrúa fyrir Árneshrepp, Dalabyggð, Kaldrananeshrepp og Reykhólahrepp. Um er að ræða 100% starf. Leitað er að öflugum og metnaðarfullum einstaklingi sem er reiðubúinn að þróa nýtt starf á traustum grunni. Helstu verkefni eru samkvæmt lögum og samþykktum sveitarfélaganna hverju sinni á sviðum byggingareftirlits, samkvæmt skipulags- og mannvirkjalögum. BYGGINGARFULLTRÚI Starfssvið • Ábyrgð á stefnu sveitarstjórnanna í málaflokkum sem undir hann heyra • Framkvæmd byggingarmála, byggingareftirlits • Áætlanagerð og eftirfylgni, mælingar, úttektir og útreikningar • Undirbúningur og eftirfylgni funda nefnda sveitarfélaganna er sjá um byggingarmál • Samstarf við aðila utan og innan stjórnsýslunnar sem sinna verkefnum á sviði byggingarmála • Önnur tilfallandi verkefni svo sem varðandi viðhald, minniháttar hönnunarverkefni o.s.frv. Menntunar- og hæfniskröfur • Menntun á sviði byggingarmála skv. 8. gr. mannvirkjalaga nr. 160/2010 • Þekking og reynsla að þeim málaflokkum sem falla undir sviðið • Þekking og reynsla af stjórnun, áætlanagerð og rekstri • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu er æskileg • Metnaður, hugmyndaauðgi, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar • Hæfni í mannlegum samskiptum, góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar • Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti Nánari upplýsingar veitir: Geirlaug Jóhannsdóttir, geirlaug@hagvangur.is Umsóknir óskast fylltar út á www.hagvangur.is Umsóknarfrestur til og með 14. apríl nk. Laun og starfskjör eru samkvæmt gildandi kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við viðkomandi stéttarfélag. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um. Aðalfundur Símenntunarmið- stöðvarinnar á Vesturlandi verður haldinn miðvikudaginn 3. apríl 2019, kl. 10:15 á Hótel Hamri í Borgarnesi. Dagskrá: Ársskýrsla – farið yfir starfsemi síðasta árs• Endurskoðaður ársreikningur lagður fram• Kosning í stjórn til næstu tveggja ára• Önnur mál• Allir velkomnir! Aðalfundarboð SK ES SU H O R N 2 01 9 Nemendafélag Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi frumsýndi söngleikinn Rock of Ages fyrir fullu húsi í Bíóhöllinni á Akranesi á föstudagskvöldið síðasta. Söng- leikurinn gerist í Los Angeles þar sem klassísk rokklög frá áttunda áratugnum ráða ríkjum. Sherrie er ung stúlka sem flytur til LA með stóra drauma. Hún fær vinnu á skemmtistaðnum Bourbon room en framtíð staðarins er ekki traust. Það stendur til að loka staðn- um en aðdáendur Bourbon room mótmæla og berjast fyrir að halda staðnum opnum. Stuðið réði ríkjum á sviðinu, og í salnum öllum, og tekst leik- urum einstaklega vel að halda at- hygli áhorfenda. Þrátt fyrir held- ur dramatískan söguþráð var mik- ill húmor í sýningunni og mik- ið var hlegið í salnum. Tónlist- ina ættu flestir að þekkja en hún samanstendur af stórsmellum átt- unda áratugarins, lög frá Bon Jovi, Twisted Sister, Poison, Styx og fleiri rokkhljómsveitum. Krakk- arnir fluttu lögin öll mjög vel og af miklu öryggi. Söngurinn heyrðist vel og ekki var annað að sjá en öll- um hafi liðið vel á sviðinu. Þá var hljómsveitin á sviðinu allan tímann og spilaði stórt hlutverk í sýning- unni. Nemendafélagið vann sýn- inguna í samstarfi við Tónlistar- skóla Akraness og skilaði samstarf- ið sér vel í vel framsettri tónlist. Leikurinn var ekki síðri en tón- listin en allir stóðu sig með stakri prýði, það heyrðist vel í öllum og ekki að finna annað en allir væru með sínar línur alveg á hreinu. Mjög gott flæði var á sýningunni og til að poppa upp stemninguna og eyða út öllum dauðum stund- um var sögumaður sem hélt áhorf- endum vel upplýstum um hvað var að gerast hverju sinni. Það kom vel út og braut upp sýninguna og dramatískan söguþráð með húmor sem passaði mjög vel inn í. Sviðs- myndin var góð og gerði mikið fyrir sýninguna og upplifunin var dálítið eins og maður væri kom- inn inn á gamlan rokkklúbb í bíó- mynd. Notast var við skjávarpa til að gefa betri mynd af því hvar sýn- ingin gerist og kom það mjög vel út. Viðtökur gesta á frumsýning- unni bentu til þess að allir væru hæstánægðir og fengu krakkarnir standandi lófatak í lok sýningar. Þetta var vel heppnuð og flott sýn- ing sem vert er að sjá. arg Mikið stuð í salnum á frumsýn- ingu Rock of Ages Starfsmaður Óskum eftir starfsmanni í fullt starf í smiðju okkar á Grundatanga. Upplýsingar, Björn í síma 660 3537 eða bjorn@stalsmidjan.is Atvinna á Grundartanga SK ES SU H O R N 2 01 9

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.