Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 2
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 20192 Dagur skólanna í Borgarbyggð verður á laugardaginn kemur. Þá verða allir skólar sveitarfélagsins kynntir til leiks í Hjálmakletti milli klukkan 13 og 15. Nánari upplýsingar er að finna í aug- lýsingu í Skessuhorni í dag. Á morgun er gert ráð fyrir suðvestan- átt 10-15 m/s og éljagangi en þurrt á Austurlandi. Hiti um eða rétt undir frostmarki. Á föstudag er spáð norð- vestan- og vestanátt 3-8 m/s en 8-13 m/s austanlands. Él um landið norð- anvert og með suðvesturströndinni. Frost 0-6 stig og hægviðri og létt- skýjað um kvöldið en herðir á frosti. Á laugardag er spáð hægari breyti- legri átt og víða bjart fram eftir degi en gengur í suðvestanátt 8-13 m/s seinni partinn með snjókomu eða slyddu á Suður- og Vesturlandi. Minnkandi frost. Á sunnudag er gert ráð fyrir suðvestanátt með úrkomu og hita í kringum frostmark. Þurrt á norðaustanverðu landinu. Á mánu- dag er útlit fyrir norðlæga eða breyti- lega átt, snjókomu norðanlands en annars skýjað með köflum og frost um mestallt landið. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns hvort lesendur hafi svindlað í netkönnunum. „Nei, aldrei“ svöruðu 74%. „Já,oft“ viðurkenndu 17% að hafa gert og 9% viðurkenndu að þeir hafi borið því við. Þessi spurning var sett inn á fimmtudaginn í kjölfar þess að fólk hafði sér til skemmtunar mis- farið með spurningu pólitísks eðlis á vefnum, sem sett hafði verið í loftið deginum áður. Var hún samviskusam- lega gerð ómarktæk. Í næstu viku er spurt: Ertu ánægð/ur í vinnunni? Lilja Hrund Jóhannsdóttir er ungur kokkur sem ákvað að opna veitinga- stað Ólafsvík hálfu ári eftir útskrift, þá aðeins 24 ára. Viðtal við Lilju er að finna í blaðinu en Lilja er Vestlending- ur vikunnar að þessu sinni. Spurning vikunnar Til minnis Veðurhorfur Vestlendingur vikunnar Óvíst um matar- úthlutun AKRANES: „Vegna bágrar fjárhagsstöðu Mæðrastyrks- nefndar Akraness er óvíst að páskaúthlutun verði í ár. Ef fyrirtæki, félagasamtök, versl- anir og/eða einstaklingar sjá sér fært að styrkja Mæðra- styrksnefnd þá er bent á reikn- ingsnúmer félagsins,“ seg- ir í tilkynningu frá Mæðra- styrksnefnd Akraness. Banka- reikningur nefndarinnar er: 552-14-402048 og kennitala 411276-0829. -mm Undankeppni Nótunnar VESTURLAND: Síðast- liðinn laugardag voru svæð- istónleikar Nótunnar haldn- ir í Hjálmakletti í Borgarnesi. Keppnin var undankeppni fyr- ir landskeppni Nótunnar sem haldin verður 6. apríl í Hofi á Akureyri. Í Borgarnesi kepptu skólar af Vesturlandi og Vest- fjörðum. Tíu atriði kepptu, en þrjú atriði komust í úr- slit. Í opnum flokki var sam- leiksatriði frá Tónlistarskól- anum á Akranesi. Í því spil- aði Fannar Björnsson á raf- gítar, Helgi Rafn Bergþórsson söng, Ingibergur Valgarðs- son sló trommur og Baldur Bent Vattar Oddsson spilaði á bassa. Í opnum flokki og í framhaldsnámi komust áfram nemendur frá Tónlistarskól- anum á Ísafirði. -mm Leigt út í óleyfi BORGARFJ: Lögreglan á Vesturlandi hafði í vikunni afskipti af útleigu sumarbú- staðar. Erlendum ferðamönn- um hafði verið leigð gisting í sumarbústað í Borgarfirði án þess að sótt hefði verið um til- skilin leyfi til slíkrar starfsemi. -kgk Skrafglaðir ökumenn VESTURLAND: Lögreglan á Vesturlandi sektaði nokkra ökumenn fyrir að tala í símann undir stýri í vikunni sem leið. Að sögn lögreglu var ekki um sérstakt átak að ræða, heldur tóku lögreglumenn sérstak- lega eftir þessu við almennt umferðareftirlit í umdæminu. Lögregla áréttar að ökumenn eiga ekki að tala í símann við akstur og viðurlög við slíku broti er 40 þúsund króna sekt. Þá var ökumaður í Borgarnesi sektaður fyrir að leggja bifreið með kerru uppi á gangstétt. Einnig var töluvert um hrað- akstur í umdæminu í vikunni sem leið og alls konar tölur sem sáust þar og þykir lög- reglu það miður. -kgk Þjótandi þakplötur SNÆFELLSNES: Þakplöt- ur fuku af húsi í Sundabakka í Stykkishólmi að kvöldi mið- vikudagsins í síðustu viku. Vont veður var á Snæfells- nesi þetta kvöld að sögn lög- reglu. Síðdegis sama dag hafði brotnað þakgluggi í veðurofsa í Krossavík á Snæfellsnesi svo snjóaði inn. Aðstoð var veitt vegna þessa. -kgk Krabbameinsfélag Akraness og ná- grennis festi nýverið kaup á vél- menni sem nefnist Beam upp á enska tungu og hefur það ver- ið tekið í notkun í Grundaskóla á Akranesi. Þar á bæ kjósa nemend- ur og starfsfólk að kalla vélmenn- ið „Nærveru“. Tækið er hannað til að aðstoða nemendur sem geta ekki sótt skóla vegna langvarandi veik- inda. Það virkar þannig að nem- andi getur stjórnað tækinu í gegn- um tölvu frá heimili sínu og þannig mætt í skólann, fylgst með og tek- ið þátt í umræðum í tímum, ferðast á því um húsnæði skólans og átt í samskiptum við bæði nemendur og starfsfólk í rauntíma. Nærver- an aðstoðar nú einn nemanda við námið, en viðkomandi getur ekki mætt í skólann vegna erfiðra veik- inda. „Grundaskóli er framsæk- inn skóli sem nýtir nýjustu tækni í skólastarfinu til að efla og bæta námið,“ segir á vef Akraneskaup- staðar. Þar segir jafnframt að um sé að ræða frumkvöðlastarf í ís- lenskum grunnskóla. „Tækið mun vonandi í framtíðinni nýtast fleir- um sem þurfa á að halda í langvar- andi læknismeðferð,“ segir á vef bæjarins. Sams konar vélmenni hafa þegar verið tekin í notkun í Fjölbrauta- skóla Snæfellinga. Í desember festi skólinn kaup á tveimur slíkum tækj- um og hafa þau þegar sannað gildi sitt, eins og sagt var frá í Skessu- horni fyrir skemmstu. Snæfelling- ar kjósa hins vegar að kalla tækin „Fjærverur“. Þá hefur sambæri- legur búnaður einnig verið not- aður í skólastarfi við Háskólanum á Akureyri og Menntaskólanum á Tröllaskaga. kgk Vélmenni til náms í Grundaskóla Nemendur Grundaskóla eiga hér í samskiptum við samnemanda sinn í gegnum „Nærveruna“ í rauntíma. Ljósm. Akraneskaupstaður. Stykkishólmsbær hefur auglýst eftir tilboðum í fyrsta áfanga endurgerð- ar á lóð Grunnskólans í Stykkishólmi og Amtsbókasafnsins. Er það norð- urhluti lóðarinnar sem tekinn er fyr- ir í fyrsta áfanga, samtals um 6.400 fermetrar. Helstu verk sem inna þarf af hendi í fyrsta áfanga eru jarð- og lagnavinna, uppsetning ljósastólpa, landmótun og frágangur á þeim stétt- um sem falla undir áfangann. „Um er að ræða eina stærstu fjárfestingu Stykkishólmsbæjar á þessu ári,“ segir Einar Júlíusson, skipulags- og bygg- ingafulltrúi, í samtali við Skessuhorn. „Ég vona að bæjarfélaginu berist góð tilboð þannig að hægt verði að ráðast í þessa mikilvægu framkvæmd,“ seg- ir Einar. Frestur til að skila tilboðum til skipulags- og byggingafulltrúa renn- ur út mánudaginn 15. apríl næst- komandi kl. 10:00, en þá verða til- boðin opnuð. Lokaskiladagur verks- ins samkvæmt útboðinu er næsta haust, föstudaginn 9. ágúst. kgk Endurgerð grunn- skólalóðar í útboð Grunnskólinn í Stykkishólmi og Amtsbókasafnið, séð úr lofti. Norðurhluti lóðarinnar er vinstra megin í mynd, en það er einmitt sá hluti lóðarinnar sem fyrsti áfangi nær til. Ljósm. sá. Landssamband veiðifélaga og Lands- samband stangaveiðifélaga sam- þykktu harðaorða ályktun á sameig- inlegum formannafundi sem fram fór nýverið í Reykjavík. Fundurinn átel- ur harðalega það samráðsleysi sem hefur verið viðhaft við undirbúning framlagðs frumvarps til breytinga á fiskeldislögum. Slík vinnubrögð séu ekki til þess fallin að ná sátt um þetta mikilvæga mál heldur þvert á móti er verið að stofna til átaka um náttúru Íslands. Í ályktun fundarins segir að í fyrir- liggjandi frumvarpi sé ekki að finna skýra stefnumörkun um að þróa skuli fiskeldi til umhverfisvænni eldisað- ferða í framtíðinni eða leiðir til að ná þeim markmiðum. Tillögur um að svokölluð samráðsnefnd um fisk- eldi hafi það með höndum að gera tillögur að breytingum á áhættumati um erfðablöndun opnar leið til póli- tískra afskipta af matinu. Ákvæðið er augljóslega sett fram til að auðvelda ráðherra að hafa pólitísk áhrif á nið- urstöður áhættumats erfðablöndunar og fer því alfarið gegn ákvæðum nátt- úruverndarlaga um meginreglur sem skylt er að hafa í heiðri til verndar náttúrunni. Þá hvetur fundurinn til þess að ytra eftirlit með fiskeldi verði aukið og fal- ið Fiskistofu. Þá varar fundurinn við að ákvæði frumvarpsins um heimild- ir Hafrannsóknarstofnunar til rann- sókna virðist eiga að nota til að lauma norskum laxi í sjókvíar í Ísafjarðar- djúpi, án þess að lögbundin leyfi liggi fyrir og undir því yfirskyni að um ,,tilraun“ sé að ræða. Meiri ástæða væri til að auka grunn rannsóknir á lífríkinu og þeim áhrifum sem núver- andi eldi hefur á umhverfið. Samkvæmt nýrri skýrslu Hagfræði- stofnunar Háskólans um virði lax- og silungsveiða, hafa 3.400 lögbýli tekjur af lax- og silungsveiði í hinum dreifðu byggðum landsins. Þá leið- ir skýrslan einnig í ljós að 60.000 Ís- lendingar stunda lax- og/eða silungs- veiðar. Verndun þessarar auðlindar á að vera leiðarljós við alla lagasetningu um fiskeldi. Á fundinum var ákveðið að veiði- menn og veiðiréttareigendur snúi bökum saman til varnar villtum laxastofnum og munu berjast sam- eiginlega gegn skaðlegum áformum sjókvíaeldisfyrirtækjanna. Sjá nánar bls. 17 mm/ Ljósm. Nils Folmer Jörgensen Veiðimenn og veiðiréttareigendur snúa bökum saman

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.