Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 24
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 201924 Katrín Gísladóttir, handverks- og útgerðarkona í Snæfellsbæ, opnaði verslunina Rifssaum í verbúð í Rifi árið 2008 en áður hafði hún verið með vinnustofu heima hjá sér. Á hlaupársdag árið 2012 keypti hún Baðstofuna í Rifi undir verslunina og 5. maí á síðasta ári flutti hún verslunina enn á ný að Ólafsbraut 19 í Ólafsvík. „Þetta byrjaði allt því mig langaði í saumavél til að merkja föt, handklæði og fleira. Þetta er ekki ódýrt tæki svo ég varð að rétt- læta kaupin með því að taka að mér að merkja fyrir fólk. Þetta óx svo bara upp frá því, ég flutti aðstöðuna í gömlu verbúðina í Rifi, keypti svo stærri vél, fór að selja garn og aðr- ar handavinnuvörur. Hingað er ég svo komin með verslun þar sem ég sel allar helstu handavinnuvörur og prjónavörur fyrir ferðamenn,“ segir Katrín og brosir. Aðspurð segist hún þó ekki sjálf prjóna allar prjónaflík- urnar í búðinni. „Það er góðar kon- ur hér í Snæfellsbæ sem prjóna mik- ið af þessu,“ segir hún. Litla versl- unin hennar Katrínar er við hliðina á Sker Restaurant sem Lilja, dóttir Katrínar rekur. „Við erum alltaf öll fjölskyldan hér saman og hjálpumst að, við köllum þetta hjálparsveit- ina,“ segir Katrín og hlær. Áhugamál frekar en atvinna Katrín er fædd og uppalin í Grund- arfirði en hefur búið í Rifi frá 1981. Hún hefur alltaf haft mikinn áhuga á handavinnu og segir versl- unina vera meiri afþreyingu en at- vinnu. „Við hjónin rekum litla út- gerð með 30 tonna línubát, sem er svona aðal atvinnan. Þetta er meira bara svona áhugamálið mitt. Mér hefur alltaf þótt gaman að vinna í höndunum og hef lengi verið á kafi í bútasaumi og prjóna líka mikið,“ segir Katrín. Í Rifssaumi er hægt að kaupa allt það helsta sem þarf í handavinnu, garn af öllum gerð- um, tölur, prjónablöð, tvinna og svo allar mögulegar græjur sem til þarf. „Ég er græjusjúk og hér er örugglega hægt að finna allar helstu handavinnugræjur sem fólk getur hugsað sér,“ segir Katrín og hlær. Aðspurð segir hún nóg vera að gera í versluninni. „Það er allt- af nóg að gera og það jókst mik- ið þegar ég flutti hingað í Ólafsvík. Þetta eru mikið ferðamenn sem koma, en heimakonurnar, og kon- ur af öllu nesinu, eru líka duglegar að koma.“ arg Opnaði Rifssaum til að réttlæta kaup á saumavél Katrín flutti handavinnuverslunina sína í Ólafsvík í fyrra. Hér sést hvernig er innangengt úr Rifssaumi yfir í Sker restaurant sem er í eigu Lilju, dóttur Katrínar. Niðurstöður nýlegar könn- unar Velferðarvaktarinnar um skólasókn í grunnskólum lands- ins benda til þess að um þúsund grunnskólanemendur á Íslandi glími við svokallaða „skólaforðun“ eða 2,2% nemenda. Könnunin var lögð fyrir skólastjóra í 172 grunn- skólum landsins nú í janúar. Þær benda til þess að leyfisóskum for- eldra vegna grunnskólanema hér á landi hafi fjölgað umtalsvert, en rúmur helmingur skólastjórnenda svarar því til að leyfisbeiðnum vegna ferðalaga hafi fjölgað mik- ið á síðustu árum. Þá kemur fram að meirihluti skólastjórnenda líti svo á að heimildir foreldrar til að fá leyfi fyrir börn sín séu of rúmar. „Ég lít það mjög alvarlegum aug- um að slíkar fjarvistir komi niður á námi nemenda líkt og könnun- in gefur vísbendingar um,“ segir Lilja Alfreðsdóttir menntamála- ráðherra. „Að mínu mati þurfum við að ræða þessa þróun og sam- félagið í heild þarf að taka hana til sín. Við þurfum ákveðna viðhorfs- breytingu gagnvart mikilvægu hlutverki skólanna og hvernig við sem samfélag metum menntun og störf kennara að verðleikum. Þar skiptir góð skólamenning lykilmáli og að gott samstarf, traust og virð- ing sé milli heimila og skólasam- félagsins,“ segir ráðherra. Lilja segir að markmið ráðu- neytis hennar sé að styðja sem best við skólasamfélagið og að þar líði öllum líði vel og nái árangri. „Sú áhersla er meðal annars eitt leið- arstefja nýrrar menntastefnu sem nú er í mótun. Árangur nemenda grundvallast á áhuga þeirra og vel- líðan. Skólaforðun þarf að nálg- ast úr ólíkum áttum og vinna gegn henni í nánu samstarfi við skóla- samfélagið, sveitarfélögin og önn- ur ráðuneyti. Þar er vilji til góðra verka, enda hefur þessi ríkisstjórn sett velferðarmál barna og ung- menna í forgang,“ segir Lilja. Því má bæta við að nú er hafin vinna innan ráðuneytisins við að skoða þann kafla aðalnámsskrár grunn- skóla þar sem fjallað er um und- anþágur frá skólavist. Hér á landi er skólaskylda í grunnskólum sem hefur í för með sér að allar fjar- vistir frá námi eru undanþágur. Skólastjórnendur setja sínar reglur með hliðsjón af því, frí og ferðalög sem kalla á leyfi frá skólavist eiga að heyra til undantekninga og þá er mikilvægt að náminu sé einn- ig sinnt af ábyrgð þegar barnið er tekið úr skóla. „Við höfum til skoðunar í ráðu- neytinu hvort einhverjar leiðir séu færar til þess að mæta þeirri ósk skólastjórnenda að stjórnvöld setji skýrari viðmið um undanþágur frá skólasókn og skyldunámi. Þar horfum við til dæmis til nágranna- landa okkar þar sem slík viðmið eru í mörgu tilfellum strangari en hér,“ segir Lilja. „Markmiðið er að nemendur nái árangri í sínu námi. Samfélagsgerð okkar er flóknari en áður og það gerir kröfu á okkur öll um sveigjanleika og lausnir en þær verða alltaf að vera með hags- muni nemendanna að leiðarljósi,“ segir Lilja Alfreðsdóttir. mm Telja of rúmar heimildir foreldra til að fá leyfi fyrir börn sín Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráð- herra. Á leið í skólann. Ljósm. úr safni/tfk.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.