Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 31

Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 31
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019 31 Klettagörðum 15 | 525 7700 | flytjandi.is DAGLEGA Á FERÐINNI MEÐ VÖRUR UM ALLT LAND Eimskip Flytjandi veitir samræmda flutningaþjónustu um land allt og eru áfangastaðirnir 80 talsins. Snæfellskonur halda mikilli spennu í baráttunni um sæti í úrslitakeppni Domino‘s deildar kvenna í körfu- knattleik. Þær mættu Haukum í hörkuleik í Stykkishólmi á laugar- daginn og sigruðu eftir æsispenn- andi lokamínútur, 76-74. Mikið jafnræði var með lið- unum í upphafsfjórðungnum og þau fylgdust að fyrstu mínúturnar. Undir lok leikhlutans náðu gestirn- ir smá rispu og leiddu með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta, 18-22. Snæfell skoraði fyrstu fjögur stig annars leikhluta og jafnaði met- in. Haukar náðu þá yfirhöndinni á nýjan leik og náðu mest ellefu stiga forystu. Þá var komið að Snæ- fellskonum, sem minnkuðu mun- inn hratt en örugglega svo aðeins munaði tveimur stigum á liðunum í hléinu, 34-36. Gestirnir úr Hafnarfirði komu ákveðnari til leiks eftir hléið og stjórnuðu ferðinni framan af þriðja leikhluta. Haukar leiddu með ell- efu stigum um miðjan leikhlut- ann, áður en Snæfell tók til við að minnka muninn. Þær væru fjór- um stigum á eftir gestunum fyrir lokafjórðunginn í stöðunni 51-55. Fjórði leikhluti var hnífjafn. Snæ- fell byrjaði hann betur og komst yfir áður en gestirnir náðu foryst- unni á nýjan leik. Liðin skiptust á að leiða síðustu sjö mínútur leiks- ins eða svo. Lokamínúturnar voru æsispennandi. Þegar mínúta lifði leiks jafnaði Rebekka Rún Karls- dóttir metin í 73-73 með þriggja stiga skoti. Haukar fóru á vítalín- una eftir næstu sókn og settu ann- að þeirra niður með hálfa mínútu á klukkunni. Snæfellskonur fengu dæmt á sig sóknarbrot í næstu sókn og útlitið ekki bjart. Þær stóðu hins vegar vörnina með stakri prýði svo skotklukkan rann út hjá Haukum þegar tíu sekúndur lifðu leiks. Snæ- fell stillti upp í sókn þar sem Gunn- hildur Gunnarsdóttir fékk bolt- ann fyrir utan þriggja stiga línuna á lokasekúndunum. Hún gerði sér lítið fyrir og setti skotið niður og tryggði Snæfelli gríðarlega mikil- vægan sigur. Lokatölur voru 76-74, Snæfelli í vil. Gunnhildur fór fyrir liði Snæ- fellskvenna, skoraði 27 stig og tók fimm fráköst. Angelika Kowalska var með 15 stig, sex fráköst og fimm stoðsendingar og Berglind Gunn- arsdóttir skoraði 15 stig einnig og tók fimm fráköst. Rósa Björk Pétursdóttir var stiga- hæst í liði gestanna með 19 stig, Eva Margrét Kristjánsdóttir skor- aði 17 stig, tók sjö fráköst og gaf fimm stoðsendingar, Þóra Kristín Jónsdóttir var með 14 stig og sex stoðsendingar. Snæfellskonur hafa 32 stig í fimmta sæti deildarinnar, jafn mörg stig og KR í sætinu fyrir ofan þegar einn leikur er eftir af deildarkeppn- inni. Snæfell mætti deildarmeist- urum Vals í lokaumferðinni gær, þriðjudaginn 26. mars. Sá leikur var hins vegar ekki hafinn þegar Skessuhorn fór í prentun. kgk Dramatískur sigur Snæfells Gunnhildur Gunnarsdóttir fór fyrir liði Snæfells og tryggði Hólmurum sigur með þriggja stiga skoti á lokasekúndum leiksins. Ljósm. sá. Skallagrímskonur töpuðu gegn KR, 66-85, þegar liðin mætt- ust í næstsíðustu umferð Dom- ino‘s deildar kvenna. Leikið var í Borgarnesi á laugardaginn. Skalla- grímskonur byrjuðu leikinn betur og höfðu yfirhöndina lengst fram- an af fyrri hálfleik. Þær náðu átta stiga forskoti í fyrsta leikhluta sem KR minnkaði niður í tvö. Skalla- grímskonur svöruðu því og leiddu með fimm stigum eftir upphafs- fjórðunginn, 22-17. Þær héldu uppteknum hætti í öðrum leik- hluta og komust tólf stigum yfir áður en leikhlutinn var hálfnaður. Þá tóku gestirnir við sér og minnk- uðu muninn jafnt og þétt það sem eftir lifði fyrri hálfleiks, þar til að- eins munaði tveimur stigum á lið- unum. Skallagrímur leiddi með 41 stigi gegn 39 þegar flautað var til hálfleiks. KR-ingar náðu forystunni snemma í síðari hálfleik en Skalla- grímskonur fylgdu þeim eins og skugginn framan af þriðja leikhluta. Þegar langt var liðið af fjórðungn- um náðu gestirnir smá rispu og leiddu með sex stigum fyrir fjórða og síðasta leikhlutann, 55-61. Þar náðu Skallagrímskonur sér ekki á strik og skoruðu aðeins ellefu stig. Á meðan sigu gestirnir hægt en örugglega lengra og lengra fram úr. Þegar lokaflautan gall höfðu KR-konur 19 stiga forkost. Þær sigruðu með 85 stigum gegn 66 stigum Skallagrímskvenna. Shequila Joseph setti upp tröll- atvennu í liði Skallagríms, skoraði 24 stig og reif niður 20 fráköst, auk þess sem hún gaf átta stoðsend- ingar. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir skoraði 15 stig og tók átta fráköst, Ines Kerin var með 14 stig og níu stoðsendingar og Maja Michalska skoraði tíu stig. Kiana Johnson átti stórleik fyrir KR og setti upp þrennu. Hún skor- aði 38 stig, tók ellefu fráköst og gaf tólf stoðsendingar. Orla O‘Reilly skoraði 19 stig og tók tíu fráköst og Vlima Kesanen var með tíu stig. Skallagrímskonur hafa tólf stig í sjöunda sæti deildarinnar fyrir lokaumferðina, með fjórum stigum meira en Breiðablik sem er fallið en fjórum stigum á eftir Haukum í sætinu fyrir ofan. Það þýðir að staða liðsins í deildinni mun ekki breytast í lokaumferðinni. Loka- leikur Skallagríms í Domino‘s deildinni þennan veturinn var úti- leikur gegn Haukum í gær, þriðju- daginn 26. mars. Sá leikur var hins vegar ekki hafinn þegar Skessu- horn fór í prentun. kgk Gestirnir sterkari í síðari hálfleik Shequila Joseph fór mikinn í leiknum gegn KR en það dugði Skallagrímskonum þó ekki til sigurs. Ljósm. Skallagrímur. Fimmta og síðasta umferð meist- arakeppni ungmenna í keilu á þessu tímabili fór fram laugardag- inn 16. mars. Alls tóku um 50 ung- menni þátt í mótaröðinni á þessu tímabili. Bestan dag að þessu sinni átti Jóhann Ársæll Atlason úr ÍA, en hann varð efstur í 2. flokki pilta og skoraði 1.275 eða 212,5 að meðaltali. Hann varð sömuleið- is efstur á keppnistímabilinu í sín- um flokki. Hlynur Helgi Atlason sigraði í 3. flokki pilta, Jónas Hreinn Sig- urvinsson hafnaði í sjöunda sæti og Sindri Már Einarsson í áttunda. Sé litið til alls tímabilsins í 3. flokki pilta hafnaði Hlynur Helgi í öðru sæti, Sindri Már í því sjötta, Jón- as Hreinn í því sjöunda, Róbert Leó Gíslason í áttunda, Ísak Birk- ir Sævarsson í tíunda og Ólafur Hjalti Haraldsson í þrettánda. Sóley Líf Konráðsdóttir varð fimmta í 3. flokki stúlkna og hafn- aði í sjötta sæti í eftir keppnistíma- bilið 2018-2019. Í 4. flokki pilta sigraði Tómas Freyr Garðarsson, Matthías Leó Sigurðsson hafnaði í öðru sæti og Ísak Freyr Konráðsson varð sjötti. Matthías Leó hreppti hins vegar fyrsta sætið yfir tímabilið, Tóm- as Freyr það fjórða og Ísak Freyr varð áttundi. Særós Erla Jóhönnudóttir sigr- aði í 5. flokki stúlkna í fimmtu um- ferð meistarakeppninnar sem leik- in var þarsíðasta laugardag. kgk/ Ljósm. KLÍ. Góður árangur í meistarakeppni ungmenna Jóhann Ársæll Atlason ÍA úr er hér fyrir miðju. Hann átti bestan dag í fimmtu umferð meistarakeppninnar og stóð uppi sem sigurvegari eftir tímabilið. Steindór Máni Björnsson varð annar yfir tímabilið og Adam Geir Baldursson þriðji, báðir úr ÍR. Tómas Freyr Garðarsson ÍA sigraði í 4. flokki pilta og Matthías Leó Sigurðsson ÍA varð annar, en Matthías varð engu að síður hlutaskarpastur á tímabilinu. Með þeim á myndinni er Mikael Aron Vilhelmsson úr KFR, sem lenti í þriðja sæti í fimmt umferð meistarkeppninnar.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.