Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 11

Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 11
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019 11                              FUNDUR Á AKRANESI MEÐ ÞINGMÖNNUM VG  ­€­ Með bréfi sem ritað var síðla í nóvember á síðasta ári vakti Gunn- laugur A Júlíusson sveitarstjóri Borgarbyggðar máls á því við Veit- ur að bæta þurfi bifreiðastæði og aðstöðu við Deildartunguhver í Reykholtsdal. Bendir hann á að Deildartunguhver sé einstakt nátt- úruvætti. „Með mikilli aukningu á umferð ferðafólks á Íslandi, og þar af leiðandi einnig í uppsveit- um Borgarfjarðar, þá er Deildar- tunguhver orðinn mjög fjölsótt- ur ferðamannastaður. Hann hef- ur mikið aðdráttarafl fyrir fólk sem vill upplifa nándina við óbeislað- an kraft náttúrunnar. Mikið skort- ir hins vegar á að hvernum hafi ver- ið sýndur sá sómi í uppbyggingu við hann svo aðkoma ferðafólks sé eins og æskilegt væri. Öryggismál- um hefur verið vel sinnt en að öðru leyti hefur ekki mikið áunnist. Sem dæmi má nefna að fyrsta aðkoma ferðafólks að Deildartunguhver er holótt og illa hirt malarplan. Það gefur auga leið að aðkoman að þessum mikla og einstæða hver er ekki aðlaðandi og ekki eins og eðli- legt verður að teljast. Aðkoman að Deildartunguhver stingur í stúf við umhverfi annarra virkjana OR því yfirleitt er það sameiginlegt með stöðvarmannvirkjum orkuveitunn- ar að aðkoma að þeim er til mikillar fyrirmyndar,“ skrifar Gunnlaugur í nóvember. Í samtali við Skessuhorn kemur fram að Veitur hafi ekki enn svarað erindinu. Bæta verður ásýnd Gunnlaugur bendir á það í erindi sínu að hverinn sé ekki einung- is eitt af merkilegri náttúruvættum Íslands heldur hafi hann stöðu sem vatnsmesti hver í Evrópu. „Í hvern- um spretta fram 180 sekúndulítr- ar af vatni sem er um 100°C heitt. Um áratuga skeið hefur Deildar- tunguhver verið uppspretta vatns sem nýtt hefur verið til húshitunar í Borgarnesi og Akranesi. Upphaf- lega var það gert undir nafni Hita- veitu Borgarness og Akraness en nú er veitan hluti af samstæðu Orku- veitu Reykjavíkur. Hverinn hefur þannig bætt búsetuskilyrði og auk- ið lífsgæði í héraðinu í hinu stóra samhengi fyrir utan margt annað. Vatn úr Deildartunguhver hefur einnig nýst til uppbyggingar á at- vinnustarfsemi í nágrenni hans.“ Bendir Gunnlaugur á að bæta verði ásýnd og umgjörð Deildart- unguhvers með því að malbika bíla- planið og merkja það á tilheyrandi hátt. „Það myndi gera alla aðkomu og umgjörð hversins myndarlegri og bæta upplifun ferðafólks sem vill upplifa nálægð við þetta náttúruun- dur. Hér með er því skorað á Veitur ohf að sýna Deildartunguhver þann sóma sem hann á skilið með því að ráðast í fyrrgreinda framkvæmd á vori komanda þegar frost er farið úr jörðu.“ Ætla að bera í og slétta bílaplan „Okkur þykir leitt að farist hafi fyr- ir að svara Gunnlaugi því við erum alltaf tilbúin að ræða við sveitar- stjórn, og aðra sem hagsmuna eiga að gæta á svæðinu, um framtíðar- fyrirkomulag við Deildartungu- hver,“ segir í skriflegu svari sem Ólöf Snæhólm Baldursdóttir upp- lýsingafulltrúi sendi Skessuhorni við fyrirspurn þessa efnis. Þar kem- ur fram að undanfarin ár hafi Veit- ur verið í miklum framkvæmdum við Deildartunguhver sem auki öryggi ferðafólks: „Meðal annars með uppsetningu öryggishandriða og endurbótum á göngustígum. Í sumar verða eldri upplýsinga- skilti við hverinn tekin niður og ný skilti sett upp. Veitur taka undir að ástand bílaplans gæti verið betra og munu bregðast við með því að láta bera í og slétta planið,“ segir Ólöf Snæhólm. mm Skorar á Veitur að bæta bílastæði og merkingar við Deildartunguhver Mynd tekin við hverinn sumarið 2017. Í forgrunni er malarstæði fyrir bíla, hverinn til vinstri og til hægri er nýbygging Krauma.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.