Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 20
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 201920 Vöktun Matvælastofnunar á sýkla- lyfjaónæmi í kjöti og dýrum árið 2018 sýnir að sýklalyfjaónæmi er til staðar í íslensku búfé og að horfa þurfi til fleiri þátta en innflutnings til að sporna við frekari útbreiðslu. Í tilkynningu frá Matvælastofnun er þó tekið fram að ónæmi fyrir sýkla- lyfjum í íslensku búfé er minna en í flestum Evrópulöndum, en ónæmi í íslenskum lömbum og innfluttu svínakjöti vakti hins vegar athygli. Vöktunin náði til tæplega 900 bakteríustofna úr sýnatökum Mat- vælastofnunar, framleiðenda og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga. Sýni voru tekin úr svínum, alifugl- um og lömbum og innlendu og er- lendu svína- og alifuglakjöti, bæði á markaði og í afurðastöðvum. Skipt- ir stofnunin vöktuninni í tvennt. Í fyrsta lagi skimun á sýklaónæmi í búfé- og búfjárafurðum og hins vegar prófun á ónæmi í sjúkdóms- valdandi örverum í búfé og búfjár- afurðum. Skýrsla um niðurstöður vöktunarinnar hefur nú verið birt á vef Matvælastofnunar. Auk alifugla og svína voru tekin sýni úr íslenskum lömbum í fyrsta skipti. „ESBL/AmpC myndandi E. coli greindist í þörmum um 4% lamba. Það er álíka og í þörmum íslenskra alifugla og svína undan- farin ár. Hvernig ónæmar bakteríur bárust í lömbin eða hvort ónæmið myndaðist í lömbunum er ekki vit- að og ekki heldur hvort um aukn- ingu sé að ræða. Líkt öðru búfé, eru íslensk lömb ekki laus við bakteríur sem eru ónæmar fyrir sýklalyfjum eða sem geta þróað slíkt ónæmi og dreift í aðrar bakteríur. Hlutfallið á Íslandi í alifuglum og svínum er svipað og á Norðurlöndunum en er þó lægra en í öðrum Evrópulönd- um.“ Aukin vöktun Sýklalyfjaónæmi er ein helsta ógn við heilbrigði manna og dýra í dag. Með aukinni áherslu stjórn- valda á þennan málaflokk hefur Matvælastofnun fengið fjárheim- ildir til vöktunar sýklalyfjaónæmis í matvælum og dýrum. „Sýnatök- ur hafa því aukist og munu einnig gera það á þessu ári og ná m.a. til grænmetis. Niðurstöður mælinga á sýklalyfjaónæmi í sýnum sem tek- in voru úr gæludýrum 2018 verða kynntar fljótlega. Einnig er í bígerð að halda málþing í haust um sýkla- lyfjaónæmi á Íslandi á vegum Mat- vælastofnunar og samstarfsstofn- ana,“ segir í tilkynningu frá stofn- unni. mm Sýklalyfjaónæmi er til staðar í íslensku búfé „Ég var að pakka saman dótinu mínu og er á leið út að spila und- ir í danstíma. Sólin er hátt á lofti og hitinn er nálægt 20 gráðum, þetta er svona stuttermabolaveð- ur,“ segir Reynir Hauksson gítar- leikari í samtali við Skessuhorn, því hann veit að heima á Íslandi eru landar hans ætíð jafn áhugasamir um veðrið. Reynir býr í Granada á Spáni, þar sem hann nemur fla- mengógítarleik. Hann er væntan- legur til landsins í lok mars og ætl- ar að leggja upp í tónleikaferðalag fyrstu daga aprílmánaðar. Auk þess mun hann heimsækja tónlistarskóla og grunnskóla í landshlutanum og kynna fyrir krökkunum töfra fla- mengótónlistar, en verkefnið nýt- ur styrks úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands. „Ég kem til landsins á morgun, 28. mars og þetta verkefni hefst 1. apríl. Þá heimsæki ég fyrsta skólann. Ég fer í Tónlistarskólann á Akranesi, Tónlistarskóla Borg- arfjarðar, Tónlistarskóla Stykkis- hólms auk þess sem ég heimsæki Grunnskóla Borgarfjarðar bæði á Hvanneyri og Kleppjárnsreykjum. Þar ætla ég að undirbúa komandi kynslóðir, reyna að sá fræjum fla- mengósins í huga barnanna á þess- um mikla mótunaraldri í þeirra lífi, svo þetta verði nú allt saman sjálf- bært hjá okkur,“ segir Reynir léttur í bragði. „Ég gef mér svona tíu ár í þetta. Að þeim tíma loknum getum við kannski hætt að flytja inn fólk til að spila flamengótónlist og sjáum bara um þetta sjálf, hver veit,“ bæt- ir hann við. Að baki skólaheimsóknunum liggja bernskuminningar hans sjálfs og ástríðan fyrir flamengótónlist. Hann sá fram á að hafa góðan tíma til að gera þetta á meðan Íslands- dvölinni stendur og ákvað að láta verða af þessu. „Með þessu nýti ég ferðina betur. Ég er að koma hvort eð er og spila á tónleikum á kvöld- in. Þá er dagurinn laus. Ég man þegar ég var krakki þá komu reglu- lega tónlistarmenn í heimsókn í skólann, sögðu frá hinu og þessu og mér fannst það alltaf skemmti- legt. Sérstaklega er mér minnis- stætt þegar ég var svona níu eða tíu ára, þá kom Kristján Eldjárn gítar- leikari í heimsókn í Andakílsskóla. Það fannst mér alveg stórmerkilegt, hann sjálfur áhugaverður músíkant og alveg rosalega góður gítarleikari. Hann dó síðan örfáum árum síðar, langt fyrir aldur fram blessaður.“ Aukinn áhugi á flamengótónlist Tónleikaröð Reynis hefst á Vestur- landi með tónleikum í heimaþorp- inu. „Ég byrja ferðalagið á tónleik- um á Hvanneyri Pub 2. apríl. Það er afmælisdagurinn minn og ég vil hvergi annars staðar vera þennan dag en á Hvanneyri,“ segir Reyn- ir. Daginn eftir kemur hann fram í Vinaminni á Akranesi og 4. apríl verður hann í Vatnasafninu í Stykk- ishólmi. Reykholtskirkja verð- ur fjórði viðkomustaður Reynis á Vesturlandi mánudaginn 8. apríl, en aðra daga kemur hann einn- ig fram í Reykjavík, á Selfossi og í Grindavík. Um er að ræða ein- leikstónleika, þar sem Reynir kem- ur einn fram með gítarinn, eins og hann hefur gert á tónleikaferðalög- um sínum um landið undanfarin ár. „Ég kem fram með nýtt prógramm, en að öðru leyti verða tónleikarnir með svipuðu sniði og verið hefur,“ segir hann. Tónleikar Reynis hafa mælst vel fyrir og hann finnur fyrir auknum áhuga á flamengótónlist ár frá ári. „Með hverju skiptinu koma fleiri og fleiri á tónleikana, áhuginn virðist alltaf vera að aukast. Það er líka ekki mikið um þetta heima á Ís- landi, að menn séu að spila svona músík á gítarinn. Þó það sé rosa- lega mikil tónlist á Íslandi þá hefur þessi angi ekki náð að teygja sig til landsins enn sem komið er,“ segir Reynir. „Af því ég er búsettur hérna í Granada og að stúdera þessa mús- ík, þá finnst mér eina vitið að koma heim og sýna hvað ég er búinn að læra hérna úti. Ég held að það sé býsna íslenskt að gera svoleiðis,“ segir Reynir. „Þrátt fyrir að samfé- lagið sé orðið býsna opið og ég gæti stúderað flamengó heima á Hvann- eyri með því að opna YouTube, þá er alltaf mjög skýrt í huga þjóðar- innar hvar Ísland endar og útlönd byrja. Þess vegna held ég að Ís- lendingar sem hafa farið út, séð og upplifað eitthvað sem þeim finnst merkilegt, finni oft hjá sér ákveðna þrá til að deila þeirri reynslu með fólkinu sínu heima,“ bætir hann við. Fjölmargir stílar flamengósins Aðspurður segir Reynir að áhorf- endur megi eiga von á flamengó- einleikstónleikum eins og þeir eru að mestu uppsettir í Andalúsíu á Spáni. „Farið verður í bæði hef- bundna sálma og eins einhverjar nútímapælingar í flamengó. Ætl- un mín er að reyna að gefa áhorf- endum sem best þversnið af þess- ari tegund tónlistar. Flamengó er í raun regnhlífarhugtak yfir alla sí- gaunasöngva Andalúsíuhéraðs, en allt í allt eru stílar flamengó um það bil 35 talsins, þar sem hver stíll hefur sinn brag og sitt tilefni. Fla- mengóinn byggir í raun á smátón- smíðum. Eitt lag er kannski saman- sett úr tíu litlum lögum, en móður- stíllinn heldur því saman og mað- ur er alltaf innan þess ramma,“ seg- ir hann. „Að því sögðu hefur hver stíll líka sínar eigin reglur og þetta lærist allt smám saman. Þegar mað- ur spilar með öðrum, til dæmis með söngvara sem mér persónulega finnst skemmtilegast, þá þurfum ég og söngvarinn báðir að vera með- vitaðir um reglurnar, þetta sameig- inlega í laginu, svo samtal okkar á milli geti átt sér stað í tónlistinni. Það er meira frelsi að vera einn með gítarinn, en alltaf gildir sama grunnprinsippið; ef maður er í ein- um stíl þá heldur maður sig innan hans og verður umfram allt að virða taktinn. Það þarf að vita hvar hann liggur, maður þarf að vera í sam- hengi, vita hvar maður byrjar og hvar maður endar og halda fílinu út allan flutninginn,“ segir Reynir. „Þetta mun ég allt saman reyna að útskýra fyrir krökkunum í skólun- um. Á tónleikunum mun ég líka í stuttu máli kynna lögin og stílana og reyna að útskýra í grófum drátt- um hvað þetta gengur út á allt sam- an,“ bætir hann við. Að lokinni tónleikaferð sinni í aprílbyrjun heldur Reynir aftur út til Spánar. Hann er síðan vænt- anlegur til landsins á nýjan leik seinni part maímánaðar. „Tónleik- arnir og skólaheimsókirnar núna eru í raun fyrsti fasinn af þremur í þessu flamengóverkefni mínu. Vik- una 20.-25. maí kem ég aftur og þá með söngvara með mér. Við förum á flakk og munum spila og syngja flamengó víðs vegar um landið, meðal annars á Vesturlandi. Í lok þeirra viku koma síðan dansarar og fleiri hljóðfæraleikarar til liðs við okkur og við setjum upp flamen- gósýningu í Kópavogi laugardagin 25. maí. Þannig að þetta er þriggja fasa pakki,“ segir Reynir Hauksson að endingu. kgk/ Ljósm. aðsend. Reynir Hauksson fer með flamengóinn um Vesturland „Hver stíll hefur sinn brag og sitt tilefni“ Reynir með gítarinn. Reynir Hauksson gítarleikari nemur flamengógítarleik í Granada á Spáni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.