Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 13

Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019 13 ÚTBOÐÚTBOÐ Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is 81x120 mm TIL SÖLU Borgartúni 7c, 105 Reykjavík Sími 530 1400 www.rikiskaup.is Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins óskar eftir að taka á leigu um 400 m² húsnæði fyrir Vínbúð á Akranesi. Húsnæðið mun skiptast að u.þ.b. 2/3 hlutum í verslunarsvæði og 1/3 hluta í lager og starfsmannaaðstöðu. Húsnæðið þarf að fullnægja eftirfarandi kröfum: Vera á skilgreindu verslunarsvæði.1. Liggja vel við almenningssamgöngum.2. Umferð að og frá húsnæðinu skal vera greið.3. Húsnæðið skal vera á jarðhæð.4. Húsnæði bjóði upp á að vöruhurð opnist beint út á bak- eða hliðarsvæði.5. Góð aðkoma sé að húsnæðinu fyrir viðskiptavini og næg bílastæði (a.m.k.20 6. bílastæði sem eru ætluð Vínbúðinni eða sérmerkt Vínbúðinni). Lögð er áhersla á gott aðgengi af bílaplani fyrir hreyfihamlaða og jafnframt þurfa 7. að vera bílastæði fyrir starfsfólk. Aðkoma að húsnæðinu fyrir flutningabíla með vörur skal vera góð.8. Verslunarrýmið sé sem næst rétthyrnt (hlutföll rýmisins nálægt 3 á móti 2) og mega súlur, veggir 9. eða annað ekki hamla yfirsýn um verslunarhluta húsnæðisins. Húsnæðið verður að fullnægja öllum kröfum sem opinberar eftirlitsstofnanir og 10. umsagnaraðilar gera til slíks og vera samþykkt af þeim. Leigutími húsnæðisins er 8-10 ár. Húsnæðið skal afhenda samkvæmt samkomulagi og ræðst afhendingartími nánar af ástandi þess við afhendingu. Áhugasamir skulu senda öll gögn um það húsnæði sem þeir hyggjast bjóða í lokuðu umslagi til skrifstofu Ríkiskaupa, Borgartúni 7, 105 Reykjavík fyrir kl. 11:00, föstudaginn 5. apríl 2019. Merkt : 40413 - Leiga á húsnæði fyrir Vínbúð ÁTVR á Akranesi Gögn þurfa meðal annars að innihalda eftirfarandi: Staðsetning.1. Teikningar af húsnæði.2. Mögulegur afhendingartími.3. Ástand húsnæðis við afhendingu.4. Leiguverð án vsk. og skal það innifela allan sameiginlegan kostnað.5. Fyrirsjáanlegar breytingar sem gætu haft áhrif á kröfuliði 1- 10 að ofan á leigutímanum.6. Kvaðir sem kunna að hafa áhrif á starfsemi Vínbúðar á svæðinu.7. Óskast til leigu Loftljósið næst frá eftirtöldum stöðum: Seyðishólar - Langholtsfjall - Háafjall - Úthlíð - Tóftir Krosshóll - Hurðarbak - Heklubyggð - Lúnansholt Kálfatjörn - Borgarnes - Þjóðólfsholt Loftljósið Hagkvæmur kostur Tenging sem virkar Hentar fyrir gagnvirkt sjónvarp Margir möguleikar í boði Fjartenging myndavélakerfa, öryggiskerfa ofl. Sími 546 0400 www.loftljosid.is Lausnir fyrir þig inni á Ljósið í loftinu! Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is Á málþingi í Háskóla Íslands í tilefni alþjóða hamingjudeginum síðastlið- inn miðvikudag flutti Dr. Dóra Guð- rún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis, erindi. Þar fór hún meðal annars yfir niðurstöður úr hamingjumælingum eftir sveitarfé- lögum, árstíma og atvinnu. Mælingin fór fram í netkönnun sem Gallup sá um fyrir Embætti landlæknis. Sam- kvæmt þeim niðurstöðum eru íbúar í Grindavík að meðaltali hamingju- samastir landsmanna, en þar á eftir koma íbúar á Akranesi og í Fjarða- byggð, en hamingjan er að meðaltali minnst í Borgarbyggð. Samkvæmt könnuninni er mælist minnst óham- ingja í Fjarðabyggð, eða 0,3%, og þar á eftir kemur Akranes með 0,4% sem merkja við valkostinn óhamingja. Hamingjan mælist mest í Grindavík og Hveragerði, eða 73,2% og þar á eftir á Akranesi, 72,4%. Í fyrsta skipti voru nú einnig sýnd- ar niðurstöður úr hamingjumæling- um yfir alla mánuði ársins og kom þar fram að ekki virðist sem svartasta skammdegið kveiki mestu óhamingj- una. Hamingjan virðist vera nokk- uð jöfn allt árið. Þá kom einni fram að kjörnir fulltrúar, æðstu embættis- menn og stjórnendur eru hamingju- samasta starfsstéttin og þar á eftir eru sérfræðingar með háskólapróf. Verkakonur og -menn eru minnst hamingjusamir og næstminnst ham- ingja er meðal þeirra sem starfa við þjónustu, sölu eða afgreiðslu. arg Hamingja er að meðaltali næstmest á Akranesi Hamingja mælist nú mest í Grindavík. Ljósm. ozzo photography. Hamingja og óhamingja flokkuð eftir sveitarfélögum. Hamingja flokkuð eftir atvinnu.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.