Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019 21 Auðarskóli Ábyrgð – Ánægja – Árangur SK ES SU H O R N 2 01 9 Auðarskóli óskar eftir að ráða í eftirfarandi stöður skólaárið 2019-2020 Kennarar í Auðarskóla Við Auðarskóla er laus 77% staða kennara á unglingastigi og 100% staða kennara á miðstigi fyrir skólaárið 2019-2020. Kennsla á unglingastigi Smíðar Enska Danska Kennsla á miðstigi Stærðfræði Samfélagsfræði Danska Upplýsingatækni Mikilvægt er að umsækjendur búi að: Færni í samskiptum Frumkvæði í starfi Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Góð íslenskukunnátta Einnig þurfa umsækjendur að vera tilbúnir að vinna eftir stefnu Auðarskóla í teymiskennslu. Umsóknarfrestur er til 12. apríl 2019. Umsækjendur þurfa að hafa leyfisbréf til þess að kenna í grunn- skóla. Umsóknir um starfið berist á netfangið hlodver@audarskoli.is. Í umsókninni þarf að vera ferilskrá og ábendingar um meðmælendur. Upplýsingar um starfið veitir Hlöðver Ingi skólastjóri í síma 4304757. Auðarskóli Ábyrgð – Ánægja – Árangur SK ES SU H O R N 2 01 9 Auðarskóli óskar eftir að ráða tónlistarkennara Tónlistarkennari Við Auðarskóla er laus 100% staða tónlistarkennara við tónlistar- deild skólans frá og með 1.ágúst 2019. Mikilvægt er að umsækjendur búi að: Færni í samskiptum Frumkvæði í starfi Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð Góð íslenskukunnátta Umsóknarfrestur er til 12. apríl 2019. Umsækjendur þurfa að hafa leyfisbréf til þess að kenna í grunn- skóla. Umsóknir um starfið berist á netfangið hlodver@audarskoli. is. Í umsókninni þarf að vera ferilskrá og ábendingar um með-mæ- lendur. Upplýsingar um starfið veitir Hlöðver Ingi skólastjóri í síma 4304757. Júlíana, hátíð sögu og bóka, var hald- in sjöunda sinn í Stykkishómi frá fimmtudegi til sunnudags. Hátíðin hófst formlega með opnunarhátíð á Vatnasafninu á fimmtudagskvöld. Þar voru veitt verðlaun fyrir smá- sagnasamkeppnina sem efnt var til í tengslum við hátíðina. Alls barst 41 smásaga í keppnina. Að þessu sinni hreppti Ásdís Ingólfsdóttir fyrstu verðlaun fyrir sögu sína Hnífjafnt. Brynjólfur Þorsteinsson varð annar fyrir söguna Ímugust og Hlín Leifs- dóttir hafnaði í þriðja sæti fyrir sög- una Bláa taskan. Dómnefndina skip- uðu Sigþrúður Silja Gunnarsdóttir ritstjóri, sem jafnframt var formað- ur dómnefndar, Ármann Jakobsson, prófessor og rithöfundur og Guð- rún Baldvinsdóttir bókmenntafræð- ingur. Á opnunarhátíðinni var Ingi- björgu Helgu Ágústsdóttir veitt sér- stök viðurkenning fyrir framlag sitt til menningarmála í Stykkishólmi. Yfirlitssýning á verkum hennar, Ævintýraboxið, var opin alla daga hátíðarinnar. Í kjölfar opnunarhátíðarinnar var opnuð sýning um Júlíönu Jóns- dóttur, sem hátíðin er nefnd eftir, í Norska húsinu og verður sýning- in opin fram á sumar. Sýningin ber heitið Lítil Mær heilsar, sem eru upphafsorð eins af ljóðum Júlíönu. Fjölmargir viðburðir voru um all- an bæ eins og venja er á hátíðinni. Ævar vísindamaður vann að skap- andi skrifum með grunnskólakrökk- um í Stykkishólmi í aðdraganda há- tíðarinnar. Krakkarnir stigu á stokk í Amtsbókasafninu á föstudeginum og lásu afraksturinn undir handleiðslu Ævars. Sýningar voru á myndverk- um nemenda yngri deilda grunn- skólans og Nanna Guðmundsdóttir, forstöðumaður Amtsbókasafnsins, las fyrir börnin á sögustund. Sveinar og meyjar fetuðu sig frá einum stað til annars í bænum og lásu upp úr bókinni Ör eftir Auði Övu Ólafs- dóttur. Sögustundir í heimahúsum voru á sínum stað, en þær eru orðn- ar fastur liður í dagskrá hátíðarinnar. Anna Sigrún Baldursdóttir og Guð- rún Marta Ársælsdóttir sögðu sög- ur á heimili Grétu Sigurðardóttur og heima hjá Þórunni Sigþórsdótt- ur sögðu Magda Kulinska, Lucia de Korte og Martin Markvoll frá því hvernig þau settust að í Stykk- ishólmi. Anna Margrét Ólafsdótt- ir, Haukur Garðarsson og Martin fluttu lifandi tónlist við sama tilefni. Guðrún Eva Mínervudóttir hitti hópinn sem las bók hennar, Ást- in Texas, í vetur og hélt sömuleiðis erindi. Gerður Kristný rithöfundur fjallaði um bók sína Sálumessu og Viktor Arnar Ingólfsson rithöfund- ur sagði frá Flateyjargátu, hvernig saga verður til og á sitt líf. Þá flutti Þorgrímur Pétursson trúbador lög af nýútkominni plötu sinni. kgk/ Ljósm. sá. Héldu hátíð sögu og bóka um helgina Krakkarnir á yngri deild Grunnskólans í Stykkishólmi unnu að skapandi skrifum með Ævari vísindamanni í aðdraganda hátíðarinnar. Afraksturinn fluttu krakkarnir síðan í Amtsbókasafninu á föstudag. Verðlaunahafar smásagnasamkeppninnar. Ásdís Ingólfsdóttir sigraði fyrir söguna Hnífjafnt. Brynjólfur Þorsteinsson hreppti annað sætið fyrir söguna Ímugust og Hlín Leifsdóttir hafnaði í þriðja sæti fyrir söguna Bláa taskan. Sögustundir í heimahúsum eru fyrir löngu orðnar fastur liður í dagskrá hátíðarinnar. Hér er má sjá tónlistaratriði heima í stofu. Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.