Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 4

Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 20194 Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smá- auglýsinga er til kl. 12.00 á þriðjudögum. Blaðið er gefið út í 3.700 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu. Áskriftarverð er 2.976 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða kr. 2.580. Rafræn áskrift kostar 2.337 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 2.160 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr. SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn: Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is Anna Rósa Guðmundsdóttir arg@skessuhorn.is Auglýsingar og dreifing: Hrafnhildur Harðardóttir auglysingar@skessuhorn.is Umbrot og hönnun: Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is Bókhald og innheimta: Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is Prentun: Landsprent ehf. Leiðari Hlúum að atvinnulífi heima fyrir Þrátt fyrir að við Íslendingar höfum orð á okkur fyrir að vera harðgerð þjóð og þrautgóð á raunastund erum við samt ekki endilega góð á öllum sviðum. Enda hver er svo sem gallalaus? Í gegnum tíðina höfum við náð að áorka ýmsu og kannski er afrek út af fyrir sig að hafa einfaldlega lifað af hörmungar og vosbúð sem ýmist hefur verið af mannavöldum, vegna veðráttu eða náttúruhamfara. Kannski í ljósi þess hversu rík við erum af auðlindum hættir okkur engu að síður til að vera dálítið kærulaus. Við styðjum uppbyggingu en gleymum að hlúa að því sem við höfum. Kannski má benda á sem dæmi Þórðargleði margra vegna ófara WOW air um þessar mundir. En ég ætla að taka annað dæmi okk- ur nær. Fyrir rúmum sextíu árum var byggð sementsverksmiðja á Akranesi. Þar var framleitt úrvals sement til mannvirkjagerðar, allt þar til framleiðslu var hætt 2011. En framleiðslu var ekki hætt vegna þess að íslenskt sement væri eitthað verra en það innflutta. Þvert á móti. Henni var hætt vegna þess að við gleymdum að hlúa að fyrirtækinu og gæta þess sem verðmæts vinnuveitanda. Það slysaðist í hendur manna sem hirtu úr því peninga sem notaðir voru í óskyld verkefni. Undir það síðasta, þegar framleiðsla og sala sements var hvað mest í sögu fyrirtækisins, átti fyrirtækið varla fyrir launum. Því fór svo á end- anum að fyrirtækið fór í þrot og eftir stóðu yfirgefin mannvirki sem bæjar- félagið leysti að lokum til sín fyrir uppsprengt verð. Þekktasta tákn þessarar verksmiðju, sementsstrompurinn, var svo felldur á föstudaginn. Hlaut sömu örlög og tuddinn í fjósinu sem hættur var að geta sinnt kúnum. Fall stromps- ins markar formleg endalok atvinnustarfsemi þar sem á þriðja hundruð manns störfuðu þegar best lét. Framleiddu vöru úr hráefni sem að mestu var inn- lent. Fyrirtæki sem skapaði raunveruleg verðmæti, ekki bara tölur í excelskjali töskufjárfestis. Við Íslendingar gleymdum að hlúa að fyrirtækinu og því fór þetta svona illa. Hús og önnur mannvirki verða því hér eftir byggð úr norsku og dönsku sementi. Sementi sem veitir Dönum og Norðmönnum atvinnu við framleiðsluna af því að þessar þjóðir hafa vit á að hlúa að því sem þær hafa. En endalok sementsframleiðslu eru alls ekki neitt einsdæmi í íslenskri at- vinnusögu. Nú er ekki lengur í tísku að beita slagorðum á borð við „kaup- um íslenskt“ eða „verslum í heimabyggð“. Það þykir ekki fínt. Landamæri eru horfin og fólk leiðir ekki einu sinni hugann að þessu þegar það kaupir óséð tuskuflíkur frá Kína sem Íslandspóstur flytur svo til landsins með tapi og til- heyrandi kostnaði skattborgara. Þar er engu eirt í vitleysisganginum. Þá byggj- um við upp fiskveiðistjórnunarkerfi sem leyfir sölu veiðiheimilda milli byggða og tugir eða hundruðir starfa hverfa á einni nóttu. Við samþykkjum hljóða- laust samþjöppun í matvælavinnslu og töpum frá okkur hundruðum starfa, t.d. við rækjuvinnslu, slátrun og mjólkurvinnslu. Bankastofnanir og trygginga- félög eru komnar í eigu fákeppnisfyrirtækja með höfuðstöðvar í Reykjavík og því höfum við ekkert að segja um þau störf lengur, enda fækkar þeim stöðugt. Þannig gæti ég áfram talið. Sporin hræða og mér finnst einhvern veginn eins og öllum sé drullusama. Meira að segja eru blikur á lofti í ræktun grænmetis. Rafmagn til lýsingar er svo hátt verðlagt af Rarik að það borgar sig ekki fyrir garðyrkjubændur að rækta grænmeti nema á sumrin þegar sól er hæst á lofti. Tómatana getum við svo keypt frá Danmörku, Hollandi, Spáni og Marokkó. Ræktaðir undir vökvun vatns sem að grunninum til er klórhreinsaður sjór eða jafnvel skólp. Verði okkur að góðu - við eigum ekki betra skilið! Mér finnst kominn tími til að fólk endurveki þá hugsun að hlúa að þeim fyrirtækjum sem við þó höfum og skynsamlegt er að verði áfram til. Þau skipta nefnilega máli. Ekki eingöngu fyrir lífsafkomu þeirra sjálfra, heldur okkar allra vegna. Fjölbreytt og blómlegt atvinnulíf er nefnilega leiðin til að sporna gegn fækkun á landsbyggðinni og ekki síður gegn vexti hálfdauðra svefnbæjarsam- félaga, þar sem íbúar aka burtu til vinnu fyrir sólarupprás og koma heim í myrkri á kvöldin. Magnús Magnússon Umsækjendur sem óskuðu aðstoð- ar Umboðsmanns skuldara (UMS) vegna fjárhagsvanda fjölgaði um 6,5% á árinu 2018 miðað við árið á undan. Mest fjölgaði umsækjend- um sem voru á aldrinum 18-29 ára. Umboðsmaður skuldara hefur áður vakið athygli á vaxandi fjölda ungs fólks í vanda vegna töku skyndi- lána en UMS skilgreinir skyndi- lán sem lán tekin á vefsíðum eða með smáforritum í gegnum far- síma. Lánin eiga það sameiginlegt að einfalt er sækja um þau og þau eru afgreidd afar skjótt. Bæði getur verið um að ræða lán sem tekið er samhliða kaupum á vöru eða þjón- ustu en einnig lán þar sem ákveð- in fjárhæð er lögð inn á reikning lántaka. Einstaklingar sem leita sér aðstoðar eiga það sameiginlegt að hafa tekið fjölda skyndilána á stutt- um tíma og komið sér í töluverð- ar skuldir. Markaðssetning skyndi- lána er öflug og áberandi og er beint í miklum mæli að yngri kyn- slóðinni með áherslu á auðvelt að- gengi. Að mati UMS er mikilvægt að kannað verði hvort hægt sé að setja skorður við því hvernig þessi þjónusta er markaðssett. Ljóst er að einstaklingar geta auðveldlega tekið mörg lán á stutt- um tíma hjá ólíkum þjónustuað- ilum og þannig skuldsett sig langt umfram greiðslugetu. „Með því að skrá skuldastöðu einstaklinga væri hægt að koma í veg fyrir að sami einstaklingur taki mörg lán hjá ólíkum aðilum með ofangreind- um afleiðingum. Með aðgangi að slíkri miðlægri skrá gætu þeir sem veita skyndilán betur metið láns- hæfi umsækjenda eins og kveðið er á um í lögum um neytendalán. Slík skráning myndi auk þessi veita yfirsýn yfir umfang útlána af þessu tagi sem ekki er fyrir hendi í dag,“ segir í fréttatilkynningu UMS um málið. mm Verulegur fjárhagsvandi ungs fólks vegna skyndilána Hér er skjáskot af vefsíðunni smalan.dk sem býður fólki peningalán með litlum fyrirvara. Vefsíðunni er haldið út frá Kaupmannahöfn. Blaðamaður hafði ekki verið staddur inni á síðunni lengur en í hálfa mínútu þegar hann fær skilaboð í netspjalli með boði um aðstoð við að taka smálán. Matvælastofnun hefur, í samvinnu við Lyfjastofnun, kært vef með ís- lensku léni til lögreglu og farið fram á að honum verði lokað. Rétt- hafi léns er skráður í Mið-Ameríku en vefleit gefur til kynna starfsemi í Ástralíu. Á vefnum eru auglýst til sölu bæði ólögleg fæðubótarefni og lyf. „Matvælastofnun varar við við- skiptum við vefinn www.roidstop. is og neyslu fæðubótarefna og lyfja sem vefurinn segist selja. Neytend- ur skulu ávallt vera á varðbergi þegar kemur að kaupum á fæðubótarefn- um og lyfjum á netinu,“ segir í til- kynningu frá Matvælastofnun. Á síðunni eru til sölu hættuleg efni ,s.s. DNP og Nootropics. Nýlega féll dómur í Bretlandi vegna dauðs- falls ungrar stúlku sem hafði neytt DNP. Sölumaðurinn var dæmd- ur í sjö ára fangelsi fyrir manndráp af gáleysi og fyrir að selja hættulegt efni til manneldis. Grunur er um að nýlegt andlát einstaklings á Íslandi megi rekja til inntöku á Nootropics (tianeptine). Matvælastofnun barst ábending um vefinn í gegnum hrað- viðvörunarkerfi Evrópu um matvæli og fóður (RASFF). mm Kæra ólöglega netsölu lyfja og fæðubótarefna Efnið DNP er enn til sölu á vefsíðunni þrátt fyrir að vera flokkað sem hættulegt efni, en dauðsfall breskrar stúlku er rakið til neyslu þess. Laugardaginn 30. mars á milli klukkan 13 og 15 munu skólar á öllum skólastigum í Borgarbyggð kynna starfsemi sína á Skóladegi sem haldinn verður í Hjálmakletti. Vítt og breitt um bygginguna verð- ur margt forvitnilegt að sjá og hægt að kynnast gróskumiklu skólastarfi allra skólastiga í sveitarfélaginu. Þetta er í fyrsta skipti sem skólarn- ir kynna sig allir með þessum hætti. Til skemmtunar verður boðið upp á bíósýningar, Lubbastundir og söng- stundir fyrir gesti og gangandi. Að auki verður undirskrift samstarfs- samnings. Á sviði verður sýnt brot úr leikritinu Eftir lífið. Nemend- ur stíga á stokk og flutt verða ljóð, boðið uppá söng og tónlistarflutn- ing og verðlaunaafhending verður í hugmyndasamkeppni. Á Skóladegi munu leikskólarnir Andabær, Hnoðraból, Hraunborg, Klettaborg og Ugluklettur kyn- na sína starfsemi. Grunnskólarnir verða Grunnskólinn í Borgar- nesi, Grunnskóli Borgarfjarðar og Laugargerðisskóli. Auk þess Menntaskóli Borgarfjarðar, Tón- listarskóli Borgarfjarðar og Símenntunarmiðstöðin á Vestur- landi. Þá munu Háskólinn á Bifröst og Landbúnaðarháskóli Íslands kynna sína starfsemi. mm Skóladagur í Borgarbyggð á laugardaginn

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.