Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 23
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019 23 Síðastliðinn laugardag var hald- ið vöfflukaffi Höfðavina á Höfða, hjúkrunar- og dvalarheimili á Akra- nesi. Tilefnið var að Höfðavinir höfuð flutt snókerborð úr kjallara í sal á fyrstu hæð heimilisins. Borðið hafði verið gefið á Höfða árið 1993 og hafði Guðmundur B. Hannah veg og vanda af komu þess á sínum tíma. Borðið hafði staðið ónotað í kjallaranum og var í sjálfu sér ónot- hæft eins og ástand þess var orð- ið. Stjórn Höfðavina hafði áhuga á að koma borðinu aftur í notkun og fékk fyrirtæki og stofnanir til að hjálpa til við það verk og færa á betri stað. Söfnunin gekk það vel að stjórn Höfðavina ákvað einnig að styrkja Höfða til tækjakaupa og færði heimilinu að gjöf Stellar standlyft- ara og vökvadælu með standi. Þura Hreinsdóttir hjúkrunarforstjóri þakkaði Höfðavinum fyrir höfðing- legar gjafar til Höfða. Eftirfarandi aðilar styrktu verkið: Akraneskaupstaður Bílar og tjón ehf Verslunin Einar Ólafsson ehf Fasteignasalan Hákot ehf. Vignir G. Jónsson ehf Apótek Vesturlands ehf. Hvalfjarðarsveit Landsbankinn Íslandsbanki Bifreiðastöð ÞÞÞ Steðji ehf. Verslunin Bjarg ehf. Model ehf. Blikksmiðja Guðmundar ehf. Endurskoðunarstofan Álit ehf. B.M. Vallá ehf. Topp Útlit ehf. Bílver ehf. mm Höfðavinir komu færandi hendi Á myndinni er stjórn Höfða- vina, astandendafélags íbúa á Höfða, framkvæmdastjóri og hjúkrunarforstjóri Höfða. Akraneskaupstaður, Landbúnað- arháskóli Íslands á Hvanneyri og Samtök sveitarfélaga á Vestur- landi stóðu fyrir ráðstefnunni „Að sækja vatnið yfir lækinn“ síðastlið- inn laugardag í Tónbergi á Akra- nesi. Á ráðstefnunni var fjallað um hvernig það er að vera frumkvöð- ull á Vesturlandi og hvernig megi stuðla að meiri uppbyggingu og betri búsetuskilyrðum í landshlut- anum. Þá var á ráðstefnunni skrif- að undir samning um stofnun Þró- unarseturs á Grundartanga. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og dóms- málaráðherra flutti fyrsta ávarp ráðstefnunnar. Þar fjallaði hún meðal annars um að efla þyrfti nýsköpun í hefðbundnum störf- um en ekki að nýsköpun eigi að koma í stað hefðbundinni starfa. „Ég þreytist ekki á að segja að þetta snýst ekki um nýsköpun eða hefðbundnar atvinnugreinar. Þetta snýst ekki um nýsköpun eða ferða- þjónustu heldur nýsköpun í ferða- þjónustu, þetta snýst ekki um ný- sköpun eða sjávarútveg heldur ný- sköpun í sjávarútvegi og þetta snýst ekki um nýsköpun eða orkufrekan iðnað heldur nýsköpun í orkufrek- um iðnaði og grænum lausnum,“ segir Þórdís. Örfyrirlestrar víðs vegar af Vesturlandi Á eftir Þórdísi fylgdu tíu fyrirlesar- ar. Gestur Pálsson frá Elkem Ísland sagði frá starfsemi Elkem og starfs- mannastefnu og framtíðarsýn fyr- irtækisins. Hvernig áherslan innan Elkem er á að rækta hið mannlega í samskiptum við starfsmenn. Hörð- ur Árnason frá Landsvirkjun hélt er- indi þar sem hann sagði frá því þeg- ar hann starfaði fyrir Marel þegar fyrirtækið var rétt að komast af stað. Þar talaði hann um hvernig fyrir- tæki geti náð langt með góðri fram- tíðarsýn og tók sem dæmi að Mar- el hafi sent starfsmenn út í nám til að efla þekkingu og kunnáttu þrátt fyrir að varla væri til peningur fyr- ir slíkt. Þessi fjárfesting skilaði sér svo margfalt til baka inn í fyrirtæk- ið. Ólöf Helga Jónsdóttir hjá Skag- anum 3X hélt erindi um styrk sem fyrirtækið fékk fyrir þróun á bún- aði sem skannar og flokkar fiskinn sjálfkrafa um leið og hann er veidd- ur. Þá talaði hún um að þó búnaður- inn komi í stað starfsfólks við færi- bandið ógnaði hann ekki atvinnu- möguleikum heldur myndi þróun- in verða sú að fólk færist úr þessum hefðbundnu störfum yfir í hugbún- aðarstörf. Þorsteinn Ingi Sigfússon frá Ný- sköpunarmiðstöð hélt erindi þar sem hann sagði frá starfsemi Ný- sköpunarmiðstöðvar og þeim verk- efnum sem hún vinnur að. Með Þorsteini var Sunna Ólafsdóttir Wallevik en hún er að vinna hráefn- isköggla fyrir Elkem til betri nýt- ingar á affallsefnum sem gætu stuðl- að að grænni iðnaði og lækkað kol- efnisútblástur. Heiðar Mar Björns- son kvikmyndagerðamaður hélt erindi um umhverfi frumkvöðla á Akranesi og mikilvægi þess að huga að öllum verkefnum með nærum- hverfið í huga. Hann sagði að það þyrfti að snúa við þeirri þróun að Akranes væri orðin svefnbær og sagði að það væri til dæmis hægt að efla frumkvöðlasetur í bænum til að hjálpa fólki að koma sér af stað og auka þannig nýsköpun í bæjarfélag- inu. Lilja G. Karlsdóttir samgöngu- verkfræðingur hélt erindi þar sem hún talaði um þann möguleika að gera Akranes að hjóla- og göngubæ. Flestir íbúar á Akranesi gætu komist allra sinna leiða gangandi eða hjól- andi án þess að það tæki langan tíma ef smávægilegar breytingar yrðu gerðar á göngu- og hjólaleiðum. Huga að því að fá unga fólkið í landshlutann Jón Hjörvar Valgarðsson úr Ung- mennaráðinu á Akranesi hélt er- indi um framtíðarsýn unga fólksins og fjallaði meðal annars um þann möguleika að koma upp stúdenta- íbúðum á Akranesi. Hann talaði um að með því að bjóða upp á fjölbreytt- ari búsetumöguleika á Akranesi og meira úrval leiguíbúða væri auknar líkur á því að ungt fólk myndi setjast að í bænum. Hann talaði einnig um loftlagsmál og sagði það áhyggjuefni hversu mikið Íslendingar menga og sagði hann það vera mikilvægt bar- áttumál unga fólksins sem kemur til með að taka við jörðinni. Hilmar Janusarson fjallaði um uppbyggingu á Siglufirði og Kar- en Jónsdóttir frá Café Kaju sagði frá sinni reynslu í atvinnurekstri og mikilvægi þess að við hugsum bet- ur um umhverfið fyrir framtíðina, sleppum plastinu og ræktum lífræn- an mat. Karen er sjálf frumkvöðull á því sviði en Matarbúr Kaju er eina lífrænt vottaða verslunin á Íslandi og fyrsta verslunin til að bjóða upp á margnota innkaupapoka. Helena Guttormsdóttir og Sindri Birgis- son héldu erindi um Norrænt sam- starf og hversu mikilvægt það væri fyrir lítil bæjarfélög úti á landi að stuðla að fjölbreyttu atvinnulífi. Unnar Bergþórsson, hótelstjóri á Hótel Húsafelli, var með erindi þar sem hann fór yfir þróun ferðaþjón- ustunnar í Húsafelli og það frum- kvöðlastarf sem hefur verið unnið þar í ferðaþjónustu. En Kristleif- ur, afi Unnars, var einfaldlega tal- inn klikkaður þegar hann ákvað um miðja síðustu öld að hætta að búa með kindur og fara út í ferðaþjón- ustu. Þegar allir höfðu lokið við sín er- indi voru panelumræður þar sem Ingi Rafn Sigurðsson frá Karolina fund, Signý Óskarsdóttir frá Creat- rix ráðgjöf, Ragnheiður Þórarins- dóttir rektor Landbúnaðarháskóla Íslands, Karen Jónsdóttir frá Café Kaju, Gestur Pétursson frá Elkem og Sævar Freyr Þráinsson bæjar- stjóri Akraness sátu fyrir svörum gesta. arg Ráðstefna um hvernig megi stuðla að frekari uppbyggingu á landsbyggðinni Skrifað undir samning um þróunarsetur á Grundartanga Að fyrirlestrum loknum voru pallborðumræður þar sem Ragnheiður Þórarinsdóttir frá Landbúnaðarháskóla Íslands, Karen Jónsdóttir frá Café Kaju, Gestur Pétursson frá Elkem, Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, Signý Óskarsdóttir frá Creatrix ráðgjöf og Ingi Rafn Sigurðsson frá Karolina fund sátu fyrir svörum. Umræðunni stjórnaði Páll Brynjarsson, framkvæmdastjóri SSV. F.v. Gestur Pétursson, forstjóri Elkem, Linda Pálsdóttir, sveitarstjóri í Hval- fjarðarsveit, Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness, Guðjón Steindórsson, framkvæmdastjóri Þróunarfélags Grundartanga og Þorsteinn Ingi Sigfússon, for- stjóri Nýsköpunarmiðstöðvar skrifuðu undir tímamótasamning um þróunarsetur á Grundartanga. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ráðherra vottaði samninginn.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.