Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 10
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 201910 Strompur Sementsverksmiðjunn- ar sálugu á Akranesi var felldur síðastliðinn föstudag. Til stóð að fella strompinn kl. 12:15 en því var frestað. Það var síðan kl. 14:16 að dýnamíthleðsla í um 25 metra hæð var sprengd og andartaki síðar féll efri hluti strompsins til jarðar. Upphaflega stóð til að fjór- um sekúndum síðar yrði sprengd hleðsla við rætur strompsins, en við fyrri sprenginguna féll brak úr skorsteininum á vírana og því ekki hægt að fella neðri hlutann strax. Þegar var hafist handa við að tengja vírana við neðri sprengi- hleðsluna að nýju og kl. 15:00 var sprengt við rætur stromps- ins. Neðri hlutinn féll til jarðar og þar með lauk rúmlega 60 ára sögu sementsstrompsins sem eins helsta kennileitis Akranesbæjar. Fyrirtækið Work North ehf. annaðist verkið í samstarfi við undirverktakann Dansk Spræng- ing Service, sem veitti sérfræðiað- stoð ásamt því að skipuleggja og stjórna fellingu strompsins. Fjöldi áhorfenda Mikill viðbúnaður var í bæn- um þegar strompurinn var felld- ur. Hús í nágrenninu voru rýmd á meðan sprengt var og 160 metra öryggissvæði sett upp hringinn í kringum strompinn. Innan þess svæðist fékk enginn að vera óvar- inn. Lögregla lét loka nokkr- um götum fyrir umferð og stóðu björgunarsveitarmenn vaktina við lokanirnar. Skömmu fyrir fellingu stromps- ins var gefið hljóðmerki samfellt í eina mínútu og síðan látið vita með öðrum hljóðmerkjum þeg- ar sprengt var. Áhorfendur gátu því búið sig undir að sjá stromp- inn falla. Fjölmargir fylgdust með viðburðinum á sérstökum áhorf- endasvæðum vel utan öryggis- svæðisins sem og annars staðar í bænum. Þá fylgdust margir með beinum útsendingum frá fellingu strompsins á netinu. Má geta þess að Skessuhorn sendi beint frá við- burðinum í samstarfi við ÍA TV og þegar mest lét var útsendingin spiluð í 6.090 viðtækjum á sama tíma. Kennileiti liðins tíma Sementsverksmiðja ríkisins var reist á árunum 1956 til 1958. Formlega tók verksmiðjan til starfa við hátíðlega athöfn 14. júní 1958 þegar Ásgeir Ásgeirsson, þá- verandi forseti Íslands, lagði horn- steinn að verksmiðjunni. Skömmu síðar komu fyrstu sementspokarn- ir framleiddir á Akranesi á mark- að. Framleiðslu var hætt síðla árs 2011. Alla tíð frá byggingu verk- smiðjunnar hefur skorsteinninn verið eitt helsta kennileiti bæjar- ins, enda gnæfði hann í 68 metra hæð yfir bænum. Meðan enn var framleitt sement á Akranesi not- uðu íbúarnir hann gjarnan til að lesa í vindáttina. Akraneskaupstaður eignaðist Sementsreitinn árið 2014 og árið 2015 fékk starfshópur um framtíð reitsins í hendur tillögur þriggja arkitektastofa. Allar miðuðu þær að blandaðri byggð á reitnum og árið 2016 var unnið nýtt deili- skipulag reitsins. Eftir að þeirri vinnu lauk var samið við Work North ehf. um niðurrif á bygg- ingum og búnaði verksmiðjunn- ar í byrjun desember 2017. Haf- ist var handa við að rífa um ára- mótin 2017 og 2018 og hafa þær framkvæmdir staðið yfir síðan. Næsta mál á dagskrá er að hreinsa steypustyrktarjárnið úr steyptum strompinum. Verktakinn selur brotajárnið í áföngum og von er á fyrsta skipinu sem sækir brota- járnið í ágúst. kgk Strompurinn fallinn Eitt helsta kennileiti Akranesbæjar til rúmlega sextíu ára Búmm! Fyrri sprengihleðslan sprengd í um 25 metra hæð. Ljósm. kgk. Fallið hefst. Ljósm. kgk. Efri hlutinn kominn hálfa leið niður. Ljósm. ki. Toppstykkið skellur á jörðinni. Ljósm. kgk. Ekki tókst að sprengja neðri hlutann strax á eftir þeim efri, eins og til stóð. Hann var sprengdur um kl. 15:00. Ljósm. ki. Neðri hlutinn felldur. Ljósm. kgk. Strompur ei meir. Séð frá Faxabraut. Ljósm. kgk. Næsta mál á dagskrá er að hreinsa steypustyrktarjárnið úr strompnum. Nóg er af því, eins og sjá má á myndinni. Ljósm. ki. Nemendur leikskóla voru meðal þeirra sem gerðu sér dagamun og fylgdust með í tilefni dagsins. Ljósm. gbh. Mikill fjöldi fólks safnaðist saman til að fylgjast með viðburðinum. Hér má sjá hvar hálfgerð umferðarteppa hefur myndast á Jaðarsbraut. Ljósm. gbh. Sævar Freyr Þráinsson bæjarstjóri var ánægður þegar strompurinn hafði verið felldur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.