Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 18
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 201918 Það var gleðileg stund í Borgarnesi síðastliðinn föstudag þegar hald- ið var upp á sjötíu ára afmæli Björg- unarsveitarinnar Brákar. Dagskrá- in hófst kl. 17:00 þegar eldri félagar tóku fyrstu skóflustunguna að nýju björgunarsveitarhúsi að Fitjum 2, með aðstoð Guðna Th. Jóhannes- sonar, forseta Íslands. Eftir að pilt- arnir höfðu farið langt með grunn- inn að nýja húsinu var förinni heit- ið á Hótel Borgarnes þar sem boðið var til afmælisveislu og hátíðardag- skrár í tilefni dagsins. Sett var upp lít- il sýning á björgunarsveitarbúnaði, bæði gömlum og nýjum. Meðal ann- ars mátti sjá þar nokkra eldri búninga sem sveitin hefur notað við björg- unarstörf í áranna rás. Komu þeir úr fórum Guðna Haraldssonar, fyrrver- andi félaga sveitarinnar. Guðni færði sveitinni síðan búningana til eignar í lok sýningarinnar. Kveðjur og gjafir Einar Pálsson var formaður afmælis- nefndar og tók að sér að stjórna af- mælisveislunni. Hann bauð gesti velkomna og kynnti til leiks Ein- ar Örn Einarsson, formann Björg- unarsveitarinnar Brákar, sem flutti stutt ávarp. Þór Þorsteinsson, vara- formaður Landsbjargar, bar sveit- inni kveðju frá stjórn Landsbjarg- ar og færði sveitinni sjúkratösku og sjúkrakassa að gjöf frá slysavarna- félaginu. Guðbrandur Örn Arnarson frá Landsbjörgu fór yfir allt það nýj- asta í aðgerðastjórnun í fræðsluerindi sínu. Gunnlaugur Júlíusson, sveitar- stjóri Borgarbyggðar, færði björgun- arsveitinni kveðju sveitarstjórnar og gjöf frá sveitarfélaginu og María Jóna Einarsdóttir, formaður Kvenfélags Borgarness, afhenti björgunarsveit- inni peningagjafir í tilefni afmælisins. Annars vegar 250 þúsund króna gjöf frá kvenfélaginu en einnig 50 þúsund króna peningagjöf frá afkomendum foreldra hennar, Einars Guðbjarts- sonar og Guðrúnar Betu Grímsdótt- ur, með ósk um að sú gjöf yrði nýtt til einhvers er tengist sjóbjörgun. Útkall í miðri veislu Elín Matthildur Kristinsdóttir sagði frá jákvæðri reynslu sinni af því að ganga til liðs við björgunarsveitina fyrir þremur árum síðan. Í miðju er- indi Elínar Matthildar fór að heyr- ast í fjölmörgum farsímum í saln- um. Útkall hafði borist og björg- unarsveitarmenn streymdu úr saln- um. Útkall þetta var reyndar hluti af dagskrá kvöldsins og ætlað að sýna hvernig brugðist hefði verið við hefði raunverulegt boð um aðstoð borist. „Svona virkar þetta,“ sagði Elín og útskýrði að björgunarsveitarmenn stykkju frá hverju sem er þegar skyld- an kallaði, hvort sem þeir væru stadd- ir í vinnu eða veislu. Þakkaði hún vinnuveitendum og öðrum fyrir þann stuðning og skilning sem björgunar- sveitarfólki er sýndur þegar boð berst og það þarf að stökkva í útkall fyrir- varalaust. Hjónin Bjarni K. Þorsteinsson og Guðrún Kristjánsdóttir voru heiðruð fyrir starf sitt í þágu björgunarsveit- arinnar í áranna rása, en Guðrún var til að mynda gjaldkeri Brákar í hvorki meira né minna en 27 ár. Jakob Guðmundsson, gjaldkeri Brákar og formaður húsbygging- arnefndar, rakti sögu húsbygginga sveitarinnar og sagði frá nýja björg- unarsveitarhúsinu sem stendur til að reisa að Fitjum 2 í Borgarnesi. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og verndari Landsbjargar, árnaði björg- unarfélögum heilla í tilefni afmæl- isins. Hann kvaðst ekki hafa staðist freistinguna að líta til sögunnar og rifjaði upp söguna af Brák, sem gætti Agli Skallagrímssyni og galt fyrir það með lífi sínu. Af sama meiði væri runnin sú samvinna, samúð og sam- heldni sem björgunarsveitarfólk sýnir í verki þegar kallið kemur. Einar veislustjóri tók að lokum til máls, þakkaði velunnurum sveitar- innar fyrir að gleðjast með björgunar- sveitarfólki í tilefni dagsins. Þá þakk- aði hann Hótel Borgarnesi sem lagði til húsnæði og veitingar afmælisveisl- unnar endurgjaldslaust og styrkti þannig sveitina. Einar færði Þorsteini Magnússyni hótelstjóra stóran Neyð- arkall að launum sem þakklætisvott frá björgunarsveitinni. Ánægja með daginn Einar Örn Einarsson, formað- ur Björgunarsveitarinnar Brákar, er hæstánægður með hvernig til tókst, en um 100 manns voru viðstaddir skóflustunguna og 150 gestir mættu í veisluna. „Mér fannst afmælið tak- ast mjög vel og miðað við hvernig veðrið þróaðist á afmælisdaginn tókst þetta eiginlega betur en við þorðum að vona. Ég skal alveg viðurkenna að við áttum allt eins von á því að þeg- ar við fengum platútkallið í veislunni að jafnvel væri um að ræða alvöru út- kall,“ segir Einar í samtali við Skessu- horn. „En við í Björgunarsveitinni Brák erum mjög ánægð með daginn og þeir gestir sem ég hef rætt við eru það líka. Gaman var að fá gömlu fé- laga sveitarinnar til að taka skóflu- stunguna að nýja húsinu og á hótel- inu áttum við síðan notalega stund. Sérstaklega fannst mér ánægjulegt að forsetinn hafi séð sér fært að vera með okkur allan tímann,“ segir Einar Örn að endingu. kgk Björgunarsveitin Brák er sjötug Skóflustunga og stórveisla á afmælisdaginn Veislugestir skoða björgunarsveitarbúnað en slíkur búnaður, bæði gamall og nýr, var til sýnis í afmælisveislunni. Spáð í spilin og rýnt í teikningar að nýja björgunarsveitarhúsinu, sem hægt var að skoða í veislunni. Einar Örn Einarsson, formaður Björgunarsveitarinnar Brákar, í ræðustól. Elín Matthildur Kristinsdóttir flutti síðar um kvöldið ávarp þar sem hún sagði frá jákvæðri reynslu sinni af því að hafa gengið í björgunarsveitina fyrir þremur árum síðan. Einar Pálsson, formaður afmælisnefndar, glaður í bragði. Kristín Frímannsdóttir og Vigdís Ósk Viggósdóttir. Afmælisdagskráin hófst þegar eldri félagar Björgunarsveitarinnar Brákar tóku fyrstu skóflustunguna að nýju björgunar- sveitarhúsi að Fitjum 2 í Borgarnesi. Við moksturinn nutu þeir aðstoðar Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og verndari Landsbjargar, á tali við Jakob Guðmundsson, gjaldkera Björgunarsveitarinnar Brákar, að skóflustungu lokinni.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.