Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 201922 Hið árlega púttmót FEBBN, Góu- þræll fyrir eldri borgara, fór fram fimmtudaginn 14. mars. Er þetta í þriðja skipti sem slíkt mót fer fram í gamla kjötsal sláturhússins í Brák- arey. Á fyrsta mótinu 2017 mættu 43 keppendur, í fyrra voru þeir 61, en að þessu sinni sló þátttakan öll met. Sjötíu og sex keppendur frá fimm sveitarfélögum auk heimamanna mættu til leiks. Í flokki karla 80 ára og eldri voru keppendur 20. Sigurvegari varð Hafsteinn Guðnason Reykjanesbæ á 60 höggum. Annar var Jón Þór Jón- asson Borgarbyggð á 61 höggi og Karl E. Loftsson Mosfellsbæ varð þriðji á 63 höggum. Í flokki kvenna 80 ára og eldri voru átta keppendur. Hlutskörpuðust var Elísa Benedikts- dóttir Reykjanesbæ á 71 höggi. Haf- dís Jóhannsdóttir Reykjanesbæ varð önnur á 72 höggi og Sigfríður B. Geirdal Akranesi þriðja á 74 högg- um. Í flokki karla 70-79 ára voru 16 keppendur. Þar stóð fremstur Sig- urjón Ingvason Reykjanesbæ með 59 högg. Annar var Guðmundur Bachmann Borgarbyggð á 60 högg- um og Þorbergur Egilsson Borgar- byggð þriðji á 63 höggum. Konur 70-79 ára voru sautján. Þar sigraði Ásdís B. Geirdal Borgarbyggð á 61 höggi. Erna Jónsdóttir Hafnarfirði varð önnur með 66 högg og Ólafía Sigurbergsdóttir Reykjanesbæ var þriðja á 66 höggum. Flokkur 60 – 69 ára var fámennastur. Magnús E. Magnússon Borgarbyggð bar sigur úr býtum í karlaflokki með 71 högg og Hrafn Hákonarson varð annar með 72 högg. Í kvennaflokki mættu þrjár konur. Kristbjörg Steingríms- dóttir Mosfellsbæ hlaut sigur með 69 högg, önnur var Alexína Garð- arsdóttir Mosfellsbæ á 70 höggum og Heba Magnúsdóttir Borgar- byggð þriðja á 71 höggi. „Mikil jákvæðni rékti á mótinu, tillitssemi og þolinmæði og fullvíst er að mótið verður aftur á svipaðum tíma að ári. Ljóst virðist að mótið sé komið til að vera þar sem það er eina mótið hérlendis með slíkri aldurs- skiptingu. Þátttakan núna sprengdi skipulag mótsins og eftirleiðis verð- ur hún takmörkuð við 72 keppend- ur,“ segir Ingimundur Ingimundar- son skipuleggjandi og mótsstjóri. mm/ii. Ljósm. Anna Ólafsdóttir Fjölmennur Góuþræll í pútti í Brákarey Leikur í gangi. Frá verðlaunaafhendingu í flokki 80 ára og eldri karla. Ingimundur, Flemming Jessen og Guðrún María formaður FEBBN afhenda körlum 80 ára og eldri verðlaun. Hafsteinn Guðnason Reykjanesbæ sigraði á 60 höggum. Annar var Jón Þór Jónasson Borgarbyggð á 61 höggi og Karl E. Loftsson Mosfellsbæ varð þriðji á 63 höggum. Mótsstjórn að störfum. Sú hefð hefur skapast að þau lið sem æfa ringó á suðvestur- horni landsins hafa komið saman þrisvar yfir keppnisárið; á Hvols- velli/HSK, í Mosfellsbæ/FaMos, Kópavogi/Glóðin og í Borgar- nesi/UMSB. Hefur þessi hitting- ur eflt starfið og komið á góðum kynnum milli áðurnefndra liða. Sunnudaginn 24. mars mættust liðin í íþróttahúsinu í Borgarnesi og reyndu með sér. Til keppninn- ar mættu sjö lið, tvö frá Glóðinni Kópavogi, tvö frá FaMos Mos- fellsbæ, eitt frá HSK og frá heima- mönnum UMSB mættu tvö lið. Liðunum var skipt í tvo riðla, A- liðin fjögur og B-liðin þrjú. Eft- ir góða og drengilega keppni, skemmtan og fjör fóru leikar þann- ig að í A-riðli sigruðu heimamenn í UMSB með 10 stigum, FaMos hlaut 8 stig, HSK 6 stig en Glóð- in varð fjórða án stiga. Í B-riðli fóru leika þannig að Glóðin fékk 6 stig, UMSB 6 stig en FaMos var án stiga. Glóðinn B vann riðilinn á betra skori við UMSB. „Mótið gekk vel og nærðust keppendur á ávöxtum, vatni og kaffi meðan á keppni stóð. Að lokum var síðan keppendum boðið í Geirabakarí þar sem keppendur þáðu veitingar, súpu, brauð og kaffi. Við í UMSB viljum þakka öllum sem veittu okkur lið þessa stund; starfsfólki íþróttahúss, Kristínu Ingibjörgu og starfsfólki Geirabakarís. Takk fyrir ykkar hlut,“ segir Flemming Jessen sem bar hita og þunga af skipulagi ringómótsins. mm/fj Keppt í ringói í Borgarnesi www.skessuhorn.is Annað mótið í KB mótaröðinni í hestaíþróttum fór fram um helgina. Keppt var í fjórgangi í öllum flokk- um. Gaman er að sjá hvað þátttaka í barnaflokknum var góð, en þar voru 13 skráningar sem er töluvert meira en hefur verið undanfarin ár. Einn- ig var boðið upp á pollaflokk, bæði fyrir polla (9 ára og yngri ) sem riðu sjálfir og svo þá sem var teymt und- ir. Næsta mót og jafnframt loka- mótið í KB mótaröðinni verður svo um miðjan apríl þegar keppt verður í tölti og skeiði. Efstu þrír í hverjum flokki voru: Barnaflokkur Kolbrún Katla Halldórsdóttir og Sigurrós frá Söðulsholti 6,04 Embla Moey Guðmarsdóttir og Virðing frá Tungu 5,42 Kristín Eyr Hauksdóttir og Sóló frá Skáney 5,3 Unglingaflokkur Brynja Gná Heiðarsdóttir og Freyja frá Skáney 5,03 Hafdís Lóa Sigurbjörnsdóttir og Hylling frá Minni Borg 5,03 Andrea Ína Jökulsdóttir og Vala frá Eystra Súlunesi 5,0 Ungmennaflokkur Ísólfur Ólafsson og Eygló frá Leiru- læk 6,56 Sigríður Vaka Víkingsdóttir og Vaki frá Hólum 6,13 Ásta Guðný Unnsteinsdóttir og Mylla frá Hvammstanga 5,76 Annar flokkur Elín Sara Færseth og Hreyfing frá Þóreyjarnúpi 5,6 Eydís Anna Kristófersdóttir og Sæ- dís frá Kanastöðum 5,5 Rakel Ösp Elvarsdóttir og Katla frá Flagbjarnarholti 5,45 1. flokkur Haukur Bjarnason og Ísar frá Skán- ey 6,56 Coralie Denmeade og Von frá Bjarnarnesi 6,06 Randi Holaker og Sól frá Skáney 6,06 iss Keppt í fjórgangi í KB mótaröðinni Svipmynd frá verðlaunaafhendingu í barnaflokki. Ísólfur Ólafsson og Eygló frá Leirulæk voru í afgerandi forystu í ungmennaflokki með einkunnina 6,56.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.