Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 2019 9 www.akranes.is Brekkubæjarskóli auglýsir lausa stöðu aðstoðarskólastjóra Leitað er að metnaðarfullum einstaklingi sem er tilbúinn að taka þátt í að stjórna og leiða faglegt Helstu verkefni og ábyrgð • Starfsmannastjórnun og samskipti við launabókhald • Að vera í forystu um mótun og framkvæmd faglegrar stefnu skólans innan ramma laga og reglugerða og í samræmi við • • • • Að bera ábyrgð á og stjórna daglegri starfsemi skólans í • • Staðan er laus frá og með 1. ágúst 2019. Umsóknum fylgi starfsferilskrá ásamt greinargerð þar sem kemur fram ástæða Nánari upplýsingar veitir Arnbjörg Stefánsdóttir skólastjóri, arnbjorg.stefansdottir@brekkubaejarskoli.is, sími 4331300. Hæfniskröfur • • • Viðbótarmenntun í stjórnun er æskileg og/eða reynsla af • • • • • • • sem leggur áherslu á lífsleikni og er skólastefnan Góður og fróður til grundvallar í öllu skóla- Helstu verkefni:  Elda og framreiða morgunhressingu, hádegisverð og síðdegishressingu fyrir nemendur og starfsfólk  Sjá um innkaup og samskipti við birgja  Umsjón með rekstri mötuneytisins  Frágangur og þrif auk annarra tilfallandi verkefna Hæfniskröfur:  Góð þekking á næringarfræði og hollustufæði  Hreinlæti og snyrtimennska skilyrði  Frumkvæði og sveigjanleiki  Lipurð og færni í samskiptum  Reynsla af sambærilegu starfi Upplýsingar um starfið veitir Júlía V. Guðjónsdóttir skólastjóri í síma 433-7400. Umsækjendur eru beðnir um að senda umsóknir á netfangið julia@grunnborg.is Umsóknarfrestur er til 7. apríl 2019. Borgarbyggð auglýsir laust til umsóknar starf matráðar. Starfshlutfall er 100%. Matreiðslumaður/matráður við Grunnskólann í Borgarnesi Laust er til umsóknar starf matreiðslumanns / matráðs við Grunnskólann í Borgarnesi. Um er að ræða 100% starf frá 1. maí 2019. Í starfinu felst umsjón með mötuneyti fyrir nemendur og starfsfólk skólans sem tekur til starfa í nýju húsnæði haustið 2019. Einkunnarorð skólans eru sjálfstæði, ábyrgð, virðing og samhugur. Skólaumhverfið á að stuðla að andlegri, líkamlegri og félagslegri heilsu og vellíðan nemenda og starfsfólks í samvinnu við heimili og nærsamfélag. Grunnskólinn í Borgarnesi er heilsueflandi grunnskóli og lögð er áhersla á holla næringu í skólanum. Unnið er eftir handbók fyrir skólamötuneyti ásamt öðrum leiðbeiningum fyrir heilsueflandi grunnskóla. Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar hvetur sveitarfélagið karla jafnt sem konur til þess að sækja um starfið. Laun og starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og hlutaðeigandi stéttarfélags. BORGARBYGGÐ [Cite your source here.] Samband íslenskra sveitarfélaga hefur mótmælt harðlega fyrirhug- aðri skerðingu ríkisins á framlög- um til Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga. Sjóðurinn hefur það hlutverk að jafna fjárhagsstöðu milli sveitarfé- laga og því mun skerðing á fram- lögum koma harðast niður á fá- mennum sveitarfélögum, einkum í dreifbýli. Samkvæmt samantekt sambandsins er áætlað að sveitar- félög á Vesturlandi verði af ríkis- framlagi til útgjaldajöfnunar og vegna fasteignaskatts um samtals 331 milljón króna. Þar af skerðast greiðslur til Borgarbyggðar mest, eða um 105 milljónir króna, til Akraneskaupstaðar um 87 milljón- ir, til Snæfellsbæjar um 50, Stykkis- hólmsbæjar um 30 milljónir, Dala- byggðar um 28 milljónir, Grund- arfjarðarbæjar um 22 milljónir, Eyja- og Miklaholtshrepps um 6,5 milljónir og Helgafellssveitar um 2,1 milljón. Skorradalshreppur og Hvalfjarðarsveit njóta ekki styrkja úr Jöfnunarsjóði. Á fundi í byggðarráði Borgar- byggðar síðastliðinn fimmtudag var bókun stjórnar Sambands ís- lenskra sveitarfélaga kynnt og rætt um þau áhrif sem skerðingin mun hafa á fjárhag sveitarfélaga. Einn- ig var kynnt áætlun hagsviðs Sam- bands íslenskra sveitarfélaga um líklegt tekjutap sveitarfélaga vegna áforma fjármálaráðuneytisins um frystingu framlaga ríkisins til Jöfn- unarsjóðs á árunum 2020 og 2021. Tekjutap Borgarbyggðar vegna þessara áætlana verður eins og fyrr segir rúmar 105 milljónir króna. „Byggðarráð Borgarbyggðar tek- ur efnislega undir bókun stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 15. mars sl. og lýsir undrun sinni á því að ríkisvaldið fyrirhugi einhliða inngrip í fjárhagsleg sam- skipti ríkis og sveitarfélaga. Þar til viðbótar er það skýrt að afleiðing- ar þeirrar aðferðarfræði sem ríkis- valdið leggur upp með í þessum efnum mun koma harðast niður á sveitarfélögum á landsbyggðinni, eins og áætlaðar niðurstöður fyr- ir Borgarbyggð eru glöggt dæmi um,“ segir í bókun byggðarráðs. „Ekki verður unað við þá fram- göngu sem ríkisvaldið hefur sýnt í þessum efnum og hvetur byggð- arráð Borgarbyggðar Samband ís- lenskra sveitarfélaga að standa vörð um hagsmuni sveitarfélag- anna í þessu efni.“ mm Sveitarfélög á Vesturlandi verða af 330 milljónum úr Jöfnunarsjóði Fréttaveita Vesturlands www.skessuhorn.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.