Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 16
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 201916 Þegar gengið er inn á veitingastað- inn Sker í Ólafsvík finnur maður vel fyrir nálægð hafsins. Það er Lilja Hrund Jóhannsdóttir, 25 ára kokkur, sem er eigandi staðarins en hún var að undirbúa daginn á Skeri þegar blaðamaður Skessu- horns hitti hana þar á föstudaginn og ræddi við hana um lífið og veit- ingareksturinn. Lilja er fædd og uppalin í Rifi og eftir grunnskóla hóf hún nám í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði en fann fljótlega að hún vildi breyta til og prófa eitthvað nýtt. Hún fór þá í Hússtjórnarskólann á Hallorms- stað þar sem hún fann sig í mat- reiðslunni. „Ég var kannski ekki sú besta í handavinnunni en ég útskrifaðist með hæstu einkunn í matreiðslu og fann að þar átti ég heima. En mér fannst ég samt ekki eiga heima í kokkastarfi því ég trúði því að það væri bara fyrir karla,“ útskýrir Lilja. Eftir útskrift hélt hún því aftur í FSN og fór að vinna í eldhúsinu á Hótel Hellis- sandi. „Á hótelinu fann ég áhug- ann á matreiðslunni bara aukast og þá ákvað ég að láta vaða og skráði mig í kokkanám. Á meðan vinkonur mínar stefndu á að læra förðunarfræði, hjúkrunarfræði eða eitthvað svona venjulegt fann ég aldrei almennilega hvað ég vildi læra, ekki fyrr en ég byrjaði og fann mig í kokknum,“ segir Lilja sem hóf námið árið 2014. Var ekki á leiðinni í rekstur Lilja útskrifaðist sem kokkur í des- ember 2017 og rétt hálfu ári síð- ar opnaði hún Sker í Ólafsvík. „Ég var ekkert á leiðinni að opna veitingastað nærri því strax,“ seg- ir Lilja en eftir nám vann hún um tíma á Vox veitingastað á Hilton hótel í Reykjavík. „Ég vann á Vox með námi og var á samningi þar. Eftir útskrift fékk ég boð um gott starf þar, sem ég þáði. Það voru svo mamma og pabbi sem plötuðu mig hingað í Ólafsvík aftur. Þau keyptu þetta húsnæði og spurðu hvort ég vildi ekki opna veitingastað hér. Hvernig segir maður eiginlega nei við því,“ segir Lilja og hlær. „Mér fannst ég þurfa að gera svo margt áður en ég myndi taka þetta skref, ferðast, prófa að vinna á fleiri stöð- um og bara lifa smá lífinu áður en ég færi að binda mig við einn stað. En ég hugsaði svo með mér að þó ég opni veitingastað er ég ekkert föst hér alltaf, það er nægur tími fyrir allt hitt sem ég gæti viljað gera seinna,“ segir hún og bros- ir. Aðspurð segist hún þó aldrei hafa séð fyrir sér að búa til lengd- ar í Reykjavík. „Ég er sveitastelpa og mig langaði vissulega alltaf að koma heim aftur og búa hér, þó ég hafi ekki verið á leiðinni heim strax.“ Lilja tók þátt í herferð und- ir yfirskriftinni Kvennastarf, þar sem hún vildi vekja athygli á því að kokkastarfið væri ekki bara fyr- ir karla. „Kynjahlutföllin í kokka- stéttinni eru mjög ójöfn og karlar í miklum meirihluta. En þetta starf er ekki síður fyrir konur og ég er ánægð að sjá að þeim hefur fjölg- að. Í mínum útskriftarhópi vor- um við sex konur sem þótti mjög gott.“ Sker er fjölskyldustaður Auk þess að vera að koma á lagg- irnar sínum eigin veitingastað er Lilja einnig í meistaranámi og stefnir á útskrift í maí. „Ég ákvað að fara strax í meistaranámið, svona á meðan ég kann enn að nota excel og svona,“ segir Lilja og hlær. „En þetta er mikil vinna og það er lítill tími fyrir annað en skóla og vinnu núna. Um leið og ég á einn dag í fríi hér bruna ég í bæinn í skólann. Og svo erum við enn á fyrsta ári með veitingastað- inn og enn að átta okkur bara á öllu svo ég er eiginlega alltaf hér, líka þegar ég er í fríi. Ég er stund- um skömmuð af starfsfólkinu fyrir að hanga alltaf hér þegar ég á að vera heima. Það er bara svo erfitt að sleppa takinu og mig langar svo mikið að vera alltaf hér og fylgjast með og bara vera með í öllu,“ seg- ir Lilja og bætir því við að á fjöl- skyldan hennar ver öll miklum tíma á veitingastaðnum. „Þetta er fjölskyldustaður. Mamma er með litla búð hér við hliðina og það er innangengt í hana. Svo vinnur hún oft hér með mér og pabbi er hús- vörðurinn okkar sem sér um að allt sé í lagi. Við erum bara eigin- lega alltaf öll hér, ég, mamma og pabbi,“ segir Lilja. Bestu pizzurnar Á Skeri er fjölbreyttur matseð- ill en Lilja segir áhersluna vera að geta boðið upp á mat við öll tilefni. „Við viljum vera með matseðil sem hentar hvort sem fólk vill fara fínt út að borða, til dæmis við sérstakt tilefni, eða þegar fólk fer út að borða til að gera sér dagamun. En hvort sem það er fínni maturinn eða hversdagslegri matur er mark- miðið að hafa bara góð hráefni og besta mat sem ég get boðið upp á. Ég lagði til dæmis mikla áherslu á að pizzurnar okkar væru þær bestu á svæðinu,“ segir Lilja en á Skerinu er hægt að fá súrdeigspizzur með fjölbreyttu áleggsúrvali. „Ég reyni að hafa pizzurnar svona aðeins öðruvísi en þessar hefðbundnu, þó ég bjóði vissulega upp á allar hefð- bundnu áleggstegundirnar líka. En ég er til dæmis með döðlur og ýmsar sósur og svona eitthvað aðeins öðruvísi í bland við þetta sem fólk fær sér venjulega á pizz- ur,“ segir Lilja. Þá gerir hún all- an mat frá grunni á veitingastaðn- um, hvort sem það eru kökurn- ar sem hún baka eða olíurnar sem eru notaðar á matinn. „Hvítlauks- olían okkar, majonesið, brauðið og allt sem við bjóðum upp á er unn- ið frá grunni hér. Og ég legg mikla áherslu á að nota eins góð hráefni og ég get og kaupi það sem ég get hér í næsta nágrenni,“ segir Lilja. Fiskurinn í uppáhaldi Spurð hvort hún eigi sér uppá- halds rétt á Skerinu segir Lilja ekki geta gert upp á milli en seg- ir þó skemmtilegast að elda fisk- inn. „Ef ég fæ að elda fisk er deg- inum bjargað. En ég fæ reyndar að elda svona 20-30 fiskrétti á dag svo það eru allir daga nokkuð góð- ir bara,“ segir hún og brosir. All- ur fiskurinn á Skerinu kemur beint upp úr Breiðafirði. „Ég býð bara upp á ferskan fisk sem kemur beint hér upp úr sjónum við Breiðafjörð. Það er svo skemmtilegt að geta sagt fólki frá því að fiskurinn þeirra er bara rétt nýkominn upp úr sjón- um hér beint fyrir utan gluggann,“ segir Lilja og bendir út um stóra glugga þar sem höfnin blasir við. „Ég legg líka mikið upp úr fiski- réttunum en fiskur er svo gott hrá- efni og sem býður upp á svo marga möguleika. Það er ekki bara hægt að sjóða fisk og borða hann með kartöflum. Fiskurinn er líka mjög vinsæll á matseðlinum og ég hef fengið mikið hrós fyrir góðan fisk. Einn fararstjóri sagði við mig að ég væri orðin fræg fyrir fiskinn,“ segir Lilja. Fiskurinn og hafið spila stór- an part í útliti staðarins og nafni. „Nafnið Sker kom eiginlega til því mig langaði að tengja saman sjó- inn og eldhúsið. Sker getur tákn- að sker úti í sjó og svo getur það líka táknað að skera eitthvað, „hún sker fiskinn“. Allt útlit staðarins tengdum við líka sjónum. Spýt- urnar á veggjunum eru úr gamalli bryggu frá Rifi en langafi minn gaf hluta af landareign sinni til þess að láta byggja þessa bryggju. Bryggj- an var svo rifin og ég ákvað að taka hana og nýta hér,“ útskýrir Lilja og bendir blaðamanni á bryggj- una sem klæðir einn vegg veitinga- staðarins. „Ljósin fyrir ofan borð- in eru líka bara ryðguð rör sem ég lét liggja í sjónum í svolítinn tíma til að láta ryðga. Allar skrúfur voru líka látnar ryðga til að ná þessu út- liti,“ segir Lilja. Veisluþjónusta Á Skeri er einnig veisluþjónusta og segir Lilja nóg hafa verið um að vera í því í vetur. „Ég elska að gefa fólki að borða í veislum og ég lærði mikið inn á veisluþjónustu þegar ég vann á Vox. Það passar líka vel fyrir svona veitingastað að bjóða upp á veisluþjónustu því það er mest að gera í því yfir veturinn þegar það er minna af fólki á veit- ingastaðnum,“ segir Lilja. „Það hefur líka tekist rosalega vel til, ég hef séð um árshátíðir og þorrablót og alltaf heppnast allt vel. Ég hef líka alltaf gaman að þessu enda svo heppin að vinna við áhugamálið mitt. Ég get endalaust dundað mér í eldhúsinu, hvort sem það er að elda hér á Skerinu eða fyrir veisl- ur, þetta er allt skemmtilegt,“ seg- ir Lilja. Aðspurð segist hún vera mjög virk og líði best ef hún hefur alltaf nóg að gera. „Það er kannski ástæðan fyrir því að ég hleð alltaf á mig verkefnum. Ég þarf alltaf að hafa eitthvað að gera. Og í þau fáu skipti sem ég fæ dauða stund fer ég í blak eða fótbolta eða eitthvað, svona til að kúpla mig aðeins frá eldhúsinu stundum, það er nauð- synlegt líka,“ segir Lilja og brosir. arg „Ef ég fæ að elda fisk er deginum bjargað“ -segir Lilja Hrund, kokkur og eigandi Skers í Ólafsvík Lilja er ungur kokkur í Snæfellsbæ sem opnaði Sker veitingastað í Ólafsvík síðasta sumar. Mynd af Lilju frá því hún tók þátt í herferðinni Kvennastörf. Ljósm. aðsend. Hér sést hvernig gömul bryggja í Rifi klæðir einn vegginn á veitingastaðnum.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.