Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 8

Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 20198 Nýr formaður jafnréttisráðs Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra hefur skipað dr. Silju Báru Ómarsdóttur, dósent í stjórn- málafræði við Háskóla Íslands, sem formann jafnréttisráðs. Silja Bára tekur við stöðunni af Árelíu Eydísi Guðmundsdótt- ur. Samkvæmt lögum um jafna stöðu og rétt karla og kvenna skal Jafnréttisráð m.a. vera ráð- herra til ráðgjafar í faglegri stefnumótun mála sem tengjast jafnrétti kynjanna. -kgk Tveir vildu leigja Slýdalstjörn MÝRAR: Tvö tilboð bárust í leigu á Slýdalstjörn, sem ligg- ur inn af Hraundal, þegar sveit- arfélagið Borgarbyggð aug- lýst veiðirétt í vatninu til leigu. Byggðarráð samþykkti að leggja til við sveitarstjórn að hærra til- boðinu yrði tekið, en það var frá Borgari Þorsteinssyni í Hafnar- firði að fjárhæð 300.000 krón- ur. -mm Á biluðum bílum HÁLENDIÐ: Aðfararnótt mánudags voru björgunarsveit- ir á Suðurlandi kallaðar til leitar að fólki á Langjökli. Aðstand- endur fólksins, sem var á þrem- ur jeppum, hafði samband þar sem farið var að óttast um það. Sjö jeppar voru sendir á Lang- jökul eftir tveimur leiðum en fljótlega tókst að staðsetja fólkið ekki langt frá Þórisjökli, sunnan Langjökuls. Fólkinu var kom- ið til aðstoðar og amaði ekkert að því. Björgunaraðgerðir tóku drykklanga stund, eða á annan sólarhring frá því útkall barst og þar til komið var með bíla og mannskap til byggða. -mm Stefnt að lengingu fæðingarorlofs LANDIÐ: Í félagsmálaráðu- neytinu er hafin vinna við heild- arendurskoðun laga um fæðing- ar- og foreldraorlof í samráði við hagsmunaaðila. Þetta kynnti Ásmundur Einar Daðason ráð- herra barnamála á ríkisstjórn- arfundi fyrir helgi og sagði vel við hæfi enda verða á næsta ári liðin 20 ár frá gildistöku lag- anna. Samhliða þessu er stefnt að því að fæðingarorlof verði lengt í 12 mánuði. Gert er ráð fyrir því að lengingin komi til framkvæmda í tveimur áföng- um á árunum 2020 og 2021. Er það í samræmi við áherslur sem koma fram í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og fjármála- áætlun sem var kynnt á laugar- daginn. -mm Grunsamlegir menn á ferð BORGARNES: Tilkynnt var um grunsamlegar manna- ferðir í Borgarvík í Borgar- nesi í vikunni sem leið. Sást til manna á bíl sem ók þar fram og til baka. Ekkert kom út úr málinu, að sögn lögreglu, sem segir jákvætt að fólk láti vita ef það verður vart við eitthvað sem það telur óeðlilegt eða grunsamlegt. -kgk LÍV og VR ósamstíga LANDIÐ: Guðbrandur Ein- arsson, formaður Landssam- bands íslenskra verslunar- manna (LÍV) sagði af sér emb- ætti í liðinni viku. Sagði hann ástæðuna þá að stéttarfélagið sem hann hefur verið í forsvari fyrir undanfarin 21 ár, samein- ast VR 1. apríl næstkomandi en við það færist samningsum- boð LÍV yfir til VR í kjölfar- ið. „Þá er sú staða uppi að LÍV og VR hafa ekki átt samleið við gerð kjarasamnings, þrátt fyrir að hafa lagt fram sameiginlega kröfugerð. Verulegur mein- ingarmunur er á milli mín og forsvarsmanna VR með hvaða hætti skuli nálgast kjarasamn- ingsgerð og þar sem ég hef ákveðið að þiggja ekki starf hjá VR, þrátt fyrir boð þar um, tel ég eðlilegt að ég stígi úr stóli formanns Landssambands ís- lenskra verslunarmanna á þess- um tímapunkti,“ sagði Guð- brandur. -mm Aflatölur fyrir Vesturland dagana 16.-22. mars Tölur (í kílóum) frá Fiskistofu: Akranes: 8 bátar. Heildarlöndun: 52.277 kg. Mestur afli: Eskey ÓF: 22.045 kg í þremur róðrum. Arnarstapi: Engar landanir á tímabilinu. Grundarfjörður: 12 bátar. Heildarlöndun: 607.186 Mestur afli: Drangey SK: 233.620 kg í tveimur löndun- um. Ólafsvík: 21 bátur. Heildarlöndun: 382.609 kg. Mestur afli: Guðmundur Jensson SH: 62.129 kg í fjór- um róðrum. Rif: 16 bátar. Heildarlöndun: 471.756 kg. Mestur afli: Örvar SH: 100.058 kg í tveimur löndun- um. Stykkishólmur: 3 bátar. Heildarlöndun: 5.881 kg. Mestur afli: Fjóla SH: 2.618 kg í fjórum róðrum. Topp fimm landanir á tíma- bilinu: 1. Drangey SK - GRU: 214.782 kg. 17. mars. 2. Kristín GK - GRU: 83.875 kg. 18. mars. 3. Örvar SH - RIF: 83.770 kg. 17. mars. 4. Tjaldur SH - RIF: 75.257 kg. 18. mars. 5. Hringur SH - GRU: 66.880 kg. 20. mars. -kgk Mikil úrkoma var á Vesturlandi mánudaginn 25. mars og þá sér- staklega í Grundarfirði þar sem úr- koman mældist yfir 100 mm sam- kvæmt Veðurstofu Íslands. Þetta olli nokkru tjóni en Snæfellsnes- vegur var byrjaður að fara í sund- ur við bæinn Mýrar rétt hjá Kirkju- felli. Þar mættu vinnuvélar sem rufu skarð í lítinn afleggjara á svæð- inu svo að vatnið ætti greiða leið frá veginum og í réttan farveg. Vega- gerðin var snögg til og lagaði veg- inn. Miklir vatnavextir voru á svæð- inu og var sjálfur Kirkjufellsfossinn ógnvænlegur á að líta enda ekki oft sem hann er svona vatnsmikill. tfk Mikið vatns- veður í Grundarfirði Unnið við lagfæringar á veginum. Ljósm. Guðbjartur Brynjar Friðriksson. Vatn flæðir yfir gamla þjóðveginn sem nú er nær eingöngu notaður af hesta- mönnum. Ljósm. tfk. Kirkjufellsfoss var gríðarlega vatnsmikill á mánudaginn og sjaldgæft að sjá hann með enga ferðamenn að sniglast á svæðinu. Ljósm. tfk. Útibú tryggingafélagsins Sjóvár á Akranesi verður opnað á nýjum stað mánudaginn 1. apríl næst- komandi. Skrifstofan hefur til þessa verið á Garðabraut en verður frá aprílbyrjun að Þjóðbraut 1, þar sem tryggingafélagið leigir starfs- stöðvar af Landsbankanum í sama húsi og bankinn. „Þetta felur því í sér hagræðingu í rekstri og styrk- ir grundvöll útibúsins enn frekar. Það þýðir meira öryggi fyrir bæði okkar viðskiptavini og starfsfólk,“ segir Haraldur Ingólfsson, útibús- stjóri Sjóva á Akranesi, í samtali við Skessuhorn. „Sjóvá er í sam- starfi við Landsbankann víða á landsbyggðinni og leigir aðstöðu af bankanum á nokkrum stöðum. Af því verða ákveðin samlegðar- áhrif hjá báðum aðilum. Flutn- ingurinn styrkir okkur í sessi og við ætlum að halda áfram að veita Skagamönnum framúrskarandi þjónustu,“ segir hann og bætir því við að ekki þurfi að loka skrif- stofunni á meðan á flutningunum stendur. „Við stefnum á að klára flutninginn bara um helgina. Það verður lokað kl. 16:00 á föstudag á Garðabrautinni eins og venju- lega fyrir helgar. Síðan opnum við á nýjum stað á sama tíma og alltaf á mánudagsmorgun við Þjóðbraut 1,“ segir Haraldur Ingólfsson að endingu. kgk Sjóvá á Akranesi á nýjan stað „Styrkir grundvöll útibúsins enn frekar“ Sjóvá flytur að Þjóðbraut 1, í sama húsnæði og Landsbankinn. Haraldur Ingólfs- son, útibússtjóri Sjóvá á Akranesi og Harpa Hrönn Finnbogadóttir, ráðgjafi hjá Sjóvá á Akranesi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.