Skessuhorn


Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 6

Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 6
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 20196 Leit að fólki á Langjökli BORGARFJ: Óttast var um fólk á Langjökli um helgina. Þar var á ferðinni átta manna hópur á þrem- ur bílum. Þegar lögreglu barst tilkynning um mál- ið kl. 22:00 á sunnudags- kvöld hafði ekkert heyrst frá fólkinu í marga klukku- tíma. Óskað var eftir að- stoð björgunarsveitanna Brákar, Oks og Heiðars við leit að fólkinu. Farið var á björgunarsveitarbílum og vélsleðum upp á jökulinn. Fólkið fannst í Slunkaríki á Langjökli um kl. 2:00 að- fararnótt mánudags, en þá hafði það verið á jöklinum í átta klukkustundir. Fólk- ið hafði lent í vandræð- um með bílana sína en all- ir voru heilir á húfi, sam- kvæmt upplýsingum lög- reglu. -kgk Datt af baki BORGARFJ: Slys varð í Borgarfirði á mánudags- kvöld þegar kona féll af hestbaki. Hesturinn hafði fælst með fyrrgreindum af- leiðingum. Konan vissi ekki hvort hún hefði misst með- vitund eður ei, var illa áttuð og fann til í mjöðm. Hún var flutt með sjúkrabíl á heilsu- gæslustöðina í Borgarnesi til aðhlynningar. -kgk Sá ekki út við aksturinn BORGARNES: Lögregla stöðvaði för ökumanns í Borgarnesi að kvöldi síð- asta fimmtudags. Ökumað- ur þessi hafði ekki þrif- ið rúður bílsins sem hann ók. Framrúðan var héluð svo ekki sást út. Að sögn lögreglu liggur 20 þús- und króna sekt við broti af þessu tagi, sem er talsvert meiri peningur en kostar að kaupa eina rúðusköfu! -kgk Margir fastir VESTURLAND: Að sögn lögreglu var töluvert um bíla sem festu sig vegna veðurs og færðar í vikunni sem leið. Barst tilkynning um slíkt á hverjum einsasta degi í vik- unni. Ferðamenn sátu fastir í snjó á Uxahryggjavegi að- fararnótt föstudags. Tveir bílar voru þar fastir klukkan eitt að nóttu og sömuleið- is sátu ferðamenn þar fast- ir daginn eftir. Að sögn lög- reglu áttuðu ferðalangarn- ir sig ekki á því að vegurinn væri lokaður. Engin hætta var á ferðum og fólkinu var bent á að hafa samband við bílaleiguna. Á föstudag lentu ferðamenn í vand- ræðum með færð á Vestur- landsvegi norðan Bifrastar. Á sunnudag sátu þrír bílar fastir í snjó á Snæfellsnes- vegi austan við Stykkishólm með samtals átta ferðamenn innanborðs. Vegurinn var ófær á þessum tíma en fólk- ið áttaði sig ekki á því og hafði samband við lögreglu. Skömmu síðar var vegurinn mokaður og fólkið gat hald- ið för sinni áfram. -kgk Óhöpp vegna færðar VESTURLAND: Um- ferðaróhapp varð á Holta- vörðuheiði miðvikudaginn 20. mars síðastliðinn. Öku- maður bifreiðar ætlaði að taka fram úr moksturstæki frá Vegagerðinni en varð að hætta við framúraksturinn og hafnaði aftan á tækinu. Eng- in slys urðu á fólki en eitt- hvað tjón varð á bílnum og þurfti að kalla til dráttarbíl til að flytja hann í burtu. Að morgni föstudags fór vöru- bíll út af Vesturlandsvegi nálægt Grundartanga. Bíll- inn var kominn hálfur út af og hallaði mikið. Kalla þurfti eftir aðstoð við að koma vörubílnum aftur upp á veg- inn. Útafakstur varð á Vest- urlandsvegi við Hafnarfjall á laugardag. Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni í hálku og endaði utan vegar. Eng- in slys urðu á fólki og ekki voru sjáanlegar skemmdir á bílnum, en draga þurfti hann upp á veginn aftur. Bíll hafn- aði utan vegar á Borgarfjarð- arbraut í vikunni sem leið. Ökumaður missti bílinn út af í hálku í brekkunni nálægt bænum Steðja við mynni Flókadals. Ökumaður treysti sér ekki til að hreyfa bílinn og halda för sinni áfram og því var hann skilinn eftir. Í vikunni sem leið kom vegfar- andi við á lögreglustöðinni á Akranesi og tilkynnti að hann hefði mætt ferðamönn- um sem óku á öfugum vegar- helmingi, með þeim afleið- ingum að maðurinn þurfti að keyra út af veginum til að af- stýra slysi. Ekki var sjáanlegt tjón á bílnum en ökumaður ætlaði að athuga málið bet- ur. Að sögn lögreglu er þetta ekki í fyrsta skiptið sem til- kynning um akstur á öfugum vegarhelmingi kemur inn á borð til embættisins. -kgk Skrifað hefur verið undir samn- inga um svokalla samvinnustyrki til sveitarfélaga sem greiðast úr ríkis- sjóði í gegnum Fjarskiptasjóð, auk byggðastyrkja sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið úthlutar. Renna styrkirnir til ljósleiðaravæð- ingar í tengslum við verkefnið Ís- land ljóstengt. Fjórtán sveitarfélög eiga að þessu sinni kost á byggða- styrk á grundvelli byggðaáætlunar og 22 sveitarfélög eiga kost á sam- vinnustyrk. Meðal þeirra nú eru Borgarbyggð og Dalabyggð. Samningarnir gefa 23 sveitar- félögum kost á samtals um 1.475 milljónum króna í styrki á árunum 2019 til 2021 til þess að tengja með ljósleiðara allt að 1.700 styrkhæfa staði auk fjölda annarra bygginga samhliða sem ekki hljóta styrk. Eigið framlag sveitarfélaga/íbúa er umtalsvert og að lágmarki 500.000 kr. fyrir hvern tengdan styrkhæf- an stað. Samningar árin 2020 og 2021 eru með fyrirvara um fjár- lög. Styrkveitingarnar miðast við að tryggja verklok hjá allflestum sveitarfélögum sem um ræðir og þar með að náð verði að mestu leyti markmiði ríkisstjórnarinnar um ljósleiðaravætt dreifbýli lands- ins. Stefnt er að því að lokaúthlut- un á grundvelli Ísland ljóstengt verði á næsta ári með það að mark- miði að öll áhugasöm sveitarfélög ljúki lagningu ljósleiðara í dreif- býli fyrir árslok 2021 hið síðasta. Verkefnið Ísland ljóstengt hófst formlega vorið 2016 og var eins og kunnugt er undir forystu þing- mannanna Haraldar Benedikts- sonar og Jóhanns Páls Pálssonar sem fylgt hafa verkefninu eftir frá upphafi. Þetta er fjórða úthlutun Fjarskiptasjóðs og jafnframt þriðja úthlutun ráðuneytisins á grund- velli byggðaáætlunar á jafn mörg- um árum. Útlit er fyrir að verk- efnið nái þegar upp er staðið til um rétt tæplega sex þúsund styrkhæfra staða um allt land. Með þessum og fyrri samningum er þegar búið að semja um 5.750 tengistaði. Hlut- fall styrkhæfra staða sem tengdir verða í verkefninu öllu stefnir í að verði vel yfir 90%, segir í tilkynn- ingu frá samgöngu- og sveitar- stjórnarráðuneytinu. mm Áfram haldið með ljósleiðaravæðingu í dreifbýli Fulltrúar sveitarfélaga, Fjarskiptasjóðs og ráðuneytisins við undirritun samninga við sveitarfélög um ljósleiðaravæðingu í dreifbýli.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.