Skessuhorn - 27.03.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 27. MARS 201912
„Við sem sitjum í stjórn Sorpurð-
unar Vesturlands (SV) leggjum mik-
inn metna í að hafa starfsemina í
sem bestu ástandi á hverjum tíma
og rækta gott samstarf við nágranna
urðunarstaðarins. Höfum við m.a.
keypt tæki og tól til að standa eins vel
að starfseminni og framast er unnt,
unnið að eyðingu vargs og reynum
að fyrirbyggja fok frá urðunarrein,“
segir Kristinn Jónasson formaður
stjórnar SV í samtali við Skessuhorn.
Tilefni þessara ummæla var að hann
vildi koma á framfæri svari við grein
þriggja bænda á Mýrum, nágranna
Sorpurðunarinnar í Fíflholtum, sem
þeir rituðu í síðasta Skessuhorni og
ályktun sem samþykkt var á fundi
í Lyngbrekku þar sem kynnt voru
drög að nýju starfsleyfi fyrir urðun í
Fíflholtum. Bændur mótmæla því að
sorpurðun í Fíflholtum verði aukin
og fara auk þess fram á aukna vöktun
og eftirlit með mengun.
Einskiptisaðgerð rauf
hámarkið
Kristinn Jónasson segir að núver-
andi starfsleyfi í Fíflholtum gildi til
ársins 2028 og í því sé gert ráð fyr-
ir urðun á 15 þúsund tonnum sorps
að hámarki á ári. „Í fyrra voru urð-
uð tæplega 15.500 tonn af sorpi sem
þýðir að við fórum tæplega 500 tonn
umfram það sem starfsleyfið heim-
ilar. Þess vegna bregst stjórn Sorp-
urðunar Vesturlands við með þeim
hætti að ákveða að sækja um stækk-
un á starfsleyfi fyrir Fíflholt því það
er rík krafa að urðunarstaðir haldi sig
innan marka starfsleyfis. Þetta um-
frammagn á síðasta ári helgast eink-
um af einskiptis aðgerð, en hjá okkur
voru urðuð 730 tonn af óvirkum úr-
gangi vegna niðurrifs Sementsverk-
smiðjunnar á Akranesi,“ segir Krist-
inn. „Nú er því verki lokið og því að
vænta að dragi úr magni.“
Kristinn segir að sveitarfélögin á
starfssvæði SV reyni öll að auka það
magn úrgangs sem flokkað er til end-
urvinnslu sem á að þýða minni sorp-
urðun í Fíflholtum. „Neysla í samfé-
laginu hefur engu að síður verið að
aukast á síðastu árum, en urðun sorps
er ætíð í línulegu samhengi við ástand
efnahagsmála, eins og menn þekkja.
Meiri einkaneysla, fleiri heimilistæki
og því um líkt eykur sorpmagn.“ Þá
bendir Kristinn á að íbúum á Vestur-
landi hafi fjölgað sem og sumarhús-
um sem þýðir meira magn af sorpi á
svæðinu.
Virkt eftirlit
Í ályktun bænda frá kynningarfund-
inum í Lyngbrekku er komið inn á
mengunarmál frá urðunarstaðnum.
„Frá upphafi starfseminnar í Fífl-
holtum hafa reglulega verið tekin
sýni á svæðinu, þ.e. í hverjum mán-
uði, og í dag þá er það verk í hönd-
um Stefáns Gíslasonar hjá UMÍS
ehf. í Borgarnesi. Þessar mengunar-
mælingar eru gerðar í samræmi við
starfsleyfið og koma rannsóknir fram
í Grænu bókhaldi Sorpurðunar sem
hægt er að nálgast á heimasíðu SSV.
Í þessu græna bókhaldi, sem nær
aftur til ársins 2004, eru mjög ýtar-
leg gögn yfir starfsemi Sorpurðunar
fyrir hvert ár og mjög áhugavert að
lesa og hvet ég alla til að kynna sér
þau. Þá er reglulegt eftirlit frá Um-
hverfisstofnun sem kemur á stað-
inn og fer yfir starfsemina og gef-
ur skýrslu um hvort við séum inn-
an marka starfsleyfis og kemur jafn-
framt með ábendingar ef slíkt reynist
í einhverjum tilfellum ekki vera. Gef-
inn er frestur til að bregðast við þeim
ábendingum sem hingað til hafa ver-
ið smávægilegar,“ segir Kristinn.
Brenna gasi af
urðunarstaðnum
Ýmsar framkvæmdir hafa verið í
gangi hjá Sorpurðun Vesturlands
að undanförnu. Kristinn nefnir að á
liðnu ári var sett upp gassöfnunar-
kerfi í Fíflholtum sem brennir það
gas sem safnað er úr urðunarrein
fjögur. Var sú gassöfnun samkvæmt
núgildandi starfsleyfi. „Á þessu ári
gerði Sorpurðun enn nýjan samning
um vöktun svæðisins við fyrirtækið
ReSource sem gengur út á mælingar
og vöktun á gassöfnunarkerfinu, loft-
myndatöku sem skoðar m.a. gróður
á svæðinu, kortagerð og hæðarmæl-
ingar. Þessar niðurstöður eru síðan
sendar til Umhverfisstofnunar sem
og upplýsingar um rekstur gassöfn-
unarkerfisins. Þannig fylgist Um-
hverfisstofnun náið með að gassöfn-
unarkerfið virki á þann hátt sem það
á að gera.“
Fok og vargur viðvarandi
verkefni
Bændur á Mýrum gagnrýna fok frá
urðunarstaðnum. „Varðandi fok á
rusli þá viðurkenni ég að það hef-
ur verið of mikið og við þurfum að
bæta okkur í þeim efnum. Það get-
um við m.a. gert með því að fjölga
girðingum í kringum urðunarrein-
ina sem við ætlum að gera mjög
fljótlega. Hins vegar þá eru girðing-
ar á svæðinu sem eru ætlaðar til að
taka við foki og einnig höfum við á
undanförnum árum plantað trjám á
svæðinu sem eru mjög góð í því að
taka við því sem fýkur. Jafnframt
eru tré góður kostur því þau vinna
með okkur í að bæta andrúmsloftið.
Ár hvert höfum við samið við ung-
mennafélagið á svæðinu um að fara
um svæðið og tína það rusl sem kom-
ið hefur frá svæðinu. Hefur samstarf
við íbúa og félagasamtök verið alveg
ljómandi gott. Þá höfum við árlega
sett fjármuni í refaveiðar og að halda
vargfugli í skefjun og ég held að við
getum verið nokkuð sátt hvað refinn
varðar. Refaeyðing hefur gengið vel,
en það er alltaf erfiðara að eiga við
fuglinn. Hann kemur alltaf aftur, en
við reynum hvað við getum og í þeim
efnum en vafalaust má alltaf gera bet-
ur.“ Þá nefnir Kristinn að skurðum í
mýrlendi hafi verið lokað til að bæta
kolefnisjöfnun.
Samstarf við önnur sorp-
samlög
Gagnrýnt hefur verið að tekið sé til
urðunar í Fíflholtum sorp af svæðum
utan Vesturlands. „Við erum í sam-
starfi við sveitarfélög á höfuðborg-
arsvæðinu, Suðurnesjum og Suð-
urlandi um sorpmál. Til að mynda
hvernig við getum bætt okkur í sorp-
málum almennt ásamt því að við
erum að skoða styrkleika hvers svæð-
is. Slík skoðun getur orðið til enn
betri úrlausna á því hvernig við með-
höndlum sorp. Meðal annars þá höf-
um við gert sameiginlega svæðisáætl-
un um meðhöndlun sorps fyrir svæð-
in og erum þessa dagana að endur-
skoða hana en á þessu samstarfssvæði
búa um 83% þjóðarinnar. Loks má
nefna að við erum einnig í samstarfi
við Norðurá sem rekur urðunarstað
við Stekkjarvík rétt utan Blönduóss,
en samkvæmt starfsleyfinu fyrir Fífl-
holt þá verðum við að vera með var-
astað til taks ef eitthvað kemur upp
á í rekstrinum í Fíflholtum. Þetta er
gagnkvæmur samningur við Norð-
urland vestra.“
Þurfum að vera með-
vituð um neysluna
Kristinn segir að varðandi sorpmál
á Íslandi almennt þá sé engin töfra-
lausn til að draga úr sorpurðun, enda
ef svo væri þá væru menn búnir að
fara í slíkar lausnir. „Til dæmis ef við
tökum brennslu á sorpi sem dæmi
þá er brennslustöðvar að finna víða
í stórborgum erlendis og þá nærri
íbúðahverfum. Varmi sem kemur
frá slíkum brennslum er síðan nýtt-
ur til húshitunar ca. 70% og til lýs-
ingar 30%. Litið er á brennslu sorps
sem endurvinnslu þegar orkan nýtist
með þeim hætti. Hér á landi hagar
því þannig til að við erum með mjög
ódýra orkugjafa til að hita upp hús
og jarðvarmi sem kemur úr brennslu
keppir aldrei í verði við þá auðlind
sem við Íslendingar eigum. Brennsla
á sorpi hér á landi mynd því ekki nýt-
ast sem orkugjafi, allavega yrði hún
ekki samkeppnisfær orkugjafi í verði.
Erlendis er orkan hins vegar mjög dýr
og jafnframt erfitt að nálgast hana og
því hafa menn m.a. framleitt orku til
húshitunar með kjarnorku.“ Krist-
inn nefnir að eftir að Kínverjar hættu
að taka við plastefnum frá Evrópu til
endurvinnslu, hafi íslenskt plast verið
flutt út og brennt í Svíþjóð.
Miðla sorpi í
hagkvæmniskini
Þá bendir Kristinn á að skoða verði
vistsporið sem fylgir eyðingu sorps
og því sé mjög hæpið að hans mati
að fara að flytja hundruð þúsunda
tonna á milli landshluta einungis
til að geta fengið orku sem úr slíkri
brennslu kæmi. „Ef byggð verð-
ur ný brennslustöð á Íslandi verð-
ur hún líklega byggð á höfuðborg-
arsvæðinu þar sem mest af sorpinu
fellur til. Þó gæti verið mögulegt að
Kalka brennslustöðin á Suðurnesjum
yrði stækkuð og hún fengi enn stærra
hlutverk en hún gegnir í dag. Þá er
Sorpa að byggja jarðgerðarstöð sem
getur tekið við um 40.000 tonnum
af lífrænu efni sem er mjög jákvætt
skref. Sorpurðun Vesturlands gæti átt
samleið þar með að losna með þeim
hætti við sinn lífræna úrgang og hef-
ur það verið rætt við Sorpu, án þess
að ákvarðanir hafi verið teknar.“
Gott samstarf lykilatriði
Almennt segir Kristinn að til að
draga úr þörf fyrir urðun og eyð-
ingu sorps þá þurfi Sorpurðun Vest-
urlands sem og sveitarfélög í landinu
að höfða til almennings um minni og
breytta neyslu. „Til dæmis ættum við
ekki að kaupa vörur sem eru í plast-
umbúðum og svo framvegis. Það er
eina leiðin til að draga úr sorpmagni
að breyta neyslumynstrinu hjá okkur
sjálfum og jafnframt að flokka meira.
Sveitarfélögin á Vesturlandi og íbúar
eru að flokka sorp og á sumum svæð-
um eru menn með þrjár tunnur sem
flokkað er í. En þar eins og í öðru,
við getum gert betur og við þurfum
að hvetja almenning til að flokka enn
meira. Jafnframt eigum við náttúr-
lega að draga úr neyslu eins og áður
segir, eða breyta neyslumynstri okk-
ar.
Okkur í stjórn Sorpurðunar Vest-
urlands er mikið í mun að eiga gott
samstarf við nágranna okkar í Fífl-
holtum og frá því að starfsemi Sorp-
urðunar hófst þar hefur sambúðin
gengið vel. Þannig viljum við hafa
það áfram og munum leggja okkur
af mörkum til að starfsemin í Fífl-
holtum verði í góðu samneyti við ná-
granna urðunarstaðarins.“
mm
Markmið okkar að sorpflokkun og urðun verði í sem bestri sátt við íbúa
Sorpmagn eykst jafnan samhliða aukinni neyslu
Horft yfir sorpurðunarstaðinn í Fíflholtum á Mýrum.
Kristinn Jónasson formaður stjórnar SV.