Skessuhorn - 03.01.2019, Síða 5
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 5
Fyrsta barn ársins er stúlka sem
kom í heiminn á Akranesi laust eft-
ir kl. 6:00 á nýársmorgun. Stúlkan
vó 3.654 grömm og er 51 sentímetri
að lengd. Foreldrar stúlkunnar eru
Sigríður Hjördís Indriðadóttir frá
Kjaransstöðum í Hvalfjarðarsveit
og Hannes Björn Guðlaugsson, bú-
sett í Reykjavík. Stúlkan er ekki að-
eins fyrsta barn ársins heldur einnig
fyrsta barn foreldra sinna. Þau Sig-
ríður og Hannes segja að litla stúlk-
an hafi látið bíða eftir sér.
„Settur dagur var 23. desember,
þannig að við áttum alls ekki von á
að eignast fyrsta barn ársins. Fæð-
ingin gekk vel en dagarnir á undan
voru erfiðir, ég var með stanslausa
verki í fjóra daga áður en hún fædd-
ist,“ segir Sigríður. „Við komum
hingað á fæðingadeildina á Akra-
nesi 30. desember og fæðingin hófst
síðan á gamlárskvöld um áttaleyt-
ið þegar belgurinn var sprengdur.
Stúlkan kom í heiminn kl. 6:03 á ný-
ársmorgun og við stefnum á að fara
heim með hana seinni partinn í dag
[miðvikudag, innsk.],“ segir Hann-
es. „Það verður gott að koma heim
en það er búið að vera algjör draum-
ur að vera hérna á deildinni. Hér er
ekkert stress, við fáum að vera hér í
rólegheitum eins lengi og við þurf-
um og ljósmæðurnar hugsa rosalega
vel um okkur. Þetta er algerlega frá-
bær þjónusta sem við erum búin að
fá. Við vissum að hingað væri gott
að koma til að fæða barn og sjáum
ekki eftir því að hafa gert okkur
ferð,“ segja foreldrarnir ánægðir.
316 börn fædd á árinu
Alls fæddust 316 börn á fæðinga-
deild Heilbrigðisstofnunar Vestur-
lands á Akranesi á árinu 2018 og hafa
fæðingar ekki verið fleiri síðan 2010
þegar 358 börn komu í heiminn.
„Við ætlum að slá þetta met á árinu
2019,“ segir Hafdís Rúnarsdóttir
ljósmóðir létt í bragði. Til saman-
burðar við þessar tölur má nefna að
meðaltal síðustu fimm ára eru 221,4
fæðingar. Hafdís segir að fæðing-
um á deildinni hafi fjölgað jafnt og
þétt undanfarin ár. Ástæðuna segir
hún einkum vera þá að fleiri konur
geri sér ferð úr Reykjavík til að fæða
á deildinni en áður var. „Við erum
hér með sterka fæðingadeild sem
veitir góða þjónustu. Sjúkrahúsið á
Akranesi er eina sjúkrahúsið á lands-
byggðinni fyrir utan sjúkrahúsið á
Akureyri, þar sem er skurðstofa og
kvensjúkdómalæknir, sérfræðingur í
fæðingahjálp og svæfingalæknir eru
á bakvakt allan ársins hring. Við get-
um því veitt konum alla þá þjónustu
sem þær hugsanlega þurfa við fæð-
ingu barna, svo sem keisaraskurð,
mænudeyfingu, gangsetningu, sog-
klukku og fleira. Aðeins sendum
við konur á Landspítalann ef börn
þurfa að fara á vökudeild, en það er
ekki algengt. Einnig reynum við að
gera vel við fólk af landsbyggðinni
sem kemur langt að. Því stendur til
boða gistiaðstaða á meðan beðið er
eftir fæðingu. Þetta er að spyrjast út,
konur vilja koma hingað alls stað-
ar af landinu til að fæða börn sín og
við erum auðvitað hæstánægð með
það,“ segir Hafdís Rúnarsdóttir.
kgk
Fyrsta barn ársins fæddist
á Akranesi
Meira en þrjú hundruð fæðingar á árinu
Fyrsta barn ársins í er stúlkubarn sem kom í heiminn á Akranesi á nýársmorgun. Foreldrar hennar eru Sigríður Hjördís Indr-
iðadóttir og Hannes Björn Guðlaugsson, búsett í Reykjavík. Hér eru foreldrarnir ásamt dagsgamalli dóttur sinni í gærmorgun,
miðvikudaginn 2. janúar.
Stúlkan var södd og sæl og veifaði framan í heiminn þegar blaðamann bar að garði, enda nýbúin að fá brjóst.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Jólatré sótt 8.-9. janúar
Akraneskaupstaður mun sjá um hirðingu jólatrjáa dagana
8.-9. janúar og er það í boði fyrir alla bæjarbúa. Eina sem þarf
að gera er að setja trén út við götu. Ath. eingöngu jólatré
verða tekin, ekki annað sorp.
Akraneskaupstaður hvetur bæjarbúa til að ganga vel
um og hreinsa upp eftir flugelda, sprengjur, kökur og
fleira sem fellur til eftir nýárs- og þrettándagleði.
SK
ES
SU
H
O
R
N
2
01
9
Fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í
bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 8. janúar
kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir
til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því
að hægt er að hlusta á fundinn á FM 95,0 og horfa á beina
útsendingu á www.facebook.com/akraneskaupstadur.
Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir:
Sjálfstæðisflokkurinn að Kirkjubraut 8, laugardaginn •
5. janúar kl. 10:30
Bæjarmálafundir Samfylkingarinnar og Framsókn og •
frjálsra falla niður.
Bæjarstjórnarfundur
www.skessuhorn.is