Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2019, Qupperneq 14

Skessuhorn - 03.01.2019, Qupperneq 14
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 201914 Frá því útgáfa Skessuhorns hófst fyrir tuttugu árum hefur blaðið ár- lega gengist fyrir vali á Vestlend- ingi ársins. Valið fer þannig fram að kallað er eftir tilnefningum íbúa landshlutans um þá sem þeim þykja verðugir til að hljóta þetta sæmdar- heiti fyrir árangur í leik eða starfi. Vestlendingar ársins 2018 eru eig- endur fjölskyldufyrirtækisins Guð- mundar Runólfssonar hf. í Grund- arfirði. Fyrirtækið stendur nú fyrir uppbyggingu á fullkomnustu fisk- vinnslu landsins í sínum heimabæ. Í því verkefni leggur fjölskyldan allt í sölurnar, til að tryggja að öflugur sjávarútvegur verði í Grundarfirði um ókomna tíð. Eigendur G.Run eru börn Guðmundar Runólfsson- ar og Ingibjargar S. Kristjánsdótt- ur, systkinin Runólfur, Kristján, Páll, Ingi Þór, Guðmundur Smári, María og Unnsteinn, auk allra maka þeirra og Mósesar Geirmundssonar frænda þeirra. Svanur Guðmundsson, einn af þeim systkinum, gekk úr skafti fyrirtækisins á sínum tíma og hvarf til annarra starfa. Skessuhorn hitti eigendur G.Run á þriðja degi jóla og færði þeim forláta vasa úr verslun- inni Módel á Akranesi að gjöf. Systk- inin Runólfur, Kristján, Páll, Smári, María og Unnsteinn tóku við viður- kenningunni fyrir hönd eigendanna, en Móses og Ingi Þór gátu ekki verið viðstaddir. Runólfur, Smári og Unn- steinn tóku síðan að sér að ræða við blaðamann fyrir hönd eigendanna. Samkomulagið gott „Það sem við erum hvað stoltust af og það sem fólk er almennt hvað forvitnast um er hvernig svona hóp- ur getur unnið saman þetta lengi. Við höfum lagt ævistarf okkar og alla fjármuni í þetta fyrirtæki. Við sem erum eldri höfum verið eig- endur að fyrirtækinu frá því upp úr 1970 og síðan bættust yngri systkin- in við eitt af öðru,“ segir Smári. „Við höfum gert þetta saman. Við erum að reka alvöru fyrirtæki og það er stundum tekist á um málin. En það er bara þannig að meirihlutinn ræð- ur og við höfum sem betur fer haft þann þroska til að geta látið hlutina ganga upp,“ segir Runólfur. „Þeg- ar pabbi fékk fyrsta togarann, Run- ólf, í ársbyrjun 1975 vorum við fimm bræður um borð. Runólfur varð síð- an fljótlega skipstjóri, Kristján vél- stjóri en við yngri hásetar, bátsmenn og netamenn eftir efnum og ástæð- um. Síðan færðumst við í land eft- ir menntun og getu og þess háttar. En á svona skipi þá er það skipstjór- inn sem ræður,“ segir Smári og við það sama blikkar Runólfur blaða- mann stríðnislega. „Þannig ólumst við upp. Það er bara einn skipstjóri og hann ræður. En í svona fyrirtæki þá ákveður stjórnin hvað skal gera. Það hefur gengið með ágætum og menn hafa þann þroska til að virða ákvarðanir meirihuta stjórnarinnar. Auðvitað verða menn stundum sár- ir og reiðir, því stundum verða menn undir. En þá verður maður bara að sætta sig við það. Við kunnum alveg að taka því, en langoftast er þó sátt um málin. Í 99% tilfella erum við sammála hvaða leið skuli farin,“ seg- ir Smári. Óbreytt staða ekki í boði Sú var einmitt raunin þegar ákveðið var að ráðast í þessa framkvæmd sem nú er á lokametrunum. Eigendurn- ir voru sammála um að byggja þyrfti nýja vinnslu. Laugardaginn 2. júní 2017, á sjómannadagshátíðarhöld- um í Grundarfirði, var tekin tákn- ræn skóflustunga að nýrri fiskvinnslu G.Run. Sjötíu grundfirsk börn tóku sér þá skóflu í hönd og rufu jörð í fyrsta sinn. Runólfur settist síðan upp í beltagröfu í byrjun desemb- er sama ár og byrjaði að moka fyr- ir grunninum. Þar með voru eigin- legar framkvæmdir hafnar. Það var síðan fyrir rétt rúmu ári, 22. des- ember 2017, sem skrifað var undir samning við verktaka um byggingu nýju fiskvinnslunnar. Rúmu ári síð- ar hefur mikið vatn runnið til sjáv- ar. Risin er rétt rúmlega 2700 fer- metra fiskvinnsla sem verið er að leggja lokahönd á þessa dagana. „Nú eru að vera komin tvö ár síðan þessi ákvörðun var tekin. Það var annað hvort að hrökkva eða stökkva, fara í þessa fjárfestingu eða hætta. Óbreytt staða var ekki í boði. Húsið var orðið gamalt og að mörgu leyti úrelt. Síð- an hafa orðið ævintýralegar breyt- ingar á mörgu í fiskvinnslu undan- farin ár,“ segir Smári. „Við vorum í rauninni orðin alveg heft hvað varð- ar pláss og tækni, hætt að geta af- greitt hluta af þeim pöntunum sem okkur bárust því við gátum ekki verkað eftir óskum kaupenda,“ segir Unnsteinn. „Það var allt handskorið, þannig að við vorum ekki með nógu góða nákvæmni-bita. Við sáum að þróunin var að færast yfir í skurðar- vélarnar. Strax árið 2014 byrjuðum við að tala við Marel um skurðarvél- ar. Þá vorum við búin að átta okkur á að við yrðum að fara að gera eitt- hvað. Í september 2015 koma síðan Flexivélarnar til sögunnar og breyta öllu. Þannig að 2016 erum við byrj- uð á fullu að teikna uppdrátt að nýrri vinnslu miðað við þessar vatnsskurð- arvélar og að geta unnið tvær sortir í einu. Síðan þróaðist þessi uppdrátt- ur í lausfrysta og fullvinnsluna sem nú er að verða tilbúin hérna niðri í húsinu,“ bætir Unnsteinn við. Kom aldrei til greina að hætta Bræðurnir minntust á að það hefði annað hvort verið að hrökkva eða stökkva. Kom aldrei til greina að hrökkva, selja útgerð og aflaheimild- ir og flytja bara á sólarströnd? Það stendur ekki á svörum. „Nei,“ segja þeir allir í kór. „Ég held að það hafi ekki hvarflað að nokkrum einasta manni,“ bætir Smári við. „Staða fyr- irtækisins breyttist þónokkuð 2016, þegar við unnum mál gegn Lands- bankanum. Við höfðum ofgreitt Eigendur Guðmundar Runólfssonar hf. eru Vestlendingar ársins „Fjölskyldan leggur allt undir og rúmlega það“ Systkinin Runólfur, Guðmundur Smári, Kristján, Páll, María og Unnsteinn Guðmundsbörn tóku við viðurkenningunni úr hendi blaðamanns Skessuhorns fyrir hönd eigenda G.Run. Þau eru eigendur fyrirtækisins ásamt Inga Þór bróður sínum, Móses Geirmundssyni og mökum. Systkinin öll saman komin á góðri stundu á liðnu sumri þegar dóttir Maríu gifti sig. Bræðurnir Runólfur, Kristján, Páll, Ingi Þór, Svanur, Guðmundur Smári og Unnsteinn halda á Maríu systur sinni.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.