Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2019, Page 15

Skessuhorn - 03.01.2019, Page 15
FIMMTUDAGUR 3. JANÚAR 2019 15 bankanum verulega vexti frá hruni og fengum þá endurgreidda. Lausa- fjárstaða fyrirtækisins var mjög góð eftir það. Þetta var rúmur milljarð- ur króna auk vaxta sem við fengum endurgreitt, samtals tæplega 1400 milljónir,“ segir Smári. „Ef sú leið- rétting hefði ekki orðið þá hefðum við aldrei getað farið í þetta verk- efni,“ segir Unnsteinn. Kostnaður- inn við byggingu nýrrar fiskvinnslu G.Run í Grundarfirði er enda um það bil andvirði endurgreiðslunn- ar frá Landsbankanum. „Upphaf- lega sáum við fyrir okkur að byggja 1200 til 1400 fermetra við þá 1400 fermetra vinnslu sem þegar var til staðar. En þróunin endaði í 2700 fermetrum, svoleiðis að verkefnið var helmingi stærra en við ætluðum í upphafi,“ segir Smári. „Ástæðan fyr- ir því eru einfaldlega allar nútíma- kröfur, bæði hvað varðar vinnsluna sjálfa og síðan auðvitað slökkvikerfi, brunavarnir, lagnakerfi og fleira,“ segir Unnsteinn. „En við höfum sagt alveg kinnroðalaust að hér verð- ur fullkomnasta fiskvinnsla á Íslandi með búnaði sem uppfyllir allar kröf- ur nútímans,“ segir Smári og bræður hans taka undir. „En það voru þess- ar vatnsskurðarvélar sem leiddu okk- ur út í verkefnið. Við sáum að ef við ætluðum ekki að vera með í þeirri tækni þá yrðum við ekkert með yfir- leitt. Leiðréttingin frá bankanum gerði okkur síðan mögulegt að ráð- ast í þessa framkvæmd. Þetta eru tvö lykilatriði í aðdraganda þessa verk- efnis,“ segir Unnsteinn. Stóraukin afköst Með tilkomu nýju fiskvinnslunnar er ætlunin að auka afköstin um milli 50 og 100 prósent. Til að svo megi verða þarf fyrirtækið að kaupa fisk á markaði, í það minnsta fyrst um sinn. „Við getum sjálf aflað hráefnis til að mæta 25-30% af þessari aukn- ingu sem við gerum ráð fyrir að ná með nýju vinnslunni. Síðan horfum við til fiskmarkaðanna á Nesinu með það sem upp á vantar,“ segir Smári. „Það eru milli 20 og 25 þúsund tonn af fiski flutt af þessu svæði óunnin á hverju ári,“ segir Runólfur. „Okkar meginmarkmið er að ná stærri hluta af þeim afla sem er seldur hér á fisk- mörkuðum og trúum því að þessi verksmiðja verði samkeppnishæf,“ segir Smári og bætir því við að aukn- ing í afköstum og gæðum muni með tíð og tíma borga upp fjárfestinguna. „Á hverjum morgni fáum við pant- anir sem segja til um að bitinn þurfi að vera 22 sentímetrar og við höfum svigrúm um þyngd frá 110 grömm- um upp í 140 grömm. Þetta gátum við ekki afgreitt með handskurði, eins og við vorum að gera,“ seg- ir Runólfur. Fyrir vikið segir Unn- steinn að flakið hafi ekki nýst nógu vel í verðmætustu pakkningarnar. „En núna ákveða vélarnar hvernig sé best að skera úr flakinu þannig að fá- ist sem best hlutfall af dýrum hnakka og vélarnar reikna út hvernig hvert flak getur skilað bestu meðalverði. Einnig horfum við til betri nýting- ar með nýju pökkunarlínunum. Þær eiga að skila minni og stöðugari yfir- vigt,“ segir hann. „Við þurfum allt- af að skila yfirvigt til að þriggja kílóa kassinn standi vigt erlendis út af dripli úr fiskinum. Starfsmaðurinn sem er á vigtinni hverju sinni setur of mikið í hvern kassa, umfram þessa yfirvigt. Tæknin er bara mun ná- kvæmari en mannshöndin og sér til þess að það fari bara akkúrat þessi yf- irvigt í hvern kassa,“ segir Runólfur. „Að sögn tæknimannanna verður frá- vikið á yfirvigtinni núna plús/mínus tvö, þrjú grömm. En mannshöndin og -augað getur ekki verið nákvæm- ara en 30 til 50 grömm til eða frá,“ segir Smári. „Allt saman hefur þetta gert það að verkum að við höfum verið að fá allt að einni evru minna fyrir kílóið en ef við hefðum getað skorið af nákvæmni,“ segir Unn- steinn. „Í nýju vinnslunni ættum við að geta pakkað í milli fjögur og fimm þúsund kassa á góðum degi. Það gef- ur því augaleið að nákvæmni í vigt- un skiptir ævintýralega miklu máli,“ segir Smári. Reikna með að fjölga fólki Spurðir hvort breytingar séu í vænd- um með tilkomu nýju vinnslunnar segja bræðurnir hugmyndir uppi um að koma á vaktakerfi í vinnslunni. „Þetta er geysilega dýr fjárfesting og mjög dýrt að láta hana standa meiri- hluta ársins ónýtta, því hér er bara unnið í átta tíma á dag, fimm daga vikunnar. Við erum því að velta fyrir okkur möguleikanum á að setja upp aðra vakt í húsinu. Hafa fullmannað vinnslu á dagkvagt og bæta við kvöld- vakt þar sem yrði þá kannski keyrð önnur línan, hálfmönnuð vakt. En þetta eru nú bara hugmyndir á þessu stigi málsins,“ segir Smári. „Búnað- urinn er þannig settur upp að það er mögulegt að keyra á hálfri vakt, ein- faldari vinnslu með 10 til 15 mann- eskjum,“ bætir Unnsteinn við. „Þetta hús verður fullkomnasta fiskvinnsla á landinu og hér verða tvær sjálfstæðar vinnslulínur, sem er frekar óvanalegt því yfirleitt eru menn bara með eina línu í húsinu,“ segir Smári. „Nú get- um við keyrt annars vegar fyrir bol- Þannig leit húsið út á fallegum degi í lok nóvember, unnið að kappi bæði innan húss og utan. Séð inn í vinnslusal nýrrar fiskvinnslu G. Run í Grundarfirði sem stefnt er að því að setja í gang í fyrsta sinn nú um miðjan mánuðinn. Verður vinnslan sú fullkomnasta á landinu. Framhald á næstu síðu

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.