Skessuhorn - 22.05.2019, Page 26
MIÐVIKUDAGUR 22. MAí 201926
Delft er borg í hollenska héraðinu
Suður-Hollandi, á milli Rotter-
dam og Den Haag. Delft, sem tel-
ur um 100 þúsund íbúa. Borgin
hefur þróast í að vera næstvinsæl-
asta ferðamannaborgin í Hollandi
á eftir Amsterdam, enda er mið-
borgin ægifögur. Kirkjan Nieuwe
Kerk er aðalgreftrunarstaður hol-
lensku konungsfjölskyldunnar. í
Delft er frægur tækniháskóli með
nemendum allsstaðar úr heimin-
um. Auk þess er þar fræg postulíns-
verksmiðja.
Flogið var til Schiphol flugvall-
ar við Amsterdam. Þar tók á móti
okkur Helga Stína sem rekur ferða-
þjónustuna „Iceland unwrapped-by
Helga Stína“ í Delft ásamt Mike,
manni sínum. Frá flugvellinum var
ekið í langferðabifreið til Delft.
Við gistum á skemmtilegu hót-
eli í miðbænum Hótel De Plataan.
Ekki er leyfilegt að aka langferða-
bifreiðum inn í miðbæjarkjarnann
svo við urðum að fara fótgangandi
með töskurnar í eftirdragi nokkra
vegalengd. Eftir að við vorum búin
að koma okkur fyrir á hótelinu og
hvílast ögn var farið í gönguferð
yfir að veitingastað og þar snæddur
kvöldverður.
Daginn eftir var farið í göngu-
ferð um miðbæjarkjarnann með
leiðsögn innfæddra leiðsögumanna
sem fræddu okkur um þessar sögu-
frægu byggingar sem þarna standa.
Miðbærinn er með mörgum síkjum
og steinlögðum götum. Síkin voru
notuð sem flutningaleiðir þegar
kaupskip þeirra komu með varn-
ing frá austurlöndum og Kína. Við
gengum framhjá tveimur stórum
kirkjum. Gömlu kirkjunni og nýju
kirkjunni, nýja kirkjan var frá u.þ.b.
1620. Gamla kirkjan var reist á sík-
isbakka þannig að turninn fór að
halla við smíðina svo styrkja þurfti
undirstöður hans við bygginguna.
Fyrir framan nýju kirkjuna er stórt
torg og mikið mannlíf. Þarna ákvað
kórinn að syngja tvö lög til að aug-
lýsa tónleikana. Söng kórinn fyrst
gospel lagið Nothing I can do og
um leið og söngnum lauk hringdu
kirkjuklukkurnar.
Um kvöldið söng kórinn undir
stjórn Valgerðar Jónsdóttur í Borg-
arbókasafninu í Delft nokkur lög
ásamt hollenska kórnum Blue Vo-
cals. Einnig sungu kórarnir saman
tvö lög. Eitt hollenskt og íslenska
lagið „Krummi svaf í klettagjá“.
Samsöngurinn tókst ótrúlega vel
þrátt fyrir óþjál tungumál.
Laugardagurinn var frjáls fólki
til að skoða mannlíf og byggingar.
Þennan dag var matvælamarkaður í
miðbænum. Þar var margt forvitni-
legt og lýsti matarmenningu þeirra
vel. Auk þess var antik markaður í
miðbænum. Þar var margt forvitni-
legra muna.
Seinni partinn fórum við í sigl-
ingu um síkin á litlum bátum með
leiðsögn heimamanna. Þetta var
virkilega skemmtileg upplifun.
Á sunnudeginum voru tónleikar
í De Genestet kirkju í Delft. Ynd-
isleg kirkja með mjög áhugaverða
sögu sem aðallega hefur verið not-
uð til tónleikahalds. Þarna voru
sungin 12 lög við mjög góðar und-
irtektir og þurfti kórinn að syngja
2 aukalög.
Eftir tónleikana var farið á veit-
ingahús og snædd þríréttuð máltíð.
Daginn eftir var svo flogið heim
eftir mjög skemmtilega ferð til
Delft. Eftir situr minningin um
góðar móttökur, fallegan bæ og
inndælt fólk.
Júlíus Már Þórarinsson.
Ljósm. Guðni Hannesson.
Svanir í söngferðalag til Hollands
Karlakórinn Svanir á Akranesi er nýlega kominn úr söngferðalagi til Hollands. Meðfylgjandi er ferðalýsing Júlíusar
Más Þórarinssonar myndskreytt með ljósmyndum Guðna Hannessonar.