Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 13.11.2019, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 13. nóVEMBER 201912 Staða starfsfólks Ísfisks á Akra- nesi er skelfileg að sögn Vilhjálms Birgissonar, formanns Verkalýðs- félags Akraness. Vilhjálmir ritaði í liðinni viku pistil á Facebook-síðu sína þar sem hann svarar frétt mbl. is frá síðasta miðvikudegi, þar sem haft var eftir Albert Svavarssyni, framkvæmdastjóra Ísfisks, að flest- ir þeirra rúmlega 40 starfsmanna sem sagt var upp störfum 1. októ- ber væru komnir á atvinnuleysis- bætur. Þetta segir Vilhjálmur rangt. „Það er enginn starfsmaður kom- inn á atvinnuleysisbætur, hið rétta er að margir hafa skráð sig atvinnu- lausa, en þeirra réttur skapast ekki fyrr en uppsagnarfrestur starfs- manna er útrunninn og/eða fyr- irtækið fer í gjaldþrot,“ segir Vil- hjálmur. „Staða starfsfólks Ísfisks er skelfileg og hún er ömurleg, en fólkið hefur ekki fengið nein laun greidd í rúma tvo mánuði fyrir utan 50.000 kr. inná greiðslu fyrir um hálfum mánuði síðan eða svo,“ bæt- ir hann við. „Þessi staða er alls ekki boðleg stundinni lengur og hef- ur Verkalýðsfélag Akraness komið þeim skilaboðum ítrekað á framfæri við forsvarsmenn fyrirtækisins.“ Segir Vilhjálmur að VLFA hafi lýst sig reiðubúið að lána öllum starfsmönnum 250 þúsund krónur með veði í launakröfu sem félagið mun gera fyrir starfsmenn vegna vangreiddra laun á Ábyrðgarsjóð, en slík lánveiting geti þó ekki átt sér stað fyrr en fyrirtæki verði gjald- þrota. Óboðleg staða Stjórn Byggðastofnunar tók jákvætt í lánsumsókn Ísfisks um miðjan októbermánuð. Í frétt mbl.is var haft eftir Albert að unnið væri að því að uppfylla ákveðna skilmála sem stofnunin setti sem skilyrði fyrir fyrirgreiðslu. Vilhjálmur segir lausn á fjárhagsvanda fyrirtækisins hafa dregist allt of lengi. „Alltaf er verið að biðja um lengri frest til að redda fjármálunum. Margoft hef- ur verið sagt að þetta muni skýrast þennan dag eða annan og svo gerist ekkert! Á meðan engjast starfsmenn um launalausir, enda hafa þeir ekki fengið laun sín greidd í rúma 60 daga og á meðan ekkert gerist þá eiga starfsmenn ekki rétt á atvinnu- leysisgreiðslum og félagið getur ekki lánað þessar 250.000 krón- ur því veð í kröfur á Ábyrgðarsjóð launa er ekki til staðar þar sem fyr- irtækið hefur ekki verið lýst gjald- þrota,“ segir Vilhjálmur. „Þetta er algerlega óboðlegt og ef fyrirtækið er að leita leiða til að rétt af fjárhag fyrirtækisins þá er algert skilyrði að launagreiðslum til starfsmanna verði komið tafarlaust í lag.“ kgk Eins og áður hefur verið greint frá í Skessuhorni var starfsfólki Ís- fisks, rúmlega 40 manns, sagt upp störfum 30. september síðastlið- inn. Síðan þá hefur verið unnið að því að bjarga fjárhag fyrirtækis- ins svo það geti hafið starfsemi að nýju. En á meðan situr starfsfólk- ið heima með sárt ennið. Það hefur ekki fengið greidd laun fyrir sept- ember og október, utan 50 þúsund króna greiðslu upp í laun septem- bermánaðar. Fiskverkakonurnar Erla Sigur- björnsdóttir og Linda Helgadóttir eru meðal þeirra sem var sagt upp störfum hjá fyrirtækinu í lok sept- ember. Þær segja stöðu starfsfólks- ins mjög erfiða og upplifa vonleysi og nagandi óvissu. „Þegar okkur var sagt upp mánudaginn 30. sept- ember var okkur tjáð að launin yrðu greidd strax 1. október, eða daginn eftir. Þau yrðu allavega alltaf kom- in fyrir næstu helgi,“ segja Erla og Linda í samtali við Skessuhorn. „Síðan þá hefur okkur verið hald- ið í algerri óvissu. Því hefur ítrek- að verið lofað að við fáum borgað þennan dag eða hinn og að málin skýrist á næstu dögum eða vikum. Síðan gerist bara ekkert og aldrei fáum við að vita neitt,“ segja þær. Eiga varla fyrir mat Það er auðheyrt á þeim Erlu og Lindu að undanfarnir mánuðir hafi verið þeim erfiðir. nú segja þær svo komið að þær eigi varla fyrir mat. „Ég er farin að leita til vina og vandamanna, sem er ekki skemmtileg staða. Við fengum stuðning frá Akraneskaupstað, lán sem við þurfum ekki að greiða til baka fyrr en við fáum laun greidd frá fyrirtækinu. Sá peningur fór all- ur í húsaleigu hjá mér,“ segir Erla. „Ég lifi á VISA og yfirdrætti. Ég sé fram á að verða næstu tvö árin að komast út úr kreditkortaskuld- inni. En ég á ekki annarra kosta völ,“ segir Linda. „Maður situr um mat á síðasta söludegi á 99 krónur í Krónunni, brauð og annað til að setja í frystinn og taka svo út eina og eina sneið. Stundum elda ég bara fyrir strákana en sleppi því að borða sjálf,“ segir Erla, sem er ein- stæð móðir tveggja drengja. „Ég er farin að sleppa því oft að borða. Maður lifir bara á kaffi, þangað til maður fær verk í magann og finnur að maður verður líklega að borða eitthvað,“ segir Linda. Hún á einn uppkominn son, sem aðstoðar móður sína eins og hann hefur tök á. „Þetta er búið að vera rosalega erfitt,“ bætir hún við og Erla tekur undir með henni. En þær stöllur segja að þeirra aðstæður séu langt því frá að vera einsdæmi. Þvert á móti telja þær hana nokkuð dæmigerða fyr- ir starfsfólk fyrirtækisins. „Það eru allir í rosalega erfiðri stöðu,“ segja þær. „Stór hluti starfsfólks hefur verið að ræða saman um stöðu mála frá því okkur var sagt upp. Margir eiga orðið býsna erf- itt. Auðvitað hefur verið misjafn- lega erfitt fyrir fólk að komast af, því staða fólks var misjöfn fyrir. En það sér hver heilvita maður að það fer allt á hvolf í heimilisbókhaldinu ef allt í einu vantar tvenn mánaðar- laun,“ segja þær. „Algerlega vonlaus staða“ Báðar hafa þær skráð sig á atvinnu- leysisskrá, en þær öðlast ekki rétt til atvinnuleysisbóta fyrr en 1. des- ember næstkomandi. Ástæðan er sú að uppsagnarfrestur er ekki lið- inn og fyrirtækið hefur ekki ver- ið lýst gjaldþrota. Fyrirtækinu ber að greiða þeim laun út uppsagnar- frestinn, en það hefur ekki verið gert og á meðan sú staða er uppi er starfsfólkið í lausu lofti til 1. des- ember. Þá sjá Erla og Linda loks- ins fram á að fá pening fyrir helstu nauðsynjum. „Þetta er algerlega vonlaus staða. Ég held að enginn geti gert sér grein fyrir því sem ekki hefur upplifað það; að vera launalaus í svona langan tíma og lifa í algerri óvissu um það hvort eða hvenær við fáum greidd laun- in okkar,“ segir Linda. „Okkur er haldið í heljargreipum,“ segir Linda. „Okkur er gefin fölsk von, lofað að þennan eða hinn daginn skýrist málin, en svo gerist ekk- ert. Öll svör við okkar fyrirspurn- um eru grá og loðin og við fáum ekki að vita neitt, erum algerlega í lausu lofti,“ segja þær. „Ef ekkert breytist fáum við atvinnuleysisbæt- ur 1. desember, en það eru 20 dag- ar í það. Við verðum að reyna að þrauka þangað til. En þetta er mjög erfitt, við upplifum mikið vonleysi og þykir vægast sagt illa farið með okkur starfsfólkið að setja okkur í þessa vonlausu stöðu. Þetta er öm- urlegt í alla staði,“ segja Erla og Linda að endingu. kgk Vilhjálmur Birgisson er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Ljósm. úr safni/ mm. Ekki fengið laun í tvo mánuði Formaður VLFA segir starfsfólk Ísfisks í skelfilegri stöðu Úr vinnslusal Ísfisks hf. á Akranesi. Ljósm. úr safni/ kgk. „Okkur er haldið í heljargreipum“ Starfsfólk Ísfisks hefur ekki fengið greidd laun frá því í september Linda Helgadóttir og Erla Sigurbjörnsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.