Skessuhorn


Skessuhorn - 13.11.2019, Síða 32

Skessuhorn - 13.11.2019, Síða 32
 Matarauður MIÐVIKUDAGUR 13. NÓVEMBER 201932 Það var létt yfir íbúum og kostgöng- urum á Höfða - hjúkrunar- og dval- arheimili á Akranesi síðastliðinn fimmtudag. Þá var boðað til árlegr- ar sviðaveislu í mötuneytinu. Áður en sest var að snæðingi spilaði Gísli S Einarsson á harmonikku og söng með gestum í hátíðarsalnum og boðið var upp á kalt brennivín fyr- ir þá sem það vildu. Íbúar snæddu flestir nærri sínum vistarverum en niðri í mötuneyti mætti starfsfólk og dagdvalarfólk fyrst en síðan komu kostgangarar sem nýta sér þjónustu mötuneytisins ýmist daglega eða til- fallandi þegar þeim hentar. Blaða- maður Skessuhorns leit við á Höfða og ræddi stuttlega við starfsfólk og gesti í mat. Létu allir vel af þess- um árlega og góða sið og tók fólk hraustlega til matar síns. mm Í sviðaveislu á Höfða Þegar fólk hyggst hefja framleiðslu á matvælum er ýmislegt sem þarf að hafa í huga. Fyrst og fremst er mik- ilvægt að vera vel upplýstur um þær reglur sem gilda um framleiðslu matvæla. Af því tilefni settist blaða- maður Skessuhorns niður með Helga Helgasyni, framkvæmda- stjóra Heilbrigðiseftirlits Vestur- lands, og spurði hann hvað það væri sem fólk þyrft að hafa í huga áður en það hefur matvælaframleiðslu. Helgi hefur í áratugi sinnt þessum mikilvæga málaflokki á Vesturlandi og deilir hér ýmsu sem gott er að hafa í huga. Framleiðandinn er alltaf ábyrgur Aðspurður segir Helgi samvinnu Heilbrigðiseftirlits Vesturlands (HeV) við framleiðendur nær und- antekningalaust mjög góða. Hlut- verk HeV er fyrst og fremst gefa leiðbeiningar, veita leyfi til mat- vælaframleiðlsu og eftirfylgni. „Við erum með reglulegt eftirlit með matvælaframleiðendum. Það er þó mikilvægt að framleiðandinn sé sjálfur meðvitaður um þá ábyrgð sem fylgir því að selja matvöru. Framleiðandinn ber alltaf ábyrð á sinni vöru og það þýðir ekki að horfa til okkar og spyrja hvar eft- irlitið hafi verið þegar allt er kom- ið í óefni,“ segir Helgi brosandi og bendir á að undanfarið hafi borist þónokkrar fréttir af nóróveirusmiti hér á landi. „Þetta er bráðsmitandi veira sem smitast ekki bara beint á milli manna. nóróveiran getur líka smitast í gegnum matvöru kom- ist hún þangað,“ segir hann. „Þetta er hræðileg veira sem er erfitt að greina nema í fólki og því smitast hún mjög auðveldlega með matvæl- um. Það er rík ástæða fyrir áherslu okkar á hreinlæti og svo er mikil- vægt að fólk sé ekki að koma nálægt matvælaframleiðslu nema það sé al- veg frískt,“ segir hann. Undanþegin matvælaframleiðsla Þeir sem framleiða matvöru og selja fyrir góðgerðasamtök eða íþróttafélög eru undanþegnir leyfi til matvælaframleiðslu, enda ætti kaupandinn að vera meðvitaður um að varan gæti hafa verið framleidd í heimahúsi. Þó vill Helgi biðla til þeirra sem standa í slíkri fram- leiðslu að hafa í huga að þeir þurfa að fara eftir sömu reglum og aðr- ir varðandi hreinlæti. „Matvæli eru alltaf matvæli, sama hvort um er að ræða löglegan framleiðanda eða ekki. Með löglegum framleiðanda er ég að meina þá sem hafa leyfi til framleiðslunnar frá okkur eða Mat- vælastofnun. Og það þarf alltaf að gæta vel að því að fara eftir öllum reglum,“ segir hann. „Það er vissu- lega jákvætt hversu margir vilja láta gott af sér leiða og framleiða mat- vörur til styrktar góðum málefn- um. En það gæti farið illa ef ekki er passað upp á hreinlæti og að þeir sem koma að framleiðslunni séu frískir,“ bætir hann við. Ósáttur við fyrirhug- aðar breytingar Hvaða ráð getur Helgi gefið þeim sem eru að hugsa um að fara í framleiðslu á matvælum? „Fyrst og fremst að fólk hugsi málið áður en það byrjar því ábyrgðin er mikil. Það er mikilvægt að hafa góða að- stöðu og ég get ekki sagt það nógu oft hversu mikilvægt hreinlætið er. Þá er mikilvægt að gera sér grein fyrir að lykt er líka partur af hrein- læti. Ef það er ólykt í loftinu getur hún farið í matvælin, sérstaklega ef um er að ræða feita matvöru,“ svar- ar hann. Spurður um þau skref sem fólk þurfi að taka ef það ætlar að hefja framleiðslu á matvælum seg- ir hann fyrsta skrefið vera að hafa samband við heilbrigðiseftirlitið sem geti leiðbeint viðkomandi með framhaldið. „En það gæti þó breyst og vil ég hér með formlega gagn- rýna stjórnvöld sem ætla að koma af stað nýju skráningarkerfi. Með því kerfi er ég hræddur um að við missum sjónar af aðilum í matvæla- framleiðslu. Þetta á að vera miðlægt skráningarkerfi þar sem viðkomandi framleiðandi skráir sig bara í gegn- um island.is og skráningin fer inn á borð Umhverfisstofnunar sem svo þarf að senda hana áfram til emb- ættanna úti á landi. Þetta kerfi á að minnka flækjustig en mun að ég held bara auka það ef eitthvað er,“ segir Helgi. „Í dag hefur fólk sam- band við heilbrigðiseftirlitið ef það ætlar að hefja matvælaframleiðslu og við komum og tökum út aðstöð- una áður en framleiðsla hefst. En ef fólk heldur að það sé bara nóg að skrá sig á netinu og byrja svo er ég hræddur um að framleiðsla hefjist löngu áður en við vitum af skrán- ingunni. Í stað þess að framleið- endur komi til okkar þurfum við að leita þá uppi,“ segir Helgi. Fjölga starfsmönnum Helgi hefur starfað fyrir Heilbrigð- iseftirlit Vesturlands frá stofnun þess árið 1984 og hefur því séð margar breytingar eiga sér stað. „Ég hef séð þetta allt,“ segir hann og hlær. Tölu- verðar breytingar hafa orðið í mat- vælaframleiðslu með aukinni ferða- þjónustu og segir Helgi svo mikið vera að gera hjá heilbrigðiseftirlit- inu að ákveðið var að bæta við starfs- manni um áramótin. „Matvæla- framleiðsla í landhlutanum blómstr- ar, sem er ánægjulegt að sjá, en það hefur aukið álagið hjá okkur, sem höfum verið tvö í þessu frá því Heil- brigðiseftirlit Vesturlands og Heil- brigðiseftirltið á Akranessvæði fór í eina sæng árið 1999. Fram að því var ég einn hjá Heilbrigðiseftirliti Vest- urlands og annar starfamaður var á Akranesi. núna ráðum við ekki við þetta lengur og verður þriðja starfs- manninum bætt við um áramótin,“ segir Helgi. arg Hreinlæti er lykillinn að farsælli matarframleiðslu Rætt við Helga Helgason, framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands Helgi Helgason framkvæmdastjóra Heilbrigðiseftirlits Vesturlands. Brandur Fróði Einarsson og Þuríður Skarphéðinsdóttir eiginkona hans mættu í veisluna. Þau búa í sínu húsi við Esjuvelli, en nýta sér þjónustuna sem í boði er á Höfða þegar þeim hentar. Fróði lét vel af matnum og hreinsar hér vandlega af kjammanum eins og siður er. Þeir biðu spenntir eftir að sagt yrði „gjörið svo vel.“ Kjammar, sulta og sviðalappir voru í boði, ásamt kartöflumús og rófustöppu. Einnig var salat og annað meðlæti fyrir þá sem það vildu. Sigurlín Gunnarsdóttir húsmóðir og Ingigerður Höskuldsdóttir, matráður á Höfða, eru hér við kræsingarnar. Kostgangarar taka hraustlega til matar síns. F.v. Sigurgeir Ingimarsson, Sigurður Guðmundsson og Hlini Eyjólfsson.

x

Skessuhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.