Læknablaðið - jan. 2020, Side 13
LÆKNAblaðið 2020/106 13
R A N N S Ó K N
andlega heilsu og 8 undirþætti sem eiga að meta heilsu, virkni
og vellíðan. Skor eru á kvarða 0-100 og því hærra skor, því
betra er heilsufarsástand einstaklingsins. Útgáfa 2.0 var þýdd á
Reykjalundi árið 2003 með leyfi höfunda. Fear-Avoidance Beli-
efs Questionnaire (FABQ) samanstendur af 16 spurningum sem
ætlað er að meta ótta og hliðrun (forðun) í tengslum við verki og
mat einstaklings á vinnufærni (FABQ-W) og líkamlegri virkni
(FABQ-P). Listinn hefur tvo meginþætti, viðhorf til vinnufærni
og viðhorf til líkamlegrar virkni. Rannsóknir benda til að klínískt
viðmið (cut-off score) fyrir FABQ-W sé 29, sem þýðir að þeir sem
eru yfir þessu gildi eru mun ólíklegri til að snúa til baka til vinnu
en þeir sem eru undir.26 Í þessari rannsókn verður einungis notað-
ur vinnufærnikvarðinn miðað við klínísk viðmiðunarskor yfir 29
stigum. Skor á kvarðanum eru 0-42 þar sem hærra skor þýðir meiri
ótta og hliðrun. Próffræðilegir eiginleikar þýðinga þessara mæli-
tækja eru góðir og ekki síðri en sést í erlendum rannsóknum.27,28
Verkir voru metnir á tölukvarða 0 til 10 (Numeric Rating Scale,
NRS).29 Til viðbótar þessum mælitækjum var spurningalisti um
félagsleg atriði og verki lagður fyrir þátttakendur auk spurninga-
lista Becks um kvíða og þunglyndi (BAI og BDI-II).30 Hátt skor á
Becks-spurningalistunum endurspegla alvarlegri einkenni kvíða
og þunglyndis. Öll þessi mælitæki hafa verið notuð í klínískum
verkjarannsóknum og hafa reynst áreiðanleg og réttmæt.28,31
Kostnaðarnytjagreining
Til að meta heilsuhagfræðilegan ávinning endurhæfingarinnar
var gerð kostnaðarnytjagreining út frá samfélagslegu sjónarhorni
sem tekur bæði til kostnaðarþátta og þeirra lífsgæða sem með-
ferðin veitir og gefur því heildstæða sýn á áhrif hennar. Lífsgæði
eru metin sem breyting á gæðaárum (quality-adjusted life years,
QALY) og nær mælieiningin bæði til lífslengdar og lífsgæða. Lífs-
gæðin liggja á milli 0 og 1 þar sem 0 er dauði og 1 er full heilsa.
Mælistikan gefur möguleika á að bera saman ólíkar meðferðir.
Endurhæfing á verkjasviði Reykjalundar var borin saman við þá
meðferð sem sjúklingarnir höfðu áður fengið. Þar sem ekki var
neinn eiginlegur viðmiðunarhópur var tímabilið fyrir endurhæf-
ingu nýtt sem viðmið fyrir hefðbundna meðferð. Til grundvallar
útreikningi á gæðaárum voru niðurstöður á lífsgæðakvarðanum
SF-36 lagðar til grundvallar. SF-36 var varpað yfir í SF-6D sem er
útgáfa af SF-36 sem færa má yfir í gæðaár (QALY).32 Vigtirnar í
SF-6D eru fengnar með aðferð staðlaðrar áhættu (standard gamble)
úr tilviljanakenndu úrtaki meðal bresks almennings.33 Gögnin í
rannsókninni á Reykjalundi hafa verið meðhöndluð með þessum
hætti samkvæmt leyfi frá Háskólanum í Sheffield í Bretlandi. Með
þessari vörpun er hægt að reikna út breytinguna á nytjaskorinu
fyrir og eftir meðferð.
Í greiningunni er kostnaður metinn til þriggja ára frá því að
endurhæfingu á Reykjalundi lauk. Kostnaður ef ekki kæmi til
endurhæfingar á Reykjalundi, það er hefðbundin meðferð, er
áætlaður út frá meðaltalskostnaði fyrir endurhæfingu. Í grein-
ingunni er gert ráð fyrir því að meðaltalskostnaðurinn á árs-
grundvelli haldist óbreyttur þau þrjú ár sem hann er áætlaður.
Kostnaðarþættir sem voru metnir annars vegar með og hins vegar
án endurhæfingar á Reykjalundi voru myndgreining, sjúkraþjálf-
un, sérfræðilæknakostnaður, lyf (sterk verkjalyf, gigtarlyf, róandi
lyf, svefnlyf og þunglyndislyf), aðstoð (ólaunuð/launuð), vinnu-
tap vegna meðferðar og aukin vinnugeta (mismunur á vinnu-
getu fyrir og eftir meðferð á Reykjalundi). Vinnulaun voru miðuð
við regluleg meðallaun á almennum vinnumarkaði. Aðstoð sem
verkjasjúklingar þáðu var ekki metin í þessari rannsókn og því
var stuðst við tölur frá Danmörku34 og gengið út frá því að þeir
sem væru óvinnufærir hefðu þegið aðstoð. Greiðsla fyrir aðstoð
var áætluð sem meðallaun á almennum vinnumarkaði. Til að
meta notkun á heilbrigðisþjónustu var gagna fyrir hópinn aflað
hjá Tryggingastofnun ríkisins en sökum umfangs gagnaöflunar
var ekki hægt að nálgast gögn frá heilsugæslu. Til að meta kostn-
að af lyfjum voru gögn fyrir hópinn fengin úr lyfjagagnagrunni
Embættis landlæknis. Ekki var mögulegt að kanna hvað mikið af
lyfjum var leyst út né meta notkun á lyfjum keyptum í lausasölu.
Þeir kostnaðarþættir sem metnir voru, ef ekki kæmi til meðferðar,
voru myndgreining, sjúkraþjálfun, sérfræðikostnaður, lyf og að-
stoð. Sömu kostnaðarþættir voru metnir ef kæmi til meðferðar að
viðbættum kostnaði við meðferð á Reykjalundi. Vinnutap vegna
meðferðar á Reykjalundi var metið sérstaklega hjá þeim sem voru
vinnufærir og aukin vinnugeta að lokinni meðferð á Reykjalundi
var metin til tekna.
Tölfræðileg úrvinnsla
SPSS-tölfræðiforritið, útgáfa 25, var notað við allan tölfræðiút-
reikning. Gerð var dreifigreining fyrir endurteknum mælingum
(one-way repeated measures, ANOVA) til að meta marktækan mun
milli mælinga frá komu á göngudeild og til komu í þriggja ára
eftirfylgd og Eta-stuðull (η2) til að meta áhrifastærð. Eta-stuðull
er túlkaður sem veik (0,01), miðlungs (0,06) og sterk áhrif (0,14).35
Niðurstöður úr dreifigreiningu sýndu marktækt Mauchlys-próf
hjá öllum mæliþáttum og bendir það til brots á forsendu um spher-
icity. Því var notuð Huynh-Feldt-leiðrétting fyrir öll F-gildi.42
Notað var kí-kvaðrat próf (Person‘s Chi-Square, χ2) til að kanna
mun á vinnufærni hjá þeim sem skora undir klínískum viðmiðum
(<29 stig) á spurningalista um ótta og hliðrun tengt viðhorfum til
vinnufærni (FABQ-W) á hverjum tímapunkti fyrir sig og Phi stuð-
ull (ф) til að meta áhrifastærð.
Kostnaðarnytjagreining var gerð á gögnunum þegar búið var
að færa alla kostnaðarþætti til sama verðlagsárs (vísitala neyslu-
verðs í október 2018) og afvaxta framtíðarávinning og kostnað.
Eins og áður kemur fram var brottfall í eftirfylgd alls 22 sjúk-
lingar eftir eitt ár (19%) og samtals 39 (34%) eftir þrjú ár. Könnuð
var skekkja í úrtaki (Relative attrition bias) vegna brottfalls í eftir-
fylgd og sýndu niðurstöður að R-stuðull var 0,83 í 1 árs eftirfylgd
og 0,99 í þriggja ára eftirfylgd og benda þær til að einstaklingarnir
sem komu í eftirfylgdarskoðun séu ekki frábrugðnir úrtakinu sem
valdist inn í rannsóknina. Einnig sýndu niðurstöður úr prófun
með endurteknum tilreikningum (test of multiple imputation) að
skekkja vegna brottfalls þyrfti ekki að vera meðhöndluð. Gerð
var aflgreining (post hoc power analysis) með G*Power til að meta
úrtaksstærð og sýndu niðurstöður að áhrifastuðull var 0,99 sem
bendir til að stærð úrtaks hafi verið viðunandi. Til að draga úr
líkum á týpu 1 villu var tölfræðileg marktækni sett við 0,01.36
Leyfi fékkst frá Persónuvernd (2003060349) og vísindasiðanefnd
(2003060024) auk viðbótarleyfa vegna framhaldsrannsóknar (PV