Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - jan. 2020, Síða 25

Læknablaðið - jan. 2020, Síða 25
LÆKNAblaðið 2020/106 25 Y F I R L I T við eðlilegar aðstæður er hæfilegum þrýstingi viðhaldið í lung- um og þau þroskast eðlilega. Ef barkanum er lokað með aðgerð á fósturskeiði hindrar það eðlilegt flæði vökva frá lungum og brjóst- holið, ásamt lungum, þenst út. Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt að barkalokun á fósturskeiði leiðir til aukins vaxtar á lungnavef bæði hjá heilbrigðum fóstrum og fóstrum með vanþroska lungu.50 Skilyrði fyrir FETO-aðgerð eru meðal annars að haullinn sé ein- angrað vandamál fósturs, staðsettur vinstra megin í brjóstholi, að mælt lungnasvæði á móti höfuðummáli (lung area to head circumfer- ence ratio, LHR) sé undir 25%, örflögugreining fósturs sé eðlileg, að um einburaþungun sé að ræða og að legháls sé ekki stuttur þegar aðgerðin er gerð. Æskilegt er að framkvæma aðgerðina við 27-30 vikna meðgöngulengd. Þá er tappi settur í barka fósturs sem veldur lokun á öndunarveginum. Ef fæðing verður óvænt þarf því að hafa hraðar hendur og fjarlægja tappann, annars kafnar barnið strax eftir fæðingu. Mælt er með að fjarlægja tappann ekki síðar en við 34 vikur, ef barnið skyldi fæðast of snemma. Fylgikvillar aðgerðar eru til dæmis að legvatn fari að renna (17% innan þriggja vikna frá aðgerð) og að ótímabær fæðing verði.51 Við alvarlegan þindarhaul vinstra megin getur aðgerð bætt horfur en lýst hef- ur verið aukningu á lífslíkum eftir FETO-aðgerð úr 24,1% í 49%. Einnig er verið að gera tilraunameðferðir með lyfjum til að örva lungnaþroska.52 III. SIÐFRÆÐI FÓSTURGREININGAR Lengi hefur verið tekist á um siðferðilegt réttmæti fósturskimana og greininga, annars vegar hvort þær séu yfirhöfuð réttlætanlegar og hins vegar hve langt eigi að ganga. Sérgreinin fósturgreining og meðgöngusjúkdómar (FM) gengur út á að bæta hag móður og barns, og meðhöndla veikindi beggja ef hægt er. Með þeim for- merkjum er fósturgreining framkvæmd og í framhaldi aðgerðir á fósturskeiði þegar það á við. En velta má fyrir sér siðfræðihugtak- inu um fóstrið sem sjúkling, hvenær er móðirin sjúklingurinn og hvenær verður fóstrið sjúklingurinn? Fyrir lífvænleika fóstursins er þungunin alfarið móðurinnar og fóstrið á engan rétt. Hér gildir sjálfræði móður og réttur hennar til að ráða yfir eigin líkama og fóstrið á ekki sjálfstæðan rétt. Hins vegar þegar fóstrið verður líf- vænlegt (>23 vikur) og móðirin leitar til heilbrigðisstarfsfólks og biður um umönnun fyrir fóstrið, verður fóstrið sjálfkrafa sjúkling- ur ásamt móðurinni. Ef viðeigandi úrlausn vegna veikinda fósturs er aðgerð í móðurkviði þarf móðirin að samþykkja aðgerðina fyrir sína hönd og fyrir hönd fóstursins. Hagsmunir móður og fósturs fara hins vegar ekki alltaf saman og ef móðirin vill ekki að aðgerð sé gerð á fóstrinu á meðgöngunni, er það hennar réttur að afþakka aðgerð. Hér skiptir miklu máli að byggja upp traust á milli verð- andi móður/foreldra og umönnunaraðila, þannig að gagnkvæmur skilningur náist og þar með jafnvægi í siðferðislegum skyldum annars vegar gagnvart verðandi móður, sem byggjast á velgjörð (beneficience) og sjálfræði (autonomy), og hins vegar gagnvart fóstri (verðandi barni) sem byggist á velgjörð.53 IV. NORDIC NETWORK OF FETAL MEDICINE Tengslanetið Nordic Network of Fetal Medicine (NNFM)54 hóf starf- semi árið 2015 með það að markmiði að efla samstarf í klínískri vinnu, menntun og símenntun á þessu sviði og auka rannsóknar- samstarf innan Norðurlandanna. Ennfremur að skoða skipulag fósturgreiningar og meðferð meðgöngusjúkdóma í hverju landi með það í huga að bæta skipulag og samræma verklag. Stefnt er að því að veita sambærilega meðferð á meðgöngu, eftir því sem lagaramminn leyfir, ásamt því að skipuleggja sjaldgæfar með- ferðir á sem fæstum stöðum til að hámarka árangur meðferðar. Fósturskimun fyrir litningagöllum og meðfæddri missmíð er að mestu leyti sambærileg á Norðurlöndunum, fyrir utan Noreg, þar sem takmarkanir eru vegna laga sem takmarka aðgang að fósturgreiningum.55 Engu að síður eru í Noregi framkvæmdar fósturskimanir og gerð þungunarrof vegna litningafrávika en þau eru um helmingi færri en til dæmis í Danmörku sem er með svip- aðan fólksfjölda.56 Fyrir tilstilli NNFM höfum við Íslendingar nú auðveldara að- gengi en áður að fósturinngripum til meðferðar sem ekki er hægt að veita hér á landi. Tilefni til inngripa koma sjaldan upp og ekki er hægt að viðhalda færni í svo sjaldgæfum aðgerðum. Efnt hefur verið til samstarfs um aðgerðir á fósturskeiði undir heitinu NordFetal eða Nordic Fetal Therapy Alliance.57 Það er sam- starfsverkefni Norðurlandanna um klíníska starfsemi og rann- sóknir. Markmiðið er að veita framsækna meðferð í FM í hæsta gæðaflokki með bestu mögulegu tækjum og í samræmi við gagn- reynda þekkingu á hverjum tíma. Verklag og upplýsingagjöf til sjúklinga hefur verið samræmd ásamt því hvernig eftirfylgd er háttað. Danir og Svíar hafa verið leiðandi í þessu samstarfi en við njótum góðs af. Lokaorð Fósturgreining og meðgöngusjúkdómar er hratt vaxandi undir- sérgrein fæðinga- og kvensjúkdómalækninga. Hér hafa verið nefnd nokkur dæmi um verkefni FM-lækna þar sem miklar fram- farir hafa átt sér stað á síðustu árum. Búast má við framförum á sviði forvarna sem geta dregið úr tíðni fyrirburafæðinga og með- göngueitrunar. Einnig er hröð framþróun á sviði erfðalæknisfræði og búast má við frekari erfðaskimunum, jafnvel heilerfðamengis raðgreiningum (whole genome sequencing) fóstra í völdum tilfellum og arfberaskimunum (carrier screening) verðandi foreldra. Mark- mið FM er að bæta horfur fóstra/barna og mæðra þeirra, að halda burðarmálsdauða og mæðradauða í lágmarki og tryggja þeim að- gengi að bestu meðferð á hverjum tíma. Þakkir Sérstakar þakkir fyrir yfirlestur og góðar ábendingar fá Anna Margrét Halldórsdóttir, Hulda Hjartardóttir, Jón Jóhannes Jóns- son, Kristín Rut Haraldsdóttir, Ragnheiður I. Bjarnadóttir og Vig- dís Stefánsdóttir.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.