Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - jan 2020, Qupperneq 34

Læknablaðið - jan 2020, Qupperneq 34
34 LÆKNAblaðið 2020/106 „Við erum ekki aðeins það sem við borð- um heldur einnig það sem við berum á okkur og öndum inn um slímhúðina,“ segir Una Emilsdóttir, sérnámslæknir í almennum lyflækningum, nú staðsett á Landakoti. Óheppni geri fólk almennt ekki veikt, heldur samspil erfða- og umhverfis. Efni úr umhverfinu komist í blóðrásina og geti raskað líkamsstarfseminni. „Margt spilar saman í veikindum okk- ar, þar á meðal erfðaþættir gagnvart mörg- um sjúkdómum. Umhverfið hefur líka áhrif. Ég horfi á umhverfisþættina á sama tíma og fáir velta því fyrir sér hvað í þeim veldur veikindunum,“ segir hún. „Það skiptir miklu máli að fólk viti að það getur tekið upplýstar góðar ákvarð- anir eða virkilega slæmar ákvarðanir. Að það viti að það getur passað upp á sig og börnin sín. Þar spilum við læknar stórt hlutverk.“ Á von á öðru barni Una útskrifaðist úr læknisfræði frá Kaup- mannahafnarháskóla árið 2017. Hún kom úr fyrsta fæðingarorlofi sínu í desember- byrjun og tekur brátt annað. „Hressandi,“ segir hún og hlær komin 15 vikur á leið að öðru barni sínu. Fyrir á hún 9 mánaða dóttur. „Það er eins gott að spýta í lófana, því mig langar að eiga fleiri en tvö.“ Með- vituð um áhættuþætti litar hún ekki á sér hárið meðan á meðgöngunni stendur. „Óléttar konur voru sérstaklega var- aðar við að lita hárið í umhverfislæknis- fræðinni í Danmörku. Þar er það einnig almennt viðurkennt meðal almennings að konur passi sig sérstaklega þegar þær eiga von á barni,“ segir Una sem hefur skapað sér nafn sem fyrirlesari um skaðleg efni í neysluvörum og heilsu. Hún hefur frá árinu 2015 haldið fyrirlestra, fyrst í Lifandi markaði og nú á veitingastaðnum Gló, í Hörpu og fjölda vinnustaða. Þá hefur hún verið viðmælandi í hlaðvörpum og útvarpi. „Hér á landi er lítill sem enginn fókus á þessa hluti.“ Hún segir að fræinu sem kveikti áhug- ann á efninu hafi verið plantað í náminu og í hálfs árs námsleyfi hafi hún sökkt sér í hlaðvörp um efnið. „Stöðugt er verið að demba yfir okkur nýjungum og efnum sem við þekkjum ekki og hafa ekki verið áhættumetin,“ lýsir Una sem fór að lesa læknatímarit sem aðhyllast umhverfis- læknisfræði eftir að áhuginn var kveiktur. „Ég hef safnað púslum í púsluspilið og mér finnst heildarmyndin vera að skýr- ast,“ segir hún og bendir á að skaðleg efni séu í sólarvörn, kremum, ilmvötnum, í mat og hreinsiefnum sem fólk noti. „Mér finnst ósanngjarnt gagnvart neytandanum að eitthvað komi á markað og hann neyti þess án þess að vita um að hann sé að skaða sjálfan sig.“ Erfitt sé að hugsa til þess að það sem fólk kjósi í dag geti skaðað það síðar meir. „Mér finnst það mjög súrt.“ Tími sé kominn til þess að fólk staldri við í stað þess að treysta fram- leiðendum vara til að vernda heilsu sína. Neytendur óupplýstir Hún lýsir því hvernig ólíkur lífsstíll myndi ólíka áhættu. Einn sé sólginn í ljósabekki, annar borði brennt ristað brauð, sá þriðji úði vellyktandi um heimil- ið sitt og sá fjórði blandi þessu öllu saman. Aðalhindrunin sé að fá fólk til að skilja alvöru málsins þar sem aðeins sé um örskammta að ræða í senn. „Það er erfitt að segja einstaklingi sem lifir fínu lífi og hefur það gott að það sem hann geri sé honum skaðlegt,“ segir Una. „Tuttugu, 30 árum síðar er þessi einstaklingur kominn með sortuæxli með meinvörpum og hugsar: Ég vildi að ég hefði tekið aðrar ákvarðanir á lífsleiðinni. Mig langar að fyrirbyggja að fólk upplifi svona áfall. Það er helsta markmið mitt með þessum fyrirlestrum.“ Meginástæða hindrunarinnar sé sú að upplýsingar um skaðsemina komi fram með tímanum, löngu eftir að neyslan hefst. Hún nefnir veip sem dæmi. Það hafi verið talið ákjósanlegt í stað sígarettna. „Fullkomið dæmi um að neytendur treysta því sem að þeim er rétt, þróa svo með sér lungu á við sjötugan mann á stuttum tíma,“ segir Una. Gott í dag en slæmt á morgun „Eins er með orkudrykkjaneyslu hér á landi sem ég hef verulegar áhyggjur af. Ég skoðaði innihald eins þeirra. Þar eru efni sem samsett geta myndað efni sem hefur krabbameinsvaldandi áhrif,“ segir hún, og að ekki sé gefið til kynna í innihaldslýs- ingunni hve mikið sé af hvoru efni fyrir sig. „Bara það segir mér að ástæða sé til að sleppa neyslunni. Ég óttast að það sama muni gerast og hefur margsinnis gerst í sögunni. Fólk neytir vöru í miklum mæli. Svo kemur kannski í ljós að einhver sjúkdómur verður algengari. Ekki verður þá hægt að útiloka aðra áhættuþætti og benda á hvar upptökin liggja,“ segir hún. Hún nefnir þekkt dæmi úr sögunni; reykingar, asbest. Þá bætir hún við dæm- um um skaðleg efni nútímans: PBA í plasti, triclosan í tannkremi, paraben í snyrtivörum. „Okkur neytendum er haldið í skugganum,“ segir hún og nefnir hvernig umræða um PBA hafi leitt til nýrra fram- leiðsluhátta. „Iðnaðurinn er fljótur að taka við sér og framleiðir PBA-fríar vörur. Síðar kemur í ljós að plastið er þá búið til úr BPS og það er ekki minna hormónatruflandi.“ Neytandinn sé alltaf 10 skrefum á eftir framleiðendum. Formaldehýð sé annað þekkt skaðlegt efni. „Það uppgötvast á 19. öld og er í málningunni á veggjunum, teppunum á gólfinu og víðar. Það var ekki sett á lista Góð heilsa er ekki heppni Mikilvægt er að færa ábyrgðina af neyslu matar og annarrar vöru frá framleiðendum til neytenda. Þeir þurfa að temja sér gagnrýna hugsun og sneiða hjá matvælum og vörum sem innihalda efni sem hafa slæm eða óþekkt áhrif á heilsu þeirra. Þetta segir Una Emilsdóttir læknir. Áhersla sé lögð á umhverfislæknisfræði erlendis en hún sé grátlega lítil hér á landi. ■ ■ ■ Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.