Læknablaðið - jan. 2020, Síða 38
38 LÆKNAblaðið 2020/106
hans hagi. Hann vissi sem var að Saddam
Hussein var svo hræddur um samsæri
sinna manna gegn sér að samskipti milli
varðstöðva og hersveita voru miklum tak-
mörkunum háð,“ lýsir hann.
Hermenn á varðstöðvunum hafi vitað
að þeim bæri að handataka þá en þeir hafi
einnig vitað að reglur giltu ekki um alla.
Hermennirnir gátu lent í miklum vand-
ræðum ef þeir röskuðu ró íraska ráðherr-
ans. „Eftir 6-8 tíma yfirheyrslur var okkur
því alltaf sleppt þótt ekki hafi tekist að
sannreyna sögu okkar.“
En fær hann martraðir eftir þessa
reynslu? „Ekki lengur, nei.“ En fékk hann
þær? „Já það kom vissulega fyrir,“ svarar
Gísli og brosir.
Rekinn og endurráðinn í Svíþjóð
Áður en Gísli fór til Kúveit gekk honum
vel í starfi í Svíþjóð og hann segist aldrei
hafa fundið fyrir því að hann væri þar
útlendingur. Hann hafi fengið tækifæri
jafnvel umfram sænska kollega. „Mér
fannst það stundum óþægilegt,“ segir
hann hógvær. Honum hafi boðist staða
sem reyndari læknar fengu ekki.
„Ég var aldrei að ota mínum tota. Þetta
var ákvörðun yfirmanna á þeim árum.
Samt var ég alltaf í nokkurri andstöðu við
prófessorinn gamla. Honum þótti ég helst
til sjálfstæður í hugsun. Hann rak mig
meira að segja einu sinni en sá svo eftir
því,“ segir Gísli og hlær.
„Á þessum árum voru menn reknir á
staðnum. En það er nú breytt,“ segir Gísli
en segir að á sama tíma hafi prófessorinn
sýnt mikið sjálfstraust og leitað til hans
þegar svo bar undir.
„Yfirmenn lögðu mikið upp úr því að
ala upp fólk sem gæti stjórnað. Þeir vildu
ekki endilega beina öllu kastljósinu að
sjálfum sér,“ segir Gísli. Hér á landi hafi
hefðirnar verið meira í ætt við smákónga-
kerfi sem hafi þó breyst á síðustu áratug-
um. En hvað skýrir það? „Svo margt hefur
batnað.“ Það þekkir Gísli því hann kom
hingað heim og starfaði í nokkra mánuði
eftir Íraksstríðið.
Smákóngaveldið á Íslandi
„Það var á fyrri hluta árs 1991. Þá fannst
mér óþægilegt að vinna á Landspítalan-
um.“ Ekki hafi ríkt gagnkvæm virðing
milli stétta, hjúkrunarfræðinga og lækna.
„Það var óþarfa kjaftur á fólki. Sumir
starfsmenn voru mjög ókurteisir. Ég hafði
ekki kynnst því í Svíþjóð og ekki í Kúveit.
Mér fannst það sérkennilegt.“ Hann hafi
því leitað aftur út og tekið við yfirmanns-
stöðu svæfinga- og gjörgæsludeildar Há-
skólasjúkrahússins í Bern í Sviss. Í Sviss
hafi samskipti starfsmanna á spítalanum
og í háskólanum verið á allt öðru plani.
„Svo þegar ég kom heim til Íslands 10
árum seinna var andrúmsloftið allt annað
á Landspítalanum, allt önnur gæði, ótrú-
leg framför.“ Margir nýir sérfræðilæknar
á flestum deildum spítalans hafi verið
komnir heim með góða menntun frá ýms-
um löndum. Hjúkrunarfræðingum með
háskólapróf og framhaldsmenntun hafi á
þessum áratug fjölgað ört. Starfsandinn
hafi verið einstaklega góður.
„Það var mjög jákvæð upplifun.“
Andinn hafi haldist síðan sem allra víðast.
En hvernig er að hætta störfum sem
læknir? „Skrýtið. Mér fannst ég fyrst vera
í fríi,“ segir Gísli og hlær. „Ég er að byrja
að fatta það núna,“ segir hann og hefur
síðustu misseri sinnt mörgum verkum
auk klínískrar vinnu á gjörgæslunni. Var
með læknanema og sérnámslækna á sinni
könnu, sinnti vísindarannsóknum, var
formaður Vísindaráðs Landspítala í 11
ár. Þá hefur hann setið í ritstjórn erlenda
læknatímaritsins Acta Anaesthesiologica
Scandinavica og áður European Journal of
Anaesthesiology.
Síðustu 11 ár hefur Gísli einnig verið í
ólaunuðu starfi framkvæmdastjóra tveggja
ára viðbótarnáms ( fellowship) í gjörgæslu-
lækningum á Norðurlöndum sem tekur
við eftir 5 ára sérnám í svæfinga- og gjör-
gæslulækningum.
„Ég hef verið að trappa niður vinnu
þetta ár. Vinn ekkert klínískt lengur en hef
sinnt stjórnunarstörfum í sambandi við
sérnám lækna bæði hér á Landspítalanum
og á hinum Norðurlöndunum. Ég vinn
einnig áfram við vísindastörf,“ segir hann.
„Ég á líka eftir að skrifa nokkrar grein-
ar sem ég hef ekki haft tíma til að klára.
Er líka ennþá í ritstjórn Acta Anaesthesi-
ologica Scandinavica og í nefndum á vegum
Evrópusamtaka gjörgæslulækna. Ég hef
sennilega næg verkefni í einhver ár.“
Eftir að innrásarherinn hafði
verið hrakinn á brott frá
Kúveit fundust meðal annars
fjöldi pyndingartóla víðs
vegar um borgina. Og vopn
lágu eins og hráviði um allt.