Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - jan 2020, Qupperneq 43

Læknablaðið - jan 2020, Qupperneq 43
HÓLMFRÍÐUR HELGADÓTTIR varði doktorsritgerð sína í læknavísindum við læknadeild Háskóla Íslands 27. september 2019. Ritgerðin heitir: Prótónupumpu-heml- ar: Þróun og forspárgildi fyrir offramleiðslu á gastríni og kynjabundin skömmtun. Andmælendur voru Peter Bytzer, prófessor við Kaupmannahafnarháskóla, og Gunnar Guðmundsson, prófessor við læknadeild. Umsjónarkennari og leiðbein- andi var Einar S. Björnsson, prófessor við læknadeild. Auk hans sátu í doktorsnefnd David C. Metz, prófessor við læknadeild Háskólans í Pennsylvaníu í Bandaríkj- unum, Elín I. Jacobsen, klínískur lyfja- fræðingur á Landspítala, Helge Waldum, prófessor við Háskólann í Þrándheimi í Noregi og Sveinbjörn Gizurarson, prófess- or við lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Ágrip af rannsókn: Prótónu-pumpuheml- ar (PPI) hindra seytingu á magasýru og eru meðal mest notuðu lyfja í heiminum í dag meðal annars við brjóstsviða og vélindabólgu. Gastrínhækkun er þekkt afleiðing meðferðar með PPI-lyfjum. Gastrín er hormón sem leikur lykilhlut- verk í stjórnun á sýruframleiðslu magans. Gastrínhækkun er áhyggjuefni þar sem hún er talin geta valdið aukinni sýrufram- leiðslu þegar lyfjatöku er hætt. Það er einnig hugsanleg ástæða vaxandi tíðni langtíma PPI-lyfjameðferðar. Markmið rannsóknarverkefnisins var að kanna mikilvægi klínískra þátta er varða notkun PPI-lyfja hjá sjúklingum með vélindabakflæði á langtíma PPI-lyfja- meðferð. Sérstök áhersla var lögð á tengsl gastríns við kyn þar sem fyrsta rann- sóknin sýndi að konur á PPI-lyfjum höfðu marktækt hærra gastríngildi en karlar (Rannsókn I). Þessar mikilvægu niður- stöður urðu kveikjan að framkvæmd tví- blindrar slembirannsóknar til að ákvarða hlutfall sjúklinga sem getur minnkað PPI- skammtinn sinn um helming (Rannsókn II). Að auki var gerð þversniðsrannsókn (Rannsókn III) til að ákvarða mikilvæga þætti sem spá fyrir um gastrínhækkun. Ennfremur voru borin saman lyfjahvörf PPI-lyfs hjá heilbrigðum einstaklingum (Rannsókn IV) og gerð rannsókn á örvun á gastríni eftir einungis fjögurra daga PPI- lyfjameðferð. Rannsóknirnar leiddu í ljós að konur á langtíma PPI-lyfjameðferð höfðu marktækt hærri örvun á gastríni samanborið við karla og voru líklegri en karlar til að þola skammtalækkun um helming. PPI-lyfja- skammtur og kvenkyn virðast gegna lykil- hlutverki í þróun offramleiðslu á gastríni. Þessar niðurstöður benda til aukins næm- is kvenna fyrir PPI-lyfjum. Niðurstöðurn- ar eru mikilvægar þar sem konur með vélindabakflæði gætu náð árangursríkri einkennastjórnun með lægri skömmtum en karlar. Doktorsefnið: Hólmfríður Helgadóttir lauk embættisprófi í læknisfræði frá Há- skóla Íslands 2015. Að loknu kandídatsári hóf hún sérnám í almennum lyflækn- ingum við Landspítala þar sem hún starfar enn. Hólmfríður hefur stundað rannsóknarvinnu samhliða læknanámi og starfi undir handleiðslu Einars Stefáns Björnssonar prófessors. Tvær doktorsvarnir frá Háskóla Íslands 2019 LÆKNAblaðið 2020/106 43

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.