Hugur og hönd - 01.06.1975, Qupperneq 19
handa börnum sínum. En þá verður
ekki greitt um svör, því að ekki er á
annað að treysta en fornleifafundi og
þeir eru lítt gjöfulir á þessu sviði. Það
er að vísu alþekkt fangaráð fornleifa-
fræðinga, ef þeir finna einhvern skrít-
inn smáhlut, sem erfitt er að gefa
nafn, að segja að hann sé annaðhvort
töfragripur eða leikfang. En þetta
segir meira um fornleifafræðingana
sjálfa en barnleika í fornöld. Stundum
hleypur þó betur á snærið. I fyrra-
sumar voru fornleifafræðingar að
grafa við Suðurgötu hér í Reykjavík
og þá fundu þeir svolítinn spýtukarl
með haus og skrokk og varla er önn-
ur skýring betri en sú að hér sé kom-
in brúða úr eigu einhvers Reykjavík-
urbarns fyrri alda. Annars er ekki um
auðugan garð að gresja meðal ís-
lenskra fornleifa, nema hvað mann
grunar að skrítilega lagaðir og marg-
litir smásteinar sem oft er mikið af í
uppgröfnum bæjartóftum, séu leik-
föng sem börn hafa viðað að sér úti
í náttúrunni.
Allir kannast við að bátar og skip
eru eftirlætisleikföng barna. Svo hef-
ur einnig verið fyrr á tíð og því meir
því nákomnari sem sjórinn og skipin
voru daglegu lífi fólksins. I Vestri-
byggð á Grænlandi hefur fundist eitt
skemmtilegasta dæmi um slíkt leik-
fang, ofurlítill bátur skorinn út úr
einni spýtu svo vandlega að á honum
mótar fyrir umförum í byrðingnum,
og í allri sinni smæð ber þetta fley
nokkuð af stoltri reisn víkingaskipa
í svip sínum. I Kirkjubæ í Færeyjum
hefur sambærilegt leikfangaskip kom-
ið úr jörðu, og Sverri Dahl fornminja-
vörður var svo heppinn fyrir nokkr-
um árum, þegar hann var að rannsaka
fornaldarbæ þar sem heitir í Kvívík,
að finna tvær slíkar fleytur til við-
bótar. Á Grænlandi og í Færeyjum
voru bátar lífsnauðsyn, jafnvel í enn
ríkara mæli en hér á landi, en þó þarf
ekki að velkjast í vafa um að þessir
litlu bátar sýna einnig hvernig menn
hér á landi bjuggu til báta handa
drengjunum sínum.
Og þá eru það dýrin, ekki síst hest-
arnir. Sverri Dahl fann ckki aðeins
báta i uppgreftri sínum, heldur fann
hann einnig tvo litla tréhesta sem
sýnilega eru leikföng. Það skeikar víst
ekki miklu að þeir séu frá tíð Þrándar
í Götu og Sigmundar Brestissonar.
Fararskjótar þessir hafa gegnt sama
hlutverki og látúnshestar drengjanna
í Vígaglúmssögu.
Á Grænlandi bjuggu menn til litla
hvítabirni úr rostungstönn. Þar á
landi var hvítabjörninn æsandi hluti
veruleikans.
Hér á næstu grösum við okkur hef-
ur hvergi fundist annað eins af leik-
föngum og í bæjargrunni Björgvinjar
í Noregi, á Þýskubryggju sem kölluð
er, og reyndar nokkuð einnig í mann-
vistarlögum í öðrum gömlum kaup-
stöðum á Norðurlöndum. I Björgvin
hafa fundist leikföng eins og til dæmis
boltar (knettir) herptir saman úr
skinni og úttroðnir, en einnig smáar
eftirlíkingar af nytjahlutum hinna
fullorðnu og ekki síður skaðræðisgrip-
um þeirra eins og til dæmis sverðum
og öðrum vopnum ýmiss konar. Þegar
maður sér þessi trésverð barnanna
kemur mansöngur Sigurðar Breiðfjörð
aftur í hugann:
Einvíg þreyttum huga herðir,
handa neyttum máttar þá,
og með beittu svigasverði
sárin veittum eigi smá.
HUGUR OG HÖND
19