Hugur og hönd - 01.06.1975, Síða 34
SESSUR
Sessur og dúkar saumuð með lykkju-
spori og leggsaumi. Saumað er í frem-
ur fíngerðan perlujafa með ullar-
garni. Teikna má munstrið á jafann
ef vill, en ekki er síðra að sauma
beint í efnið og láta hugdettuna ráða.
Heppilegt er að sauma fyrst útlínur
munstranna og fylla þar til hvergi
grisjar í grunninn.
Sauma má með margskonar garnteg-
undum, misgrófum þráðum, þynnt-
um eða sundurröktum. Iluga skal að
litasamstæðum, þéttleika og skörun
munstranna svo jafnvægi náist.
Munstur sessanna er látið enda í
röndum við ystu brúnir. Síðan er
saumað í þær bak úr léttu ullarefni
og lagður í þær þunnur koddi
Gengið er frá jaðri dúksins með fasta-
hekli og tungukanti og að lokum er
hann fóðraður með þunnu léreftsefni.
Bolta, sessur og dúk hefur frú Sigrún
Ragnarsdóttir teiknikennari saumað.
BOLTAR OG HRINGIR
Boltarnir á forsíðu eru saumaðir í garnhnykil. Yfirborð
er fyllt með smáum saumsporum svipuðum að stærð og
litsstyrk svo góð heild náist.
Til drýginda má hafa innri hluta bolanna krumpaðann
pappír vafinn gömlu uppraki.
Hringina má nota fyrir nálar og prjóna líkt og boltana.
Heklað er með fasta- og stuðlahekli. Járnhringir eru hafð-
ir í yztu brúnir svo form þeirra haldist. Byrjað er í
miðju fyllta hringsins með nokkrum loftl. Síðan er heklað
í hring og aukið út eftir þörfum svo stk. liggi slétt. Þegar
hringirnir ná sömu stærð eru þeir heklaðir saman í einni
umferð, gengið frá brúnunum með tungukanti eða hnút-
um, sem hekl. eru á sama hátt og fastah., nema frá vinstri
til hægri.
Fitjað er upp ummál opna hringsins í miðju, tengt og
heklað á sama hátt og fyllti hringurinn.
Saumað er í hringina með lykkjusporum og fræhnútum
eða öðrurn sporgerðum, sem hugurinn býður.
H. Á.
34
HUGUR OG HÖND