Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 21
var að vefa í tveggja álna breiðan vef.
Tvær álnir voru þá um 126 cm, en
erlendu tvíbreiðu vefstólarnir í Eyja-
firði upp úr 1940 gætu sem best
hafa verið ennþá breiðari.
Sumarið eftir farkennsluna vann
Guðrún foreldrum sínum heima í
Litla-Arskógi, en stefndi að því að
fara næsta vetur suður til Reykjavík-
ur að læra að sníða og sauma fína
kjóla, taldi víst að það myndi verða
sér hagnýtt nám og skemmtilegt.
Hún var svo staðráðin í þessu, að
hún sinnti ekki eindregnum óskum
og ráðleggingum Þuríðar frænku
sinnar og prestsfrúarinnar Jónínu
Björnsdóttur, um að sækja um
skólavist á Hallormsstað í nýstofn-
aða vefnaðarkennaradeild þar. Þó
fór svo að hún breytti þeirri ákvörð-
un vegna draums. Draumar Guð-
rúnar Vigfúsdóttur hafa oft verið ör-
lagavaldar í lífi hennar. I þetta sinn
fannst henni draumurinn beina sér
svo ákveðið að Hallormsstað, að
hún afréð að sækja um skólavist og
hún komst að.
í VEFNAÐARKENNARADEILD
I bók Sigrúnar Hrafnsdóttur, Hús-
mœðraskólinn á Hallormsstað 1930-
1980, segir í þætti um vefnaðar-
kennaradeild skólans: „Haustið
1943 byrjaði vefnaðarkennaradeild
við skólann og í henni voru yfirleitt
tveir nemendur. Hún starfaði til
ársins 1952. Námið tók tvo vetur.
Ur deildinni útskrifuðust átta vefn-
aðarkennarar. Hliðstæð starfsemi
fór ekki fram við aðra húsmæðra-
skóla." Fyrstu nemendur deildar-
innar voru tvær Guðrúnar, Vigfús-
dóttir og Bergþórsdóttir frá Fljóts-
tungu í Hvítársíðu. Þær fylgdust að
í tvö ár og útskrifuðust saman 1945
og hafa alla tíð síðan verið góðar
vinkonur.
Forstöðukona húsmæðraskólans
var þá merkiskonan Sigrún Páls-
dóttir Blöndal sem var upprunnin á
Hallormsstað. Hún hafði mikinn á-
huga á fræðslumálum, einkum
menntun kvenna, sem leiddi til þess
að árið 1930 stofnaði hún ásamt
manni sínum, Benedikt Blöndal,
Húsmæðraskólann á Hallormsstað
og stýrði honum til dauðadags. Auk
verklegra greina voru kenndar fleiri
bóklegar greinar en í öðrum hús-
2. „Litaspil", prír köflóttir kjólar í mörgum sauðarlitum.
heimila og leiðbeindi húsmæðrum.
Hún setti upp vefi, valdi liti og kom
verkinu af stað. Þegar húsmæðurnar
höfðu ekki tíma eða tök á að sinna
vefnaðinum sjálfar óf Guðrún fyrir
þær. Nýja vefstóla setti hún saman
og kom í gagnið og sums staðar voru
dregnir fram ævagamlir gripir í mis-
munandi ástandi. Fjölbreytt verk-
efni sem leysa þurfti hafa vafalítið
veitt nytsama reynslu og þjálfun.
Aðspurð segist Guðrún hafa
þennan vetur komist í kynni við
vefstóla með slöngurifnum uppi og
hangandi slagborði sem eru auð-
kenni margra gamalla íslenskra
vefstóla. Hún telur þó að hinir hafi
verið fleiri sem höfðu slöngurifinn í
sömu hæð og voðmeiðinn. I þeim
hafi slagborðið verið fest að neðan.
Einn eða tvo tvíbreiða vefstóla fékk
hún að fást við, þeir voru innfluttir.
Þegar alinmálin voru við lýði þýddi
tvíbreiður vefstóll þann sem hægt
3. Hátíðahökull ofinn fyrir Isajjarðar-
kirkju, gefinn afisjómönnum.
21