Hugur og hönd


Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 37

Hugur og hönd - 01.06.1995, Blaðsíða 37
Aslaug Jónsdóttir í verðlaunapeysu Katrínar Andrésdóttur. er athyglisverð staðreynd að tiltölu- lega fáir hönnuðir fást til að keppa, en hví skyldi svo vera? Líklegasta svarið er að vinnan og kostnaðurinn skili sér ekki í auknum atvinnutæki- færum og að hönnuðir hugsi sig þar af leiðandi tvisvar um áður en þeir selji hönnunina, afurðina en ekki nafnið, ímyndina. Auður Kristinsdóttir hjá garn- versluninni Tinnu í Hafnarfirði sagði að erfitt væri að komast yfir upplýsingar um starfandi prjón- hönnuði, fá frá þeim efni og sýnis- horn. Þar sem hún stendur fyrir út- gáfu á prjónablaði leitar hún eftir samstarfi við íslenska prjónhönnuði. Góð hönnun fær konur til að prjóna, segir hún ennfremur og hönnuður sem getur beislað sköp- unargleðina í samræmi við markaðs- þörfina stendur betur að vígi en hin- ir. Flestum ber saman um að um- fjöllun í dagblöðum og tímaritum sé góð kynning fyrir alla áhugasama en henni hefur ekki verið sinnt nógu markvisst. HRÁEFNIÐ Eins og ég minntist á í upphafi er þekking á hráefninu ein aðalundir- staða góðrar hönnunar. Margir prjónhönnuðir velja að vinna ein- vörðungu með íslenskt ullarband þótt það takmarki möguleikana eitt- hvað. Að vinna með innlent hráefni er sífelld ögrun, m.a. vegna íslensku lopapeysunnar sem hefur mótað peysuhönnun hér á landi meira en nokkur einstaklingur. Reglulega koma þó óánægðir einstaklingar fram á sjónarsviðið og gagnrýna verksmiðjuunna bandframleiðslu. Guðrún Kolbeins segir að það hafi verið auðvelt fyrir „innanhúss- hönnuði“ að koma á framfæri ósk- um um úrbætur á bandi til fram- leiðandans, en erfiðara fyrir aðra. Asdís Birgisdóttir talar um að ís- lenskt ullarband sé mjög misgott og nefndi að ekki væri hægt að selja handprjónaðar peysur dýru verði ef bandið stæðist ekki hágæðakröfur. I þessu sem og svo mörgu öðru sem snertir prjón er samvinna hönnuða og framleiðenda forsenda fyrir betri vöruþróun. Ekki má gleyma að þró- un handunnins bands hefur fleygt fram, þannig að kannski á sú fram- leiðsla eftir að sinna þörfinni fyrir hágæðaband. SAMVINNA HÖNNUÐA OGSÖLUMÁL Aður en hægt er að slá botninn í þessa umræðu verður að minnast á samvinnu hönnuða og sölumál. Handprjónuð framleiðsla er nokkuð sem hönnuðir geta ekki látið safnast fyrir í stórum stíl. Hönnuðurinn verður að fylgjast með, það þýðir ekki að bjóða upp á tímaskekkju í þessari grein frekar en öðrum sem eru í stöðugri þróun. Hönnun fyrir einstaklinginn eða hönnun fyrir fjöldaframleiðslu eru tvær ólíkar leið- ir sem jafnframt bjóða upp á ólíka sölumöguleika. Kannski er sala á frumgerð fyrir blöð og tímarit ekki sú leið sem allir vilja fara en hún er oft byrjunin og getur verið besta kynningin. Oft taka háleit markmið hönnuða ekki mið af erfiðum rekstri fyrirtækja. Hönnuðir fara oft út í eig- in rekstur frekar en að reyna fyrir sér með samvinnu. Þetta er undarleg lenska því samvinna góðra hönnuða, t.d. í fyrirtækjarekstri, skapaði ekki síður sérstöðu en vinna hvers og eins í samkeppni. Þegar markaðurinn fyr- ir handunna prjónavöru er eins þröngur og á Islandi er ekkert mikil- vægara en að hæfileikaríkir hönnuðir taki höndum saman og undirstriki eigið ágæti. Birna Kristjánsdóttir Ljósmynd: Eiðfaxi 37

x

Hugur og hönd

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.