Hugur og hönd

Ataaseq assigiiaat ilaat

Hugur og hönd - 01.06.1995, Qupperneq 38

Hugur og hönd - 01.06.1995, Qupperneq 38
ISLENSKI ÞJÓÐBÚNINGURINN OG BARBIE Á síðustu árum hefur áhugi vaxið á íslensku handverki. Víða um land eru samstarfshópar og einstaklingar sem vinna mjög mikið starf og ótrúlega fjölbreytt eins og sést á ýmsum stöð- um þar sem íslensku handverki er komið á framfæri. Tímaritið Hugur og hönd fór þess á leit við mig að ég segði aðeins frá því sem fram fer á Vinnustofu Ingu í Þorlákshöfn. Þar hanna ég og sauma íslenska þjóðbúninga á brúður af ýmsum stærðum og gerðum, auk þess að teikna og mála. Eg hef hald- ið sýningar, tekið þátt í mörgum samsýningum og eru verk mín í einkaeign víða um land. Um þrjú ár eru liðin síðan ég byrj- aði á þessari framleiðslu. Ég var búin að sjá að það vantaði á markaðinn brúður í þjóðbúningum, sem saum- að væri á hér á landi. Við eigum alveg ótrúlega fallega þjóðbúninga, sem við verðum að varðveita með þjóð- inni. Við eigum að vera stolt af því að þeir skuli vera til hjá okkur og reyna að koma þeim á framfæri. Fólki finnst kannski ekki þjóðlegt að klæða Barbie í þjóðbúninga, en ég held að það sé nauðsynlegt að nota þær brúður sem fólk er ánægt með, því það er viðskiptavinurinn sem ræður hvort varan selst. Barbie er þekkt brúða víða um lönd og margir safna henni. Markaðssetning á „Barbie í þjóð- búningi" og þeim gerðum sem ég er með hefur gengið nokkuð vel og eru þær seldar víða um land. Síldarstelp- ur hafa aðeins hleypt heimdraganum, auk þess hafa Grýla og Leppalúði far- ið á kreik með sína sveina og lenti sú fjölskylda meðal annars á safni í Norður-Þýskalandi. Ekki má svo gleyma íslensku ullinni, því löngum hefur þótt við hæfi að klæða sig vel áður en lagt er í langferð og er Barbie þar engin undantekning. Hún er komin í handprjónaða íslenska lopa- peysu, húfu, sokka, upphlut, peysu- föt og skautbúning og flytur kveðjur frá íslandi til landa víða um heim. G. Ingibjörg Guðmundsdóttir 38

x

Hugur og hönd

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur og hönd
https://timarit.is/publication/1414

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.